loading/hleð
(14) Blaðsíða 8 (14) Blaðsíða 8
Skal nú vikið nánar að einstökum heimildum. Nokkrir máldaganna eru frá kirkjum sem einnig áttu refla á fyrri hluta aldarinnar. Að Ámesi í Trékyllisvík er 1397 eins og um 1327 skráður fom refill, og aö Söndum í Dýrafirði eru þá fjórir reflar, en voru þrír hálfri öld áður." Sauöanesmáldagi 1360-1389 nefnir að því er álíta verður sömu tvo refla, sextán og tólf álna, og skráðir vom árið 1344, en í máldaga frá 1394 eru aö Sauðanesi sagöir "reflar med dvkum vm alla kirkiv.',u Tveir máldagar hafa varðveist frá Höskuldsstööum, frá 1394 og 1395 - sá síöari vígslumáldagi - og segir í þeim fyrri aö séra Þórður hafi iagt tii "ij. reffla xl. alna sæmiiiga vm frammkyrckiu;" er þess einnig getiö í síðari máldaganum, en þó hvorki um tölu þeirra né ástand.“ í hvomgum þessara máldaga er hins vegar minnst á refilinn sem kirkjunni var gefinn um 1330-1340. Séra Þóröur, er lagði til reflana tvo, var Þóröarson (d. 1403), prestur að Höskuldsstöðum, Hólaráðsmaður, officialis og prófastur í Húnavatnsþingi, talinn auöugur vel." Fleiri lögöu kirkjum til refla á þessu tímabili. í vígslumáldaga Engeyjarkirkju frá 1379 segir að "hvstrv Margret Ozvrardotter" leggi til kirkjunnar ásamt margvíslegum skrúða öðrum "refla vm korinn med glitudum dukvm."* Var Margrét kona Ivars Vigfússonar Hólms eldra, hiröstjóra (d. 1371); bjuggu þau á Strönd í Selvogi, en þó lengst af á Bessastöðum.” í Vilchinsbók 1397 er I sex tilvikum getiö nafngreindra manna er lögðu kirkjum til refla. Guðmundur Þorgeirsson, er átti Teig í Fljótshiíð, lét gera upp kirkjuna þar og lagöi henni þá með öðru til refil "vij alna."50 Þuríöur Kolbeinsdóttir gaf Áskirkju í Holtum 'Viij. alna refil nyjann vmm korinn," en kirkjan átti fyrir þrjá refla,51 og Halldór Helgason, er hafði látið gera upp kirkjuna að Stóranúpi, lagði henni til "refuil nyiann med nyium dvk xiiij alna langur."52 Þá segir í Viichinsbók frá því að Ormur bóndi hafi lagt til kirkju aö Skarði á Skarðsströnd "refil sæmiligann vij aina lángann;" var þaö Ormur lögmaöur Snorrason, auömaður mikill er bjó á Skaröi á seinni hluta aldarinnar og enn var á lífi 1401.53 Ennfremur lagöi Filippus bóndi Þorieifsson til Reykhólakirkju "refil nyann xix alna langann," og Vilborg Benediktsdóttir gaf kirkjunni að Bæ á Rauöasandi ýmsar gjafir, meðai annars refil.!‘ Geta má þess að í flestum tilvikum eru reflar aðeins hluti af dýrmætum skrúða af ýmsu tagi sem kirkjur eignuðust með þessum hætti. í heimildum frá þessum tíma er, eins og sjá má, talsvert víða getið um lengd refla. Auk þeirra sem þegar er frá sagt, var á Staðarbakka 1360-1389 "Refuill. x. alna," og er hann nefndur aftur í máldaga frá 1399.55 Á Hólum í Hjaltadal, biskupssetrinu, voru 1374 "forner Reflar goder atta alnum faatt j tuau hundrud alna," og auk þess "stofureflar tuæir storer," en 1396 voru þar "Reflar hundrat alna" og einn "Refuill nyþeladr."54 Samkvæmt Vilchinsbók voru í Hofskirkju í Vopnafirði 1397 "reflar ij alnvm fatt j lx alna langer,"57 og Áskirkja f Fellum (á Héraði) átti "refil dvklausann xij alna lángann."5* Auk þess eru til tvær afhendingar Reykholtskirkju frá 1392 og 1394, samhljóða að mestu, þar sem í metfé eru taldir meöal annars "fíorer reflar. fímtigher aalna oc tuiær alnar varmæiltar;"5’ ekki veröur af heimildunum ráöið hvort heldur var um kirkju- eöa híbýlarefla að ræöa. Verðmæti refla er einnig stundum getiö. í Miklaholtskirkju voru 1354 "j reflum xij aurar," og um 1363 og aftur 1397 voru í kirkjunni að Laugardal í Tálknafiröi "reflar ij. fyrir xij aura."“ Þá átti kirkjan að Skeggjastööum (í Bakkafiröi) 1367 "fiogra marka refíl'' og Gilsbakkakirkja "cc j reflum" sama ár.“ 8
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða 1
(8) Blaðsíða 2
(9) Blaðsíða 3
(10) Blaðsíða 4
(11) Blaðsíða 5
(12) Blaðsíða 6
(13) Blaðsíða 7
(14) Blaðsíða 8
(15) Blaðsíða 9
(16) Blaðsíða 10
(17) Blaðsíða 11
(18) Blaðsíða 12
(19) Blaðsíða 13
(20) Blaðsíða 14
(21) Blaðsíða 15
(22) Blaðsíða 16
(23) Blaðsíða 17
(24) Blaðsíða 18
(25) Blaðsíða 19
(26) Blaðsíða 20
(27) Blaðsíða 21
(28) Blaðsíða 22
(29) Blaðsíða 23
(30) Blaðsíða 24
(31) Blaðsíða 25
(32) Blaðsíða 26
(33) Blaðsíða 27
(34) Blaðsíða 28
(35) Blaðsíða 29
(36) Blaðsíða 30
(37) Blaðsíða 31
(38) Blaðsíða 32
(39) Blaðsíða 33
(40) Blaðsíða 34
(41) Blaðsíða 35
(42) Blaðsíða 36
(43) Blaðsíða 37
(44) Blaðsíða 38
(45) Blaðsíða 39
(46) Blaðsíða 40
(47) Blaðsíða 41
(48) Blaðsíða 42
(49) Blaðsíða 43
(50) Blaðsíða 44
(51) Blaðsíða 45
(52) Blaðsíða 46
(53) Blaðsíða 47
(54) Blaðsíða 48
(55) Blaðsíða 49
(56) Blaðsíða 50
(57) Blaðsíða 51
(58) Blaðsíða 52
(59) Blaðsíða 53
(60) Blaðsíða 54
(61) Blaðsíða 55
(62) Blaðsíða 56
(63) Blaðsíða 57
(64) Blaðsíða 58
(65) Blaðsíða 59
(66) Blaðsíða 60
(67) Blaðsíða 61
(68) Blaðsíða 62
(69) Blaðsíða 63
(70) Blaðsíða 64
(71) Kápa
(72) Kápa
(73) Kvarði
(74) Litaspjald


Reflar í íslenskum miðaldaheimildum fram til 1569

Ár
1991
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Reflar í íslenskum miðaldaheimildum fram til 1569
http://baekur.is/bok/f645427a-0071-4283-a791-99e78942448c

Tengja á þessa síðu: (14) Blaðsíða 8
http://baekur.is/bok/f645427a-0071-4283-a791-99e78942448c/0/14

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.