loading/hleð
(26) Page 24 (26) Page 24
Landbúnaður íslenskur landbúnaður stendur á krossgötum. Stefnan sem fylgt hefur verið einkennist af fyrir- hyggjuleysi og skammsýni. Árum saman voru bændur hvattir til nýbygginga og aukinnar fram- leiðslu. Nú er framleiðslan of mikil og bændur of margir miðað við þarfir markaðarins. Stjórnvöld og forysta bænda hafa leitað lausna meira af kappi en forsjá. Því standa sveitirnar frammi fyrir enn meiri fólksfækkun og niðurskurði en áður hefur þekkst. Ríkisvaldið leigir og kaupir fullvirð- isrétt af bændum en það leiðir af sér skipulags- lausa fækkun þeirra óháð gæðum landsins og gerir jarðirnar verðlausar. Félags- lífi og menningu sveitanna er ógnað og kjör bænda eru alsendis óviðunandi. Samdráttur í búskap kippir stoðum undan atvinnulífi landsbyggðarinnar og leiðir til atvinnuleysis og enn meiri fólksflótta. Kvennalistinn leggur áherslu á nauðsyn þess að halda landinu í byggð. Við eigum að brauðfæða okkur sjálf eftir því sem hægt er. Til þess þarf öflugan og vel skipulagðan landbúnað sem tekur tillit til náttúru landsins, gæða þess og gagna og skapar gott mannlíf í sveitum landsins. Landbúnaðarmál eru ekkert einkamál bænda heldur mál allrar þjóðarinnar. Okkur ber að skila af okkur betra landi til komandi kynslóða. Til að svo megi verða þurfa íbúar landsins að taka höndum saman, þéttbýlið þarfnast sveitanna og sveitirnar þéttbýlisins. Við eigum að hugsa um hag heildarinnar, hag íslensku þjóðarinnar. 24


Stefnuskrá í landsmálum 1987

Year
1987
Language
Icelandic
Pages
52


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Stefnuskrá í landsmálum 1987
http://baekur.is/bok/66614bda-3f4f-411a-a471-edbb22aada63

Link to this page: (26) Page 24
http://baekur.is/bok/66614bda-3f4f-411a-a471-edbb22aada63/0/26

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.