loading/hleð
(9) Blaðsíða 5 (9) Blaðsíða 5
Um brjefaskriftir. Ula stilað brjef hefir ávalt öfug áhrif við það, sem til var œtlast, og verða brjefaskriftir því að hlíta ákveðnum reglum. Meðal fyrstu skilyrðanna er það, að nota góðan pappír, gott blek og umslag, sem svarar til stærðar brjefsarkarinnar. Hún má aldrei vera stærri en svo, að komist verði af með að brjóta hana einu sinni eða tvisvar, og altaf í fjögra eða átta blaða broti. það er óhæfilegt að skrifa á stóra pappírsörk, brjóta hana þrisvar eða fjórum sinnum og setja hana í umslag, sem annaðhvort er of lítið eða of stórt. Örk- in og umslagið verða ávalt að svara hvort til ann- ars, og penninn, sem skrifað er með, verður að vera liðugur. Blátt bann á að liggja við blekklessum. þær eru ekki til prýði, þó að jeg reyndar geti huggað hjátrúarfulla mcy, sem setur blekklessu á pappírinn, með því, að það eigi að tákna gæfu. Aldrei má strika yfir orð eða skafa út í ástabrjef- um. það gefur viðtakandanum hugboð um, að hugs- anir brjefritarans hafi verið einhversstaðar annars- staðar en við brjefið. Ekki má skammstafa orð. það sannfærir viðtak-


Ástabrjef

Höfundur
Ár
1923
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ástabrjef
https://baekur.is/bok/44098f83-a3de-47f1-b3dd-bf398fcffb4d

Tengja á þessa síðu: (9) Blaðsíða 5
https://baekur.is/bok/44098f83-a3de-47f1-b3dd-bf398fcffb4d/0/9

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.