loading/hleð
(31) Blaðsíða 31 (31) Blaðsíða 31
myndlist og leitaði fyrirmynda sinna í fornbókmenntirnar, eink- um grísku goðafræðina. 1895 var Waterhouse kjörinn meðlimur konunglega listaháskól- ans í London, og öðlaðist þá titilinn ItA. (royal academicus), sem var eftirsóttasta virðingarmerki brezkra listmálara og mynd- höggvara. I National Gallery í London eru til fjórar myndir eftir Water- house, og meðal þeirra er Lady of Shalott, en önnur myndin, sem hér er sýnd, er frumverk þeirrar myndar. Ennfremur eru myndir eftir Waterhouse í Tate-safninu, Kensington-safninu í London, Listasafninu í Melbourne og Þjóðmyndasafninu í Sidney. 34 FALL BABYLONAR. Sepía og olía, léreft: 44x91. 35 LADY OF SHALOTT. OUa, léreft: 92X53,5. ÓÞEKKTUR HÖFUNDUR 36 AUSTURLENZ STÚLKA. Olía, léreft: 61,5X51. Myndin virðist tvímælalaust eiga heima í enska skólanum, og vera frá seinni hluta 19. aldar, undir áhrifum Pre-raphaelitanna. ÓÞEKKTUR HÖFUNDUR 37 FENEYSKT MÓTÍF. Olía, léreft: 56,5x91. Þótt myndin sé ólík Turner, er samt ekki að villast um hin sterku áhrif frá honum. NORÐURLÖND ÓÞEKKTUR HÖFUNDUR 38 MAÐUR MEÐ HÆNSNI í BÚRI. Olía, léreft: 60,5X51. Myndin er álímd. Ekkert er vitað um uppruna þessarar myndar, en henni svipar 31


Nokkur gömul málverk

Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Nokkur gömul málverk
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e

Tengja á þessa síðu: (31) Blaðsíða 31
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e/0/31

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.