loading/hleð
(6) Blaðsíða 4 (6) Blaðsíða 4
Launamál Konur bera nú uppi að miklu eða öllu leyti fjöl- margar starfsgreinar. Par er fyrst og fremst um að ræða störf sem lúta að umönnun, uppeldi og fræðslu svo og fiskvinnslu. Mörg þessara starfa unnu konur áður inná heimilunum en nú hafa þau færst út í atvinnulífið þar sem þau eru stór- lega vanmetin. Konur hafa haslað sér völl á öllum sviðum atvinnulífsins, en þær hafa hins vegar átt lítinn þátt í mótun þess — enda aldrei spurðar. Virðingarleysið gagnvart störfum kvenna kemur skýrt fram í því launamisrétti sem viðgengst á vinnumarkaðnum. Konur hafa árum saman barist fyrir mannsæmandi launum og launajafnrétti, þær hafa gripið til ýmissa ráða; aflað sér menntunar, unnið langan vinnudag, látið afkastahvetjandi launakerfi yfir sig ganga, gripið til hóp- uppsagna og verkfalla og svo mætti lengi telja en allt kemur fyrir ekki, þær lenda alltaf neðst. Setning laga um jafnrétti kynjanna árið 1976 hefur engu breytt um launamis- réttið sem konur búa við. Á síðustu árum hefur launabilið enn aukist og árið 1985 höfðu karlar 59% hærri laun á ársverk en konur. Það er engin lausn að beina konum í karlastörf, heldur ber að meta störf kvenna hvar sem þau eru unnin. Alltof margir og þá sérstaklega konur standa andspænis því í dag að lifa á launum sem opinberlega er viðurkennt að dugi ekki til framfærslu. Jafnvel á heimilum þar sem eru tvær fyrirvinnur, reynist almennu launafólki erfitt að ná endum saman. Barnmargar fjölskyldur og fjölskyldur einstæðra mæðra verða harðast úti í þeirri launastefnu sem hér ríkir. Laun fólks, jafnt kvenna sem karla, eiga að miðast við vinnuframlag þeirra sem einstaklinga en ekki hjúskaparstöðu. Matið á vinnuframlaginu verður að breytast ef laun kvenna eiga að verða sambærileg við laun karla. Vanmatið á kvennastörfunum veldur því að konur fá ekki það sem þeim ber fyrir störf sín sem eru í senn vandasöm og ábyrgðarmikil. Hingað til hafa karlar lagt mat á störf kvenna og samið um smánarlaun þeim til handa í kjarasamningum. Eina svar kvenna við því óréttlæti sem viðgengst í launamálum hér á landi er að taka málin í sínar hendur. 4
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Kápa
(52) Kápa
(53) Kvarði
(54) Litaspjald


Stefnuskrá í landsmálum 1987

Ár
1987
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
52


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stefnuskrá í landsmálum 1987
http://baekur.is/bok/66614bda-3f4f-411a-a471-edbb22aada63

Tengja á þessa síðu: (6) Blaðsíða 4
http://baekur.is/bok/66614bda-3f4f-411a-a471-edbb22aada63/0/6

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.