
(8) Blaðsíða 8
Mikil fjölgun í skugga mismununar
að eru stór tímamót að verða aldargamall. Frí-
kirkjusöfnuðurinn í Reykjavík fagnaði aldar af-
mæli fyrir ekki margt löngu og nú er kirkju-
byggingin okkar orðin hundrað ára líka.
Það þykir afar hár aldur á manneskju að ná því að
lifa í heila öld, en það er líka hár aldur hjá trúfélagi,
þótt félög geti eðli sínu samkvæmt orðið miklu eldri
en menn.
Til að trúfélag geti náð svo háum aldri þarf nokk-
uð til. í fyrsta lagi þarf tilgangur og starf félagsins að
vera þess eðlis að stöðug þörf sé fyrir það og áhugi
á að taka þátt í störfum þess, óháð tíma og tíðar-
anda. ( öðru lagi þarf félagið að vera lifendi og taka
breytingum í samræmi við breytt viðhorf samfélags-
ins sem það starfar í. í þriðja lagi þarf félagið á góð-
um og áhugasömum konum og körlum að halda sem
drífa félagið áfram, viðhalda lífsanda þess og gildir
einu hvort um launaða starfsmenn eða sjálfboðaliða
er að ræða.
Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík hefur átt því láni
að fagna að slíkt fólk hefur borið starfið í meira en
heila öld. Hann á líka því láni að fagna að forstöðu-
maður hans nú, séra Hjörtur Magni Jóhannsson er
slíkur maður. Sama er að segja um aðra starfsmenn
safnaðarins og ef það hefur einhvern tíma átt við að
segja að það sé valinn maður í hverju rúmi, þá á það
við um þennan hóp. Fyrir þetta ber að þakka og þeim
þökkum er komið á framfæri hér.
Um leið ber að þakka öllum þeim sem tekið hafa
virkan þátt í starfi safnaðarins í heila öld og skilað
honum lifandi og sterkum til okkar. Sumir af þessu
gengna öndvegisfólki reistu kirkjuna okkar við tjörn-
ina fyrir hundrað árum. Aðrir byggðu prestbústað-
inn sem enn stendur við Garðastræti. Þetta var af-
reksfólk og ósérhlífið, sem kom að þessum bygging-
um með beinni þátttöku, sjálfboðavinnu og fjárfram-
lögum. í dag er Fríkirkjan ómissandi í ímynd Reykja-
víkur, eitt af kennileitunum sem allir vita hvar er og
setur sinn fagra svip á umhverfi Tjarnarinnar og um
leið miðborgar Reykjavíkur.
Grettistaki lyft
Enn einu Grettistaki var lyft árið 1991 þegar lok-
ið var við byggingu safnaðarheimilis Fríkirkjunnar að
Laufásvegi 13. Þetta glæsilega hús hýsir samkomu- og
fundasali á I. og 3. hæð, skrifstofur safnaðarins á 2.
hæð, en þar er líka falleg kapella þar sem athafnir og
bænastundir fara fram. Sú fallega hefð hefur myndast
að þar kemur fólk saman til kyrrðarstundar í hádeg-
inu hvern miðvikudag. Þessar kyrrðarstundir eru öll-
um opnar og allir eru velkomnir.Að öðrum ólöstuð-
um vil ég nefna tvö nöfn sem lögðu mikið til bygging-
ar safnaðarheimilisins, en það eru Einar Kristinn
Jónsson þáverandi formaður safnaðarstjórnar og
Guðmundur Gunnlaugsson arkitekt, en hann gaf alla
vinnu sína við hönnun hússins. Með þessu er ekki
kastað rýrð á hlut annarra, því að fjölmargir lögðu
byggingu hússins lið af mikilli ósérhlífni án þess að
þiggja nokkra umbun í staðinn. Það verður seint
þakkað til fulls.
