loading/hleð
(31) Page 27 (31) Page 27
27 og með þvi eru öll skuldaskifti sem verið hafa að undanförnu milli ríkissjóðs og íslands fullkomlega á enda kljáð. Hins vegar ber ríkissjóður Dana framvegis öll þau útgjöld fyrirveldi Danakonungs, sem stafa af stjórn þeirra sameiginlegu mála, sem nefnd eru i 3. gr. 6. gr. Danir og íslendingar á Islandi og íslendingar og Danir í Danmörku njóta fulls jafnréttis. Um flskiveiðar í landhelgi ríkis- ins eru Danir og Islendingar jafn- réttháir. íslendingar, sem heimilisfastir eru á íslandi, skulu liér eftir sem hing" að til vera undanþegnir því að taka þáll í vörn ríkisins. Við Kaupmannahafnar-háskóla halda islenzkir námsmenn þeim al- menna rétti og forgangsrétti sem þeir nú hafa til styrks og hlunn- inda. Við háskólann skal setja á stofn kennaraembætti i íslenzkum lögum. 7. gr. Nú rís ágreiningur um það, livort málefni sé sameiginlegt eða eigi, og skulu þá stjórnir beggja landa reyna að jafna liann með sér. Tak- ist það eigi, skal leggja inálið í gerð lil fullnaðarúrslita. Gerðar- dóminn skipa 4 menn, er konung- ur kveður til, tvo eftir tillögu rikis- þingsins (sinn úr hvorri þingdeild) og tvo eftir tillögu alþingis. Gerðar- mennirnir velja sjálfir oddamann. Verði gerðarmenn ekki á eitt sáttir um kosningu oddamannsins, er dómsforseti hæstaréttar sjálfkjörinn oddamaður. 8. gi'. Lögum þessum verður að eius breytt við ahnenna endurskoðun laganna, í fyrsta lagi árið 1933, og getur þá breytingum því að eins orðið framgengl með lögum, er nefnd danskra og íslenzkra manna hefir undirbúið og ríkisþing og al- þingi samþykt samhljóða og kon- ungur staðfesl. Fylgiskjal XVII. Hrejdingartillaga af hálfu inna íslenzku nefndarmanna. Kaupmannahöfn 18. Apríl 1908. II. Ha