loading/hleð
(32) Page 28 (32) Page 28
 2. gr. Skipun sú, er gildir í Danmörku um rikiserfðir, rétt konungs til að hafa stjórn á hendi í öðrum lönd- um, trúarbrögð konungs, myndug- leika hans og um ríkisstjórn, er konungur er ófullveðja, sjúkur eða fjarstaddur, svo og um það, er kon- ungdómurinn er laus og enginn ríkisarfi er til, skal einnig gilda, að því er lil íslands kemur. 3. gr. Þessi eru sameiginleg mál Dan- merkur og íslands: 1. Konungsmata og borðfé ættmenna konungs. 2. Utanríkismálefni. Engir þjóða- samningar skulu þó gilda fyrir ísland nema rétt stjórnarvöld ís- lenzk samþykki. 3. Hervarnir á sjó og landi, sbr. þó 57. gr. stjórnarskrárinnar frá 5. janúar 1874. 4. Gæzla fiskiveiðaréltar þegnanna, að óskertum rétti íslands til að auka eftirlit með fiskiveiðum við Island eftir samkomulagi við Danmörku. 5. Fæðingjaréttur. Þó getur lög- gjafarvald beggja landanna veitt þegnrétt. 6. Peningaslátta. 7. Hæstiréttur. Þegar gerð verður hreyting á dómaskipun landsins, getur löggjafarvald íslands þó selt á stofn innanlands æðsta dóm i íslenzkum málum. 8. Kaupfáninn út á við. Öðrum málefnum, sem taka bæði lil Danmerkur og íslands, svo sem póstsambandið og ritsímasambandið milli landanna, ráða dönsk og íslenzk stjórnarvöld í sameiningu eða lög- gjafarvöld beggja landanna. 4. gr. Þangað til öðru vísi verður á- kveðið með lögum, er rikisþing og alþingi setja og konungur staðfeslir, fara dönsk stjórnarvöld einnig fyrir hönd íslands með mál þau, sem eru sameiginleg samkvæmt 3. gr. Að öðru leyti ræður hvort Iandið að fullu öllum sínum málum. 4. gr. Meðan Island tekur engan þátl i meðferð inna sameiginlegu mála, tekur það heldur ekki þátt i kosn- aðinum við þau; þó leggur ísland fé á konungsborð og lil borðljár kon- ungs-ættmenna hlutfallslega eftir tekjum Danmerkur og Islands. Framlög þessi skulu ákveðin fyrir- fram um 10 ár í senn með kon- ungsúrskurði, er forsætisráðherra Dana og ráðherra íslands undir- skrifa. Ríkissjóður greiðir landssjóði ís- lands eilt skifti fyrir öll............ kr., og eru þá jafnframt öll skulda- skifti, sem verið hafa að undan- förnu milli Danmerkur og íslands, fullkomlega á enda kljáð. 6. gr. Danir og Islendingar á Islandi og Islendingar og Danir í Danmörku njóta fulls jafnréttis. Um fiskiveiðar i Iandhelgi við Danmörku og Island skulu Danir og íslendingar jafn réttháir meðan 4. atriði 3. greinar er í gildi. íslendingar, sem heimilisfastir eru á íslandi, skulu undanþegnir her- varnar-skyldu eins og hingað til. 7. gr. Agreining, er upp kann að koma um umdæmasvið landanna, skulu stjórnir beggja landa reyna að jafna ■


Nefndarálit innar dönsku og íslenzku Sambandslaganefndar frá 1907.

Year
1908
Language
Icelandic
Pages
44


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Nefndarálit innar dönsku og íslenzku Sambandslaganefndar frá 1907.
http://baekur.is/bok/52a0c01e-d0ba-484d-bdfb-2b0736d83318

Link to this page: (32) Page 28
http://baekur.is/bok/52a0c01e-d0ba-484d-bdfb-2b0736d83318/0/32

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.