Um miðjan tíunda áratuginn var ráðist í miklar
endurbætur á kirkjunni okkar. Þegar á reyndi urðu
þessar endurbætur allmiklu dýrari en búist hafði ver-
ið við. Endurbæturnar tókust afar vel og skartar
kirkjuskipið, kórinn og ytra byrði kirkjunnar sínu feg-
ursta. Um svipað leyti og ráðist var i þessar endur-
bætur var tekin ákvörðun um að selja prestbústað-
inn við Garðastræti. Fór allt andvirði Garðastrætis-
ins í endurbæturnar. Þrátt fýrir stuðning Borgarinnar
og sumra þeirra sjóða sem við leituðum til, hrökk sá
góði stuðningur hvergi nærri til. Þess vegna var geng-
ið á eigið fé safnaðarins. Fríkirkjan á ekki aðgang að
digrum sjóðum kirkjuarfleifðarinnar á íslandi. Þeir
hafa verið vistaðir hjá þjóðkirkjunni. Allt starf Frí-
kirkjunnar, þar með talið viðhald okkar dýrmætu
kirkju er að mestu greitt af safnaðargjöldum, sem er
nánast eini tekjustofn Fríkirkjunnar. Þrátt fýrir að
endurbætur tækjust vel tókst ekki að klára þær
vegna fjárskorts. Eftir er að endurnýja hitakerfi kirkj-
unnar, endurbyggja fordyri hennar og hliðarbygging-
arnar sitt til hvorrar handar við fordyrið. Þetta er
brýnt verkefni og má ekki bíða mikið lengur.
Fækkun - fjölgun
Eitt sinn var um helmingur íbúa Reykjavíkur í Frí-
kirkjusöfnuðinum. Söfnuðurinn hefur notið skins og
þolað skúrir á langri ævi. Þeir tímar gengið yfir, að
skuggi hefur grúft yfir, en söfnuðurinn hefur ávallt
komið heill og sterkari út úr skugganum og notið
Ijóssins, Ijóss þess afls sem trúin ein getur gefið. Nú
um langt skeið hefur ríkt eindrægni og friður um
starf safnaðarins og telur hann nú um hálft sjöunda
þúsund félaga. Undanfarin ár hefur ekkert annað trú-
félag átt jafnmikilli fjölgun félaga að fegna og Frí-
kirkjusöfnuðurinn. Við erum að sjálfsögðu ánægð
með það og um leið þakklát. Þessi fjölgun hefur átt
sér stað, þrátt fýrir þá fjárhagslegu mismunun trúfé-
laga sem hér ríkir og erfitt er að trúa að hafi komist
á nema fyrir slys og misskilning, sem auðvitað er
brýn nauðsyn að leiðrétta nú þegar. Þessa velgengni
eigum við fyrst og fremst að þakka þessu góða fólki,
séra Hirti og samstarfsfólki hans, en þeim hefur tek-
ist undir forystu hans að auka trúverðugleika Frí-
kirkjusafnaðarins í Reykjavík, sem lifandi trúfélags
með tilgang og markmið sem eiga svo sannarlega
heima í þjóðfélaginu, þjóðfélagi dagsins í dag hér í
henni Reykjavík og reyndar um ísland allt. Þetta hef-
ur þeim tekist með því að halda uppi öflugu starfi
þrátt fyrir að vera fáliðuð, sem helgast af takmörk-
uðum tekjum safnaðarins.
Um svipað leyti og byggingu safnaðarheimilisins
lauk var loksins aflétt þeirri sérkennilegu reglu, að
Fríkirkjufélagar sem fluttu búferlum út fýrir Reykja-
vík væru skráðir úr Fríkirkjusöfnuðinum og í þá
þjóðkirkjusókn sem þeir fluttu í. Afleiðing þessarar
reglu er sú að margir sem telja sig vera í Fríkirkjunni
eru kannski skráðir í þjóðkirkjuna. Ég hvet alla sem
flutt hafa lögheimiii sitt úr Reykjavík um lengri eða
skemmri tíma, þó ekki sé nema vegna náms t.d. í út-
löndum til að athuga trúfélagaskráningu sína hjá Hag-
stofu íslands. í framhaldi af þessu má velta því fýrir
sér sem oft hefur verið státað af í ræðu og riti, auk
þess sem allir leiðsögumenn erlendra ferðamanna á
íslandi klifa stöðugt á, að 85% íbúa landsins séu í
þjóðkirkjunni. Af hverju? Jú! Það er vegna þess að
barn er skráð í það trúfélag sem móðir þess er í við
fæðingu, sjálfvirkt og án þess að hugsun eða ákvörð-
un liggi að baki. Einu sinni voru allir í þjóðkirkjunni
samkvæmt lagaboði, þannig að hún hefur gífurlegt
forskot umfram aðra söfnuði. Með aukinni menntun
almennings og því, að um leið verður fólk meðvit-
aðra um þjóðfélagið sem það lifir í, vaknar sú spurn-
ing hvort fólki sé almennt sama um í hvaða trúfélagi
það sé. Skiptir það engu máli? Er ekki rétt að skoða
umhverfl sitt í þessu efni og taka síðan meðvitaða
ákvörðun um það hvaða trúfélagi maður vill tilheyra?
