loading/hleð
(10) Page 6 (10) Page 6
6 andann um, að brjeíið hafi verið hripað í flýti og mest hugsað um það, að koma því af á sem stytst- um tíma. Geti maður ekki skrifað línurjett, er best að nota strykaðan pappír. Aldrei skyldi maður stryka papp- írinn sjálfur, heldur kaupa hann strykaðan. það er áferðarljótt að skrifa alveg út í brún á pappírnum. Gjarnan má skrifa út undir brún hægra megin. Vinstra megin, eða í línubyrjun, skal ávalt höfð 1% cm- breið spássía, sem verður að haldast jafn breið ofan frá og niður síðuna. Pappírsörkin og umslagið verður ávalt að vera vel hreint og aldrei má skrifa „Berist fljótt“ eða því líkt utan á umslagið. Gæta verður þess, að greinilega sje skrifað og bil milli orða sje alstaðar jafn langt, og þegar brjef er undirskrifað, er fallegast, að ekki sjeu hafðir nein- ir vafningar eða strvk kringum nafnið, heldur sje það skrifað jafn tilgerðarlaust eins og brjefið sjálft. Með öðrum orðum: Brjefið á að vera snyrtilegt og lýsa roglu og nákvæmni brjefritarans. Kasti maður höndum til brjefs, þá þýðir það, að maður virði lítils þann, sem brjefið er til. Notið aldrei of mörg orð í brjefum, en látið hugs- unina vera greinilega og skýra. Notið aldrei orðið „jeg“ í upphafi brjefs.


Ástabrjef

Author
Year
1923
Language
Icelandic
Pages
40


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Ástabrjef
https://baekur.is/bok/44098f83-a3de-47f1-b3dd-bf398fcffb4d

Link to this page: (10) Page 6
https://baekur.is/bok/44098f83-a3de-47f1-b3dd-bf398fcffb4d/0/10

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.