loading/hleð
(21) Blaðsíða 17 (21) Blaðsíða 17
17 mína, sem hinn góða cngil heimilis mins og leiðar- stjömu mína? Öll von mín, öll framtíðargæfa mín liggur í fögru liöndunum yðar. Leyfið mjer að kyssa þessar hendur, leyfið mjer að túlka með orðum hina innilegu ást og hina djúpu virðingu, sem jeg ber fyrir yður. jljer eruð hugsjón lífs míns; gefið mjer jáyrði yðar og látið mig ekki örvænta. Yðar um cilífð Svar. (nafnið) Kæri vinur minn! Margfaldar þakkir fyrir hið fagra brjef yðar. En hversvegna spyrjið þjer? Hafið þjer ekki fyrir löngu sjeð, að sú hönd og það hjarta, sem þjer þráið, hefir aðeins iæðið þess orðs, sem þér nú hafið sagt, svo að það gæti orðið yðar um alla daga. Kæri vinur minn, jeg hefi elskað yður lengi, og jeg er sælasta manneskjan undir sólunni, nú þegar jeg hefi feng- ið að vita, að sú von og sú ósk, sem jeg bar í hjarta mínu, hefir ræst, og jcg fagna þvi, að eiga að ganga lífsleiðina með yður, sem eiginkona yðar. Yðar eilíflega (nafnið) 11. Ástkæra ungfrú! Hvernig á jeg að finna orð, sem geta lýst því, hve innilega kær þjer eruð mjer og hve mjög jeg elska yður. Já, kærasta ungfrú, jeg verð að segja yður þetta hispurslaust og blátt áfram, en það er alvara


Ástabrjef

Höfundur
Ár
1923
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ástabrjef
https://baekur.is/bok/44098f83-a3de-47f1-b3dd-bf398fcffb4d

Tengja á þessa síðu: (21) Blaðsíða 17
https://baekur.is/bok/44098f83-a3de-47f1-b3dd-bf398fcffb4d/0/21

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.