loading/hleð
(18) Blaðsíða 18 (18) Blaðsíða 18
Fríkirkjan og tónlistin Þegar Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík hafði fengið eigin kirkju 1904 var strax hafist handa við að útvega orgel í kirkjuna og var keypt vandað orgel frá Danmörku sem tekið var í notkun 1906. Þar var um að ræða tiltölulega lítið orgel mið- að við stærð kirkjunnar en Fríkirkjan var þá stærsta kirkja landsins enda nánast helmingur Reykvíkinga á þessum tíma í söfnuðinum. Það er fróðlegt að velta því fyrir sér hvernig stóð á því að strax var hafist handa við að kaupa vandað orgel í kirkjuna en skýr- inganna er ekki eingöngu að leita í almennri tónlist- arvakningu sem átti sér stað hér á landi í roða nýrr- ar aldar heldur ekki síður í þeirri staðreynd að Frí- kirkjusöfnuðurinn í Reykjavík samanstóð á þessum árum að stórum hluta af fólki sem fluttist austan úr Árnessýslu. Um aldamótin 1900 var öflugt tónlistar- líf í Árnessýslu sem átti upphaf að rekja til dönsku verslunarinnar á Eyrarbakka og þeirrar tónmenning- arstarfsemi sem rekin var í Húsinu þar. Sunnlending- ar komust snemma í kynni við þessa menningu, til- einkuðu sér hana og breiddu út. Voru þar í farar- broddi Sigfús Einarsson, tónskáld og síðar Dóm- kirkjuorganisti í Reykjavík og þeir Selsbræður á Stokkseyri, Bjarni, Jón, Gísli og ísólfur Pálssynir, sem allir gegndu organistastörfum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Það er því Ijóst að margir af þeim sem gengu til liðs við söfnuðinn í öndverðu höfðu tölu- verða þekkingu á tónlist. Þeir bræður Jón og ísólfur Pálssynir gengu strax til liðs við Fríkirkjusöfnuðinn þegar þeir fluttu til Reykjavíkur og gegndi Jón Páls- son organistastörfum hjá Fríkirkjusöfnuðinum frá 1902-1915 fýrst í Góðtemplarahúsinu og síðan í kirkjunni eftir að hún reis. Ekki fara sögur af því að kirkjan hafi verið notuð mikið sem tónlistarhús á fýrstu tveimur áratugum síðustu aldar en straum- hvörf verða 1926 þegar tekið var í notkun nýtt af- burðagott orgel af Sauer gerð, 36 radda, smíðað í Frankfurt am Oder í Þýskalandi. Hér var um að ræða langstærsta orgel sem tekið hafði verið í notkun fram til þessa hér á landi og var reyndar stærsta org- el landsins þar til pípuorgel var tekið í notkun í Ak- ureyrarkirkju á sjöunda áratugnum. Það sem fýrst og fremst réði kaupum á orgelinu var að þá hafði tekið til starfa sem organisti við kirkjuna Páll ísólfsson og lagði söfnuðurinn kapp á að hann fengi sem full- komnast hljóðfæri í hendurnar. Orgelið var sniðið eftir því fræga orgeliTómasarkirkjunnar í Leipzig þar sem Páll hafði lært. Þessi kaup safnaðarins á orgelinu kunna m.a. að hafa ráðið því að Páll ísólfsson ákvað að starfa hér á landi í stað þess að setjast að erlend- is en hann var þegar á þessum tíma talinn í hópi fremstu organista í heiminum. Þannig má segja að orgelkaupin hafi markað afgerandi spor í íslenskt tónlistarlíf en eins og alþjóð veit var Páll einn af Uppsetning orgelsins var mikil framkvæmd. brautryðjendum á því sviði hér á landi og réði um margra áratuga skeið miklu um tónlistarmál í land- inu. Eftir að nýja orgelið kom hóf Páll reglubundið tón- leikahald, sem setti svip sinn á bæjarlífið í Reykjavík, og enn eru á lífl menn og konur sem minnast þessara tónleika sem sérstakra ánægju- og yndisstunda en tónleikar þessir voru fjöl- sóttir og kirkjan oftast full- setin. Einnig hófust tónleikar á vegum annarra og voru nokkur af helstu stórvirkj- um tónbókmenntanna frumflutt hér á landi í Fríkirkj- unni m.a. á vegum Páls ísólfssonar og Viktors Urbancic og má þar m.a. nefna Jóhannesarpassíu Bachs og Messías eftir Hándel. Á næstu áratugum varð Fríkirkjan eitt aðal tónlistarhús landsins enda hljómburður með afbrigðum góður í kirkjunni og kirkjan tiltölulega stór en hún tók 600-700 manns í sæti. Páll ísólfsson starfaði í Fríkirkjunni til 1939 er hann tók við embætti Dómorganista eftir sviplegt fráfall frænda síns Sigfúsar Einarssonar en af Páli tók við Sigurður G. ísólfsson, bróðir hans, og gegndi hann starfinu til 1983 en hafði áður gegnt aðstoðar- organistastarfi frá 1932. Samanlagður starfstími Sig- urður sem aðstoðarorganista- og organista við kirkj- una spannaði því rúma hálfa öld. Sigurður hélt áfram reglubundnu tónleikahaldi en þó með öðru sniði þar sem kirkjukórinn tók meiri þátt í því en verið hafði. Fríkirkjukórinn var talinn í röð allra fremstu kóra á landinu undir stjórn þeirra bræðra Páls og Sigurð- ar og voru í kórnum margir af fremstu söngvurum landsins í þá tíð.Var við brugðið hversu mikla tryggð kórfólkið sýndi kirkjunni og organistunum. Þegar Sigurður lét af störfum tók Pavel Smíd við organistastarfinu og fljótlega eftir að hann tók við störfum var ráðist í miklar endurbætur á orgelinu en það hafði verið loftknúið fram til þessa og á árinu 1985 var orgelinu breytt og er nú rafknúið. Ein af mestu gersemum Fríkirkjunnar er orgelið frá 1926 en það er að mestu leyti óbreytt frá því sem það var upphaflega þó með þeim breytingum sem gerðar voru 1985. Fróðir menn telja að um sé að ræða einstakt hljóðfæri og e.t.v. hið eina sem eftir er sinnar tegundar í heiminum. Það er því afskaplega mikilvægt að það lánist að halda orgelinu sem mest í upprunalegri mynd en stjórn og starfsmönnum safn- aðarins hefur tekist það til þessa og verður svo von- andi um ókomin ár. í dag sem fýrr er Fríkirkjan hið ágætasta tónlistar- hús ekki síst eftir að trébekkir voru settir í hana á ný þar sem hún hefur með þeim fengið sinn gamla hljómburð og hefur kirkjan alla burði til þess að þjóna því hlutverki sem hún gerði á fýrri hluta síð- ustu aldar að vera eitt af helstu tónlistarhúsum Reykjavíkurborgar enda er leitað í ríkari mæli eftir að fá að nota kirkjuna í þeim tilgangi. Ingimar Sigurðsson. Illl Páll Isólfsson við orgelið og með söngfólki, líklegast fyrir 1929. Þekkir þú einhvern hér? Sigurður ísólfsson með kórfólki sínu. Þekkir þú einhvern á þessari mynd? 18 Fríkirkjan í Reykjavík


Fríkirkjan í Reykjavík

Ár
2004
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Fríkirkjan í Reykjavík
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8

Tengja á þessa síðu: (18) Blaðsíða 18
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8/0/18

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.