Hefur þú, lesandi góður, leitt hugann að þessu? Frí-
kirkjan í Reykjavík er ekki sértrúarsöfnuður. Hún er
lifandi og kröftugt evangelískt lúterskt trúfélag sem
byggir á rúmlega 100 ára traustum grunni. Trúfélag
sem býður þig velkominn til beinnar þátttöku í mál-
efnum og starfí félagsins þér og fjölskyldu þinni til
heilla. í Fríkirkjunni skiptir þú máli. I Fríkirkjusöfnuð-
inum hefur fjölgun félaga verið mest allra trúfélaga á
undanförnum árum. Ætli það sé tilviljun? Ég held
ekki. Það er vegna þess að Fríkirkjuhugsjónin er í
takt við hugsunarhátt og lífsstíl nútíma (slendinga.
Fólks sem vill hafa bein áhrif og taka sjálft ákvarðan-
ir um líf sitt og tilveru.
Megi Fríkirkjan í Reykjavík life og dafna um ókom-
na tíð og sjá önnur hundrað ár og svo aftur hundrað,
þótt við verðum gengin til samvistar við almættið.
Guð gefi að okkur takist að skila Fríkirkjusöfnuðin-
um öflugri en nokkru sinni fyrr í hendur komandi
kynslóða.
Magnús Axelsson
formaður safnaðarráðs.
Kvenfélag Fríkirkjunnar
Samheldni og vinátta
I trúarstyrk mörg dáð er drýgð,
þar drottins fagna sveitir.
Og kirkjan sinni köllun vígð
á kraft, sem sigur veitir.
Því kær svo mörgum kirkjan er
með kærleiksrödd svo blíða,
þar menn í félög fylki sér
að fegra hana og þrýða.
Þannig var kveðið til Kvenfélagsins á 50 ára af-
mæli félagsins. Árið 1906 þann 6. mars var kvenfé-
lagið stofnað, en skömmu eftir stofnun safnaðar-
ins.gengust nokkrar áhugasamar konur fyrir stofn-
un félags til styrktar kirkjubyggingu og safnaðar-
starfi.
Fyrstu fundir félagsins voru haldnir í Bárunni, síð-
an á Skjaldbreið og Hótel Reykjavík. En lengst af
voru fundirnir haldnir í Iðnó. Hér er ekki tækifæri
til að telja upp allar þær mætu konur, sem tekið
hafa þátt í félagsstarfinu, en þar hafe margar unnið
kærleiksrík störf, eins og sjá má í gerðarbókum fé-
lagsins. Árið 1910 gaf félagið fjárupphæð til Vífils-
staðahælis og 5 árum síðar til Landspítalastofnunar.
Þegar Eimskipafélag íslands hf var stofnað, varð
Kvenfélagið þátttakandi í stofnun þess.Á fyrsta ára-
tug í starfi félagsins má einnig sjá að fegrun kirkj-
unnar og þátttaka í safnaðarstarfinu, hafe verið að-
almarkmið félagsstarfsins, svo og að styrkja líknar-
mál. Með þessi markmið að leiðarljósi, hafa kven-
félagskonur starfað í 98 ár og í þeim anda mun
áfram verða unnið. Á tæpri öld, í starfi félagsins,
hefur ríkt samheldni og einlæg vinátta meðal félags-
kvenna.Við horfum til framtíðar með miklar vænt-
ingar og vonir um áframhaldandi öflugt og gæfuríkt
starf.Á þessum tímamótum óskar kvenfélagið söfn-
uði sínum allra heilla og biður Guð að blessa fram-
tíð hans.
Kvenfélagskonur
8
Fríkirkjan í Reykjavík
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Kvarði
(34) Litaspjald
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Kvarði
(34) Litaspjald