loading/hleð
(5) Page 3 (5) Page 3
9 að ellilífeyrir nægi til framfærslu, 9 að sett verði heildarlög um umhverfismál og að stofnað verði sérstakt ráðuneyti umhverfismála, 9 að áhugastarf á sviði lista og menningar um allt land verði eflt, 9 að Ríkisútvarpið verði opnað almenningi með þriðju rásinni þar sem einstaklingar, hópar og félagasamtök hafi aðgang að hljóðveri og tækni- aðstoð en greiði annan kostnað, 9 eflingu menntunar og rannsóknarstarfsemi, sem við teljum grundvöll uppbyggingar og nýsköpunar í atvinnulífi þjóðarinnar, 9 að jafnrétti til náms verði virt í raun með markvissri uppbyggingu grunnmenntunar alls staðar á landinu og nægjanlegt fjármagn tryggt til að halda uppi öflugu skólastarfi, 9 að framhaldsskólar séu öllum opnir óháð búsetu, kynferði og efna- hag, 9 að fullorðinsfræðsla verði efld og komið á fjarnámi sem myndi gjör- breyta aðstöðu fólks um allt land til náms og símenntunar, 9 að fjárveitingar til Háskóla íslands og annarra skóla sem kenna á háskólastigi verði stórauknar, 9 að lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna verði ekki breytt á þann veg að þau skerði jafnrétti til náms, 9 að vinna gegn vígbúnaði og hernaðarbandalögum hvar sem er í heim- inum og standa vörð um mannréttindi, 9 að draga úr miðstýringu í íslensku samfélagi og auka valddreifingu þannig að þegnarnir hafi bein áhrif á stjórn þeirra mála sem snerta dag- legt líf þeirra. Hér á eftir fer stefna Kvennalistans í einstökum málaflokkum. 3


Stefnuskrá í landsmálum 1987

Year
1987
Language
Icelandic
Pages
52


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Stefnuskrá í landsmálum 1987
http://baekur.is/bok/66614bda-3f4f-411a-a471-edbb22aada63

Link to this page: (5) Page 3
http://baekur.is/bok/66614bda-3f4f-411a-a471-edbb22aada63/0/5

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.