loading/hleð
(16) Page 14 (16) Page 14
Grunnskólar í grunnskólunum er lagður grunnur að mennt- un barna okkar og ber okkur því skylda til að vanda til þess verks sem þar er unnið. Langt er frá að grunnskólalögum sé framfylgt og fjárveitingar til skólamála hafa verið skornar niður. Skólar eru margsetnir, skóladagur barna er víð- ast sundurslitinn, skólatími yngstu barnanna allt of stuttur og skortur er á skóladagheimilum. Börn í sveitum þurfa ýmist að fara langar leiðir til skóla eða dvelja fjarri heimili sínu hluta úr vetri allt frá 7 ára aldri. Kennslugögn vantar, bókasöfn eru víða ófullnægjandi og skólum mismunað eftir því hvar þeir eru á landinu. Veru- leg ástæða er til að óttast afleiðingar þess hve nemendur sæta mikilli mismunun vegna búsetu. Kvennalistinn leggur áherslu á að börnum og ungmennum verði gert kleift að stunda nám í sinni heimabyggð sem lengst. Mikilvægt er að skólum verði sköpuð skilyrði til að uppfylla skyldur sínar þannig að öllum börnum verði séð fyrir góðu uppeldi og grunnmenntun. 14


Stefnuskrá í landsmálum 1987

Year
1987
Language
Icelandic
Pages
52


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Stefnuskrá í landsmálum 1987
http://baekur.is/bok/66614bda-3f4f-411a-a471-edbb22aada63

Link to this page: (16) Page 14
http://baekur.is/bok/66614bda-3f4f-411a-a471-edbb22aada63/0/16

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.