loading/hleð
(27) Blaðsíða 23 (27) Blaðsíða 23
23 16. Kæra ungfrú! Misvirðið ekki, að jeg dirfist að gera yður ónæði með þvi að senda yður þctta brjef, en jeg get ekki annað. Jeg get ekki lagt hömlur á hugsanir mínar. ■Teg' elska yður, ungfrú Katrin. Já, ástkæra Katrín, má jeg ekki nota þau orð? Frá því augnabliki að jeg sá yður í fyrsta skifti, fann jeg að jeg elskaði yður. Að sjá hina fögru mynd yðar var mín mesta gleði, mín æðsta sæla, og málrómur yðar var eins og fag- ur ómur í eyrum mínum. Skilnaðurinn eykur mátt kærleikans, og þrá mín eftir að sjá yður og heyra yður tala, á sjer engin takmörk. þessvegna bið jeg yður að senda mjer nokkrar línur og segja mjer, hve nær við gotum fundist aftur, og jeg fengið tækifæri til að segja yður, hve innilega jeg elska yður og hve sæl jeg mundi verða, ef þjer bænheyrðuð mig og yrðuð eiginkona min. Yðar þráandi vinur (nafnið) Svar. Kæri vinur! Ó, að jeg gæti lýst því, hversu innilega kær þjer eruð mjer, — en mig vantar orð til þess. Komið þjer og látið mig votta yður ást mina með hönd og munni. Jeg bið yðar með von og gleði. Yðar einlæg (nafnið)


Ástabrjef

Höfundur
Ár
1923
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ástabrjef
https://baekur.is/bok/44098f83-a3de-47f1-b3dd-bf398fcffb4d

Tengja á þessa síðu: (27) Blaðsíða 23
https://baekur.is/bok/44098f83-a3de-47f1-b3dd-bf398fcffb4d/0/27

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.