loading/hleð
(6) Blaðsíða 6 (6) Blaðsíða 6
Karl keisari V. sló hann til riddara. Filipus II. Spánarkonungur keypti næstum hverja mynd hans um margra ára skeið, og allir fremstu furstar Italíu gengu fyrir hann bónarveg. Af öllum hinum fjölmörgu listaverkum Titians eru venusmynd- irnar frægastar. Hin mjúku og fullu form í líkama konunnar eru ljúfustu viðfangsefni hans. Af slíkum myndum má nefna „Venus frá Urbino“ á Uffizi-safninu í Florens, „Danae“ í Pinacotekinu í Miinchen, „Venus Anadyomene' í London og „Venus frá Darmstadt" í Þýzkalandi, en mynd sú, sem hér er sýnd, er systurmynd hennar. Eins og um fjöldann allan af myndum Titians, er ekki hægt að rekja sögu þessarar myndar nema takmarkað aftur í tímann. Þó er það vitað, að annar hertoginn af Wellington kevpti hana árið 1859 af J. C. Barrett, frægum listsala í London, og gaf fyrir hana 800 sterlingspund, sem var mikið fá á þeim dögum. Berrett er talinn hafa fengið hana frá Spáni, en þaðan komu margar myndir Titians um þetta leyti, því spænska krúnan og aðallinn voru einna helztu viðskiptavinir Titians. Síðan hefur myndin alltaf verið í safni hertogans af Wellington í Aspley 6


Nokkur gömul málverk

Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Nokkur gömul málverk
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e

Tengja á þessa síðu: (6) Blaðsíða 6
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e/0/6

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.