loading/hleð
(46) Page 44 (46) Page 44
Byggðamál í byggðamálum sem á öðrum sviðum þjóðlífs- ins er þörf fyrir nýtt verðmætamat, sem byggir á kvenlegri lífssýn. Á síðustu árum hafa orðið þau þáttaskil í byggðaþróun hér á landi að fólki er tekið að fækka á landsbyggðinni, þar sem náttúruleg fjölgun veg- ur ekki lengur upp fækkun vegna flutninga til höfuðborgarsvæðisins. Samdráttarstefna ríkisstjórnarinnar hefur bitn- að harkalega á landsbyggðinni, atvinnulíf og af- koma fólks er í hættu. Undirstöðuatvinnuvegimir hafa búið við skipulagsleysi og óstjórn. Kvótakerfið í sjávarútvegi hefur leitt til þess að sum byggðarlög fá ekki nægjanlegt hráefni til úrvinnslu þannig að at- vinna minnkar. Hin skipulagslausa fækkun bænda stefnir allri þjónustu á landsbyggðinni í voða og rýfur þau félags- og menningarlegu tengsl sem eru samfélaginu nauðsynleg. Til eflingar atvinnulífs á landsbyggðinni þarf að koma upp smáiðnaði og kanna möguleika á endurvinnslu af ýmsu tagi. Enn fremur er nauðsynlegt að kanna nýjar leiðir til nýtingar landbúnaðarafurða auk þess sem fullvinnsla þeirra ætti að vera sem næst framleiðslustað. í sjávarútvegi er einnig brýnt að endurskoða úrvinnslu aflans og kanna möguleika á bættri nýtingu og betri skipulagningu. íbúar landsbyggðarinnar sitja ekki við sama borð og íbúar höfuðborgar- svæðisins hvað varðar heilsugæslu, mennttm svo og þjónustu ýmissa opinberra stofnana. Miðstýring og ofstjórn innan íslenska stjómkerfisins hefur gert það að verkum að sjónarmið landsbyggðarinnar hafa orðið útundan við ákvarðanatöku. Brýnt er að efla sjálfsstjórn og forræði sveitarfélaganna þannig að sjónarmið þeirra sem ákvarðanatakan snertir komist öragglega til skila. Þau mál sem heitast brenna á konum, eru hin sömu hvar sem er á landinu. Þær finna sárt til launamisréttisins, þeim svíður illur aðbúnaður bama sinna til náms og þroska og þær vilja tryggja sjúkum, fötluðum og öldmðum sem besta þjónustu. í þeim efnum er mikið óunnið. Mikilvægt er að efla skilning milli íbúa dreifbýlis og þéttbýlis og þá samstöðu sem nauðsynleg er til að tryggja lífsafkomu þjóðarinnar. 44


Stefnuskrá í landsmálum 1987

Year
1987
Language
Icelandic
Pages
52


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Stefnuskrá í landsmálum 1987
http://baekur.is/bok/66614bda-3f4f-411a-a471-edbb22aada63

Link to this page: (46) Page 44
http://baekur.is/bok/66614bda-3f4f-411a-a471-edbb22aada63/0/46

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.