loading/hleð
(20) Blaðsíða 16 (20) Blaðsíða 16
16 vinkonur, var trygð hennar óslítandi, og hún vissi ekki hvaö gott hún vildi gjöra þeim. Við þá, sem voru í brauði hennar, og reyndust henni vel, var hún góð, vorkunlát, ræktarfull hússmóðir, og lét það í verki ásannast, einnig laungu eptir að þeir voru frá henni farnir; enda gaf Guð henni líka það lán, að eiga mörg góð hjú, og þau, sem seinast voru henni við hönd, eiga hvert með öðru innilegasta þakklæti skilið fyrir það, með hvílíkum fúsleika, góð- semi og nákvæmni þau stunðuðu hana á hennar banabeð. Ef ein- hverr hafði einhverntíma synt henni eitthvað gott, gat hún aldrei gleimt því, og hún vildi sannarlega vera öllum þeim góð, sem henni veru góðir, eins og líka, ef einhverr hafði gjört henni eitt- hvað ímóti, þá gat enginn veriö fljótari enn hún að gleima því, ef hún sá, að sá, sem brotið hafði, vildi hafa það ofgjört. Allt, sem vel fór, gladdi hana hjartanlega, allt sem fagurt var, sómasainlegt og gott, elskaði hún innilega, og hún hafði næman smekk, næma tilfinníng fyrir öllu, sem þar að laut, og það var hennar hálfa líf, að hafa allt íkríngum sig sem laglegast og þokka- legast. Hvar, sem hún varð vör við, eða hélt að byggi gott, guðrækilegt, kærleiksfullt hjartalag, þar drógst hún að, og eg held mér sé óhætt að segia, að hverr, sem vanðaður var, velþenkiandi og gáfaður, og einhver kynni hafði af henni, líka drógst að henni, því alt hennar tal var so vandað, viðfelðið, hreinskilið og skem- lilegt, hún í allri framgaungu og hegðan miög hæversk og siðlát, og það var eins og yfir yfirbragði hennar hvílði eitthvað eðallyndt og kvennlegt. þessvegna var hún líka strax, sem barn, í afhaldi hjá þeim, sem voru á sama heimili og hún, og þetta fylgði henni allt lifið, því hún átti alltaf því láni að fagna, hvar sem hún var, að hún var mjög vinsæl, svo eg held ei ofsagt, að hún hafi verið hvers manns hugljúfi, og eg veit ekki til, að nokkrum hafi nokkurn tíma verið illa við hana. Hún elskaði Guð af rót, og alt guðlegt var henni heilagt, og það var eins með þetta og annað, að hún lét sér annara um að vera, en að sýnast. Hve heitt hún elskaöi foreldra sina, hve góð og ræktarfull hún var við sina góðu, margreyndu inóður, við systkyni sín, við systurdóttur sína og aðra ættingia, það vita þau sjálf, og munu ekki gleima, eins og þau líka voru eins við hana, og hafa verið og munu verða, það er mín huggan, við hennar eptir lífanði ástvini.


Frú Guðrún Þorgrímsdóttir

Höfundur
Ár
1860
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Frú Guðrún Þorgrímsdóttir
http://baekur.is/bok/59fc5b4a-55b2-4aed-8f4c-9723a104aa95

Tengja á þessa síðu: (20) Blaðsíða 16
http://baekur.is/bok/59fc5b4a-55b2-4aed-8f4c-9723a104aa95/0/20

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.