loading/hleð
(3) Blaðsíða 3 (3) Blaðsíða 3
Prestar Fríkirkjunnar í Reykjavík í heila öld Sr. Lárus Halldórs- son var fyrsti prest- ur Fríkirkjunnar og þjónaði henni þrjú fyrstu árin frá 1899 — 1902. Sr. Lárus var mikill eldhugi og hugsjónamaður og gaf út vandað guð- fræðitímarit, Fríkirkj- una í þrjú og hálft ár. Hann var fæddur 10. janúar árið 1851 á Hofi íVopnafirði, N- Múl., dáinn 24. júní 1908 í Reykjavík. Lárus hafði áður verið prófastur og alþingismaður. Einnig stýrði hann lengstum ásamt öðrum Aldar- prentsmiðju. Sr. Kristján Róberts- son var fimmti prest- ur Fríkirkjunnar og þjónaði henni frá 1978 — 1982. Hann var fæddur 29. apríl 1925 á Hallgilsstöð- um í Fnjóskadal, Hálshr., S-Þing. Sr. Kristján hefur kennt víða og þjónað mörgum söfnuðum bæði hér á landi sem og vestanhafs. Sr. Ólafur Ólafsson Sr. Gunnar Björns- — var annar prestur son var sjötti prestur Fríkirkjunnar og Fríkirkjunnar og • þjónaði henni frá Wr þjónaði henni frá 1902-1922. 1982 — 1989. Hann Hann var áhrifámikill var fæddur 15. októ- WBKF W w&œc gÉÉfi ■ í starfi og litríkur ber 1944 í Reykjavík. predikari og í hans w- y Sr. Gunnar var í ára- ifÆ; WlF tíð fjölgaði mjög í Frí- tug sellóleikari í Sin- kirkjunni. Sr. Ólafur •' fóníuhljómsveit ís- mJ var fæddur 24. sept- lands. Hann hafði Bp; • ’k- ember 1855 í Viðey, WiÉ áður verið prestur í dáinn 26. nóvember Bolungarvík. í dag er 1937 í Reykjavík. sr. Gunnar sóknar- - \ / Ólafur hafði áður ▲ prestur í Selfoss- híáíífl' : m.a. verið prestur í Arnarbæli í Ölfusi. Hann var alþingismaður og beitti sér mjög fyrir alþýðufræðslu og réttindum kvenna. Hann þjónaði einnig Fríkirkjunni í Hafnarfirði sem forstöðumaður og prestur frá stofnun hennar 1913 - 1930. Sr. Árni Sigurðsson var þriðji prestur Fríkirkjunnar og þjónaði henni frá 1922 og gegndi því starfi allt til æviloka 1949. Sr.Árni helgaði Fríkirkjunni alla sína starfskrafta og starf- aði aldrei við aðra kirkju og var hann almennt mjög virtur og dáður í sínu starfi. Hann var fæddur 13. september 1893 í Gerðiskoti í Sand- víkurhr., Árn., dáinn 20. september 1949 í Reykjavík. prestakalli. Sr. Cecil Haraldsson var sjöundi prestur Fríkirkjunnar og þjónaði henni frá 1988 — 1997. Hann var fæddur 2. febrúar 1943 í Stykkishólmi. Sr. Cecil hefur kennt víða. Hann var vígður til prestsþjónustu í Svíþjóð og þjónaði þar um tíma. Hann er nú sóknarprestur í Seyðisfjarðarpresta- kalli og vinnur þar einnig að bæjar- stjórnarmálum. Sr. Þorsteinn Björns- son var fjórði prest- ur Fríkirkjunnar og þjónaði henni farsæl- lega frá 1950 — 1978 eða í 28 ár og var einnig almennt mjög virtur og dáður í sínu starfi. Hann var fæddur I. júlí 1909 í Miðhúsum í Gerða- hr., Gullbr., dáinn 7. febrúar 1991 í Reykjavík. Sr. Þor- steinn hafði áður verið prestur í Ár- nesprestakalli og í Sandaprestakalli í Dýrafirði. Sr. Hjörtur Magni Jó- hannsson er núver- andi prestur Fríkirkj- unnar og hefur þjón- að henni frá 1998. Hann er fæddur 18. apríl 1958 í Keflavík á Suðurnesjum. Hjört- ur Magni var áður prestur í Útskála- prestakalli. Fríkirkjan í Reykjavík Laufásvegi 13, 101 Reykjavík Sími 552-7270 Bréfsími: 552-7287 Netfang:frikirkjan@frikirkjan.is Vefsíða: www.frikirkjan.is Forstöðumaður og prestur: Hjörtur Magni Jóhannsson Viðtalstíma eftir samkomulagi. Hátíðarrit Útgefandi Fríkirkjan í Reykjavík Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hjörtur Magni Jóhannsson Tónlistarstjórar Carl Möller Anna Sigríður Helgadóttir Kirkjuvörður og safnaðarstarfsmaður Ása Björk Ólafsdóttir guðfræðinemi og formaður Félags Guðfræðinema. Safnaðarráð Fríkirkjunnar í Reykjavík starfsárið 2003 -2004 Aðalmenn Magnús Axelsson formaður Þórunn Sigurðardóttir varaformaður Jón K. Guðbergsson gjaldkeri Eggert Gunnarsson ritari Ingunn Hafdís Þorláksdóttir meðstjórnandi Óskar Þór Nikulásson meðstjórnandi Ragnhildur Hjaltadóttir meðstjórnandi Varamenn Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir Friðjón Hólmbertsson Ingi Þór Emilsson Þakkir þeim sem styrktu útgáfu þessa blaðs. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík þakkar af heil- um hug, öllum þeim sem hafa af örlæti sínu styrkt útgáfu þessa blaðs, með styrktarlínum og beinum fjárframlögum. Það felst í því styrkur og hvatning að vita af svo mörgum í söfnuðinum og einnig mörgum velunnurum hans, sem eru reiðubúnir að styrkja starf okkar með beinum hætti.Við biðjum þeim öllum blessunar. Þá þökkum við fyrir þolinmæðina sem okkur hefur verið sýnd og það traust sem við höfum notið. Nú þegar blaðið lítur dagsins Ijós, við lok þessa afmælisárs kirkjubyggingarinnar okkar, von- um við að lesendur blaðsins finni í því nokkurn fróðleik um Fríkirkjusöfnuðinn í Reykjavík, sögu hans, tilvist og hugsjónir. Með kærri kveðju. Guð blessi ykkur öll. Ritnefndin. Fríkirkjan í Reykjavík 3


Fríkirkjan í Reykjavík

Ár
2004
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Fríkirkjan í Reykjavík
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8

Tengja á þessa síðu: (3) Blaðsíða 3
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8/0/3

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.