loading/hleð
(14) Blaðsíða 14 (14) Blaðsíða 14
Mynd þessa keypti Simon, fyrsti jarlinn af Harcourt, af leikrita- skáldinu og listaverkasafnaranum Langford árið 1740. Hefur hún ætíð síðan verið í eigu Harcourt-ættarinnar að Nunham- park höll við Oxford. ÓÞEKKTUR HÖFUNDUR 12 TILBEIÐSLA KONUNGANNA. Olía, léreft: 83,5X142- Mynd þessi var keypt í París og var talin vera ítölsk að uppruna. Af stíl hennar að dæma, virðist hún helzt eiga heima á ofanverðri 15. eða öndverðri 16. öld, og að líkindum gerð í Norður-Italíu. Myndin ber það með sér, að hún er frá hendi fremur óreynda listamanns. Mótíf þetta, Tilbeiðsla konunganna, er mjög algengt í allri kirkjulegri list álfunnar og fylgir það yfirleitt föstum reglum. Konungarnir eru alltaf þrír og færa Kristi alltaf samskonar gjafir, gull, reykelsi og myrru. Gjaf- irnar eru táknrænar um líf Krists, — gullið, sem’ Melchior fær- ir, er tákn konungdómsins, reykelsið, sem Kaspar færir, tákn hins guðdómlega, en myrran, sem Balthasar færir Kristi, á við manninn, því í myrru voru ííkin smurð. Þegar kemur fram á 15. öldina breiðist sá siður út, er sjá má hér, að hinn elzti af konungunum er sýndur sem hvítur Evrópubúi, annar sem Asíu- búi, gulur á hörund, og hinn vngsti sem svartur unglingur. SPÆNSKI SKÓLINN MURILLO (1618—1682) Bartolomé Estéban Murillo var Spánverji, fæddur í Sevilla 1618. Hann missti foreldra sína á unga aldri og ólst upp á hrakliólum milli skyldmenna. Frændi hans einn, Juan del Castillo, sem hann dvaldi hjá um skeið í uppvextinum, kenndi honum undir- stöðuatriði drátt'istar og hvatti hann mjög eindregið til að gerast listmálari. Á tvítugsaldri varð Murillo viðskila við þenn- an listhneigða frænda sinn og stóð uppi einn og allslaus. Reyndi 14


Nokkur gömul málverk

Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Nokkur gömul málverk
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e

Tengja á þessa síðu: (14) Blaðsíða 14
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e/0/14

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.