loading/hleð
(22) Blaðsíða 22 (22) Blaðsíða 22
og Róm. Hann hverfur fljótt frá akademíinu aftur, en hefur J)ó námið þar á ný 1799, og þrenmr árum seinua er fyrsta mynd hans, enskt landslag, sýnd J>ar opinberlega. Constable var reyndar ekki fyrstur til þess að brjóta hina ströngu hefð enskrar listar og leita til náttúrunnar um fyrir- myndir sínar. A undan honum má að minnsta kosti telia fjóra menn, Alexander Cozens (líklega launsonur Péturs mikla), sonur hans, John Robert, Wilson, og ekki sízt Girtin, mikill snilling- ur og kannske eitt mesta undrabarn í brezkri list, en dó mjög ungur. Þekktur enskur listsafnandi, Sir George Beaumont, lánaði Con- stable allar myndir sínar eftir Girtin, sem hann gerði eftirlík- ingar af og athugaði með allri þeirri kostgæfni, er honum var eiginleg. Varð það honum eflaust, ásamt öðrum myndum, sem hann stældi, eftir Lorrain og Raysdael, miklu betri og happa- drýgri skóli en akademíið. A milli þess, sem Constable dvaldi í London, eyddi hann tíma sínum úti í Suffolk, einu fegursta umhverfi Englands, og sótti þangað verkefni sín. Það var langt í frá, að þessi nýja viðleitni hans mætti skilningi eða áhuga manna. Augu Jæirra beindust enn að hálfklassiskri tilgerð, og enginn þótti kominn til manns. sem hafði ekki farið „on the grand Tour“ — til Svdss og Italíu. Jafnvel 1811, þegar hann er búinn að vinna sjálfstætt að list sinni um 10 ára skeið, á hann aðeins fáa vini, sem skilja list hans og sýna henni áhuga, þar á meðal Mary Dicknell, sem hann kvæntist síðar, 1816, og þó leynilega. Það er ekki fyrr en 1824, sem Constable fær uppreisn, og þá er það ekki í heimalandi hans, heldur í París. Nokkrir ungir franskir málarar, á meðal þeirra Gericault, koma því til leiðar, að nokkrar myndir eftir Turner, Constable, Crome og Cox verða sýndar á hinni miklu og örlagaríku sýningu franska Salonins 1824. Meðal annars átti Constable þar myndir, sem nú eru orðnar heimsþekktar, svo sem The Hay Wavn, Lock on the Stour og Wiew near London. Það má nefna til marks um þau gífurlegu áhrif, sem myndir hans höfðu á hina ungu frönsku málara, sem þá voru að ger- bylta allri hinni klassisku hefð og leggja undirstöðuna að allri list Frakklands til okkar daga, að Delacroix, sem þegar hafði 22


Nokkur gömul málverk

Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Nokkur gömul málverk
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e

Tengja á þessa síðu: (22) Blaðsíða 22
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e/0/22

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.