loading/hleð
(21) Blaðsíða 21 (21) Blaðsíða 21
20 JOHN WILMOT, annar arlinn af Rochester. Olía, léreft: 76X63,5- Alímd. Myndin hefur alltaf verið í eigu Wilmot-ættar- innar, og er keypt úr dánarbúi Miss Ellen Wilmot. WESTALL (1765—1836) Richard Westall nam fyrst koparstunguiðn, en gekk síðan í málaradeild konunglega listaháskólans í London. Þar kynntist hann Sir Tliomas Lawrenee, sem var nokkrum árum eldri, og tókst með þeim vinátta, sem varaði meðan báðir lifðu. Westall var brautryðjandi í meðferð vatnslita, en myndir sínar gerði hann í stíl ríkjandi tíðaranda og varð brátt vinsæll mál- ari og bókateiknari. Vinsældir hans má nokkuð marka á því. að hann var valinn til að kenna ungri frænku konungsins að teikna. Þessi virðulegi nemandi hans varð síðar Vietoria drottn- ing, og er ekki ósennilegt, að hann hafi átt nokkurn þátt í þeim ástríðuþrungna áhuga, sem hún hafði alla stund fyrir mál- verkum. Um nokkurt skeið ævinnar rak Westall málverka- og listmuna- verzlun í London. Hann var ennfremur Ijóðskál og lýsti sjálfur útgáfu kvæða sinna. 21 SMALASTÚLKA. Olia, tré: 48,5X39,5. CONSTABLE (1776—1837) John Constable, hinn mesti allra brezkra landslagsmálara, er fæddur að East Bergholt í Suffolk hinn 11. júní 1776. 1795, þegar Constable er 19 ára, fer hann í fyrsta sinn til Lundúna til þess að stunda nám við konunglega akademíið, en þá er Reynolds nærri einráður í öllum enskum listum. Aðdáun hans á list ítalska renaissance-tímabilsins er mikil, — „the grand style“ — eins og hann kallaði það, og þykir fátt teljandi með listaverkum, sem er ekki fært í hálf-klassiskan búning Það er því ekki furða, þótt Constable eigi langan og erfiðan veg fyrir höndum. Hann er öllu frekar náttúrubarn, yfirlætis- •aus og beinn, og sér næg verkefni í kring um sig, án þess að rekja spor grískra guða eða ítalskra meistara suður í Flórens 21


Nokkur gömul málverk

Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Nokkur gömul málverk
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e

Tengja á þessa síðu: (21) Blaðsíða 21
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e/0/21

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.