
(11) Blaðsíða 11
Fríkirkjuprestur Hjörtur Magni og eiginkona hans Ebba Margrét.
trúfélagi þ.e.a.s. ríkiskirkjunni og þangað runnu trúfé-
lagsgjöldin jafnt og þétt.
Hvað olli? Jú það hafði verið gefin út auglýsing.
Fjármálaráðherra í samráði við kirkjumálaráðuneyt-
ið birti litla auglýsingu sem sárafáir tóku eftir en olli
aftur á móti straumhvörfum í trúfélagaskráningu í
landinu. Hún fól það í sér að ef Fríkirkjufólk flutti lög-
heimili sitt út ákveðin landfræðileg mörk þá var það
sjálfkrafa tekið af skrá síns trúfélags en sett í þá land-
fræðilega afmörkuðu þjóðkirkjusókn sem það flutti í.
Nú ef fólkið flutti síðan til baka í sitt gamla hverfi þá
var það ekki aftur skráð í Fríkirkjuna heldur í
tilheyrandi þjóðkirkjusókn. Ljóst er að þjóðkirkju-
stofnunin hagnaðist heilmikið á þessu. Líklegt er að í
dag myndi slíkur gjörningur flokkast undir mannrétt-
indabrot. Með þessum „sjálfvirka hætti“ voru þús-
undir teknar af skrá Fríkirkjunnar og enn þann dag í
dag eru þeir fjölmargir sem telja sig vera á skrá Frí-
kirkjunnar en eru það ekki í raun. Þessu var ekki
breytt fyrir en árið 1991 eftir mikinn þrýsting frá Frí-
kirkjufólki.
Ástæðan sem gefin hefur verið fýrir þessari
auglýsingu er sú að það þurfti að finna einhverja leið
fyrir ríkiskirkjuna til að skipta Reykjavík upp í land-
fræðilega afmarkaðar sóknir.
Slík sóknarmörk eru leifar af stjórnunar- og valda-
kerfi miðaldakirkjunnar og hafa í raun lítið sem ekk-
ert með kristni eða trú að gera. Þau eiga ekki leng-
ur við í nútíma borgarsamfélagi og víða í evrópskum
borgum hafa þau verið aflögð fyrir löngu. A.m.k.
eru það einmitt sjálfir prestar þjóðkirkjunnar sem í
sínum störfum fara fremstir í því að vanvirða og rjúfa
þau sóknarmörk.
Framtíðarfyrirkomulag
trúmála á Islandi
Kirkjumálaráðherra Björn Bjarnason segir í loka-
orðum sínum „Við upphaf 21. aldar er ekki síður
mikil gerjun í íslensku þjóðlífi en var fyrir 100 árum
og nú ekki síður en þá hafa frjálslynd sjónarmið um
minni hlut ríkisvaldsins í lífi þjóðarinnar fengið braut-
argengi. Enginn vafi er á því, að eftir eina öld verður
litið til breytinga samtímans til aukins frjálsræðis
með jafnmiklu stolti og litið er til þess, sem gerðist
fyrir 100 árum. Ég óska Fríkirkjusöfnuðinum í
Reykjavík til hamingju á þessum tímamótum, fullviss
um, að hann mun enn um langan aldur setja sterkan
svip á trúarlíf þjóðarinnar".
í dag úti í hinum stóra heimi er kristni mjög víða í
miklum blóma og í örum vexti. Þetta á við í flestum
Trúarskrefið sem þjóðkirkjustofn-
unin hefur nú ekki næga trú til að
taka, tók Fríkirkjan í Reykjavík fyr-
ir meira en hundrað árum. Það á
ekki að refsa henni fyrir það eins
og nú er gert.
heimsálfum nema í Evrópu. I Evrópu hafa ríkiskirkjur
haft slævandi og deyfandi áhrif á trú fólks enda hefur
fækkað í þeim jafnt og stöðugt alla síðustu öld. Ná-
lægð ríkiskirkjustofnanna við veraldlega valdið, þátt-
taka þeirra í styrjöldum og ýmiskonar kúgunaratferli
í gegnum aldirnar hefur rænt ríkiskirkjurnar öllum
trúverðugleika og vægi í hugum fólks. Því eru ríkis-
kirkjur á hröðu undanhaldi víðast hvar í Evrópu og
almenningur hefur mikla fýrirvara gagnvart kirkju-
stofnunum og þeirra hefðum.
Undanfarin ár hefur verið unnið að aðgreiningu
kirkjustofnunarinnar frá íslenska ríkinu. Það er í fullu
samræmi við eðlilega lýðræðisþróun og framgang
kristinnar kirkju í heiminum í dag.
Stofnunin setur traust sitt á ríkið í stað
þess að treysta á verkun Guðs anda í söfn-
uðunum og í samfélaginu.
En í dag halda forsvarsmenn þjóðkirkjunnar því nú
fram að hér á landi sé alls enga ríkiskirkju að finna
lengur. Því er einnig haldið fram af forsvarsmönnum
þjóðkirkjunnar að hún sé sem hvert annað trúfélag
og að nú sé svo til alveg skilið á milli ríkis og kirkju
og að öll kristin trúfélög sitji nú við sama borð.
En sá veruleiki sem við blasir er allt annar. íslenska
þjóðkirkjustofnunin gerði samning við ríkið um hinn
kirkjusögulega arf Islendinga. Milljarðar króna streyma
því inn í stofnunina ár hvert auk þeirra milljarða sem
stofnunin fær árlega sem trúfélagsgjöld. Þjóðkirkju-
stofnunin sem þannig hvílir í faðmi ríkisins og er á
framfærslu ríkisins meinar nú Fríkirkjunni og öðrum
frjálsum kristnum trúfélögum aðgang að sínum kirkju-
sögulega arfi og hagar sér því nákvæmlega eins og sú
miðalda valdastofnun sem Marteinn Lúter barðist svo
ötullega gegn á sínum tíma. Stofnunin setur traust sitt
á ríkið og veraldlega valdið í stað þess að treysta á
verkun Guðs anda í söfnuðunum og í samfélaginu.
Samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins.
Fríkirkjan í Reykjavík hefur lifað og starfað sem
evangelísk lútersk kirkja í rúma öld. í 62. gr. stjórnar-
skrárinnar segir „Hin evangelíska lúterska kirkja skal
vera þjóðkirkja á [slandi, og skal ríkisvaldið að því leyti
styðja hana og vernda."
Fríkirkjan í Reykjavík hefur verið evangelísk lút-
ersk frá upphafi og aldrei ætlað sér að vera neitt
annað. Hún fer ekki fram á forréttindi en hún vænt-
ir þess að fá að njóta jafnræðis og lýðræðis í anda
kristinnar boðunar og íslenskrar stjórnarskrár.
Framhald á næstu síðu.
Fríkirkjan í Reykjavík
11
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Kvarði
(34) Litaspjald
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Kvarði
(34) Litaspjald