loading/hleð
(10) Blaðsíða 6 (10) Blaðsíða 6
6 getur alldrei tekifi neitt frá f)ví hjarta, sem elskar í guðs nafni, dauðinn gelur ekki slitið samband fieirra hjartna, sem eru sam- tengd í droltni, því guð lifir og börn hans lifa með honum beg- gjamegin grafarinnar. þér munuð sjá mig, sagði Jesus við sína harmþrúngnu lær- isveina, þessi orð rættust þegar þeir sáu hann, eptir þann sigur, sem hann vann yfir gröf og dauða. En gleði þeirra í hörmúngum og ofsóknum bar líka ljósan vott um það, að þeir voru sann- færðir um þeir myndu sjá hann aptur annars heims; það er ómögulegt að þeir sem lifa og elskast verði æfinlega aðskildir, við þú fullvissu styðst von kristins manns um sameininguna við frelsara sinn, og við hana styðst sú von guðhræddra ástvina, að þeir muni hittast aptur á landi friðarins, að kærleikurinn muni sam- eina þá aptur hjá uppsprettu kærleikans. þér munuð sjá mig. fetta blessaða orð, sem er svo huggunarríkt, hvenær sem ástvinir verða að skilja, hljómar líka til yðar frá þessum líkbörum, þér ást- vinir hinnar látnu. Að vísu getið þér ekki nú fylgt henni lengra en að grafarbarminum; þar skilja vegir hennar, sem nú hvílist eptir eríiðið, og yðar, sem eigið að vinna meðan dagurinn endist, en seinna munuð þér fylgja henni, ekki einungis í gröfina, heldur munu sálir yðar, er voru svo nátengdar hennar sál, fylgja henni til guðs; sjálfir frelsaðir hittið þér þá hina frelsuðu. Sannarlega verður skaminvinnur sjónarsviptir bættur að fullu, þegar þér sjáið hana og hún yður í guðs ríki. Sannarlega er það tilvinnandi að verða að þola sorg og söknuð, þegar þad gjörir yður hæfa til slíkra sainfunda. það er von hinnar önduðu að senn komið þér heim til hennar, og hið sama er von yðar; eri sú von, sem er studd við loforð guðs, verður ekki til skammar. það er þolanlegur söknuður, að vera á öðru fari en ástvinur vor, þegar vér erum vissir um að ná farsællega hinni sömu höfn á hinu eptir þreiða föðurlandi. það er að vísu sorglegt, að skilja við hjarlkæran vandamann á grafarbarminum, þar sem moldin hylur hann fyrir augum vorum, en þess gleðilegra verður það fyrir yður, að sjá hana í ljósinu, þegar skýið er burttekið, sem hylur sál hennar fyrir augum yðar, eins og það huldi Jesúm fyrir augum læris- veinanna, þegar hann varð uppnuminn til himins. Blessuð séu orð þín lausnari vor! því þau eru líf vort, þau koma ekki einungis inní sorgarhúsin, heldur líka inní hin særðu og sorgmæddu hjörtun, svo þúngi sorgarinnar kremji þau ekki til


Frú Guðrún Þorgrímsdóttir

Höfundur
Ár
1860
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Frú Guðrún Þorgrímsdóttir
http://baekur.is/bok/59fc5b4a-55b2-4aed-8f4c-9723a104aa95

Tengja á þessa síðu: (10) Blaðsíða 6
http://baekur.is/bok/59fc5b4a-55b2-4aed-8f4c-9723a104aa95/0/10

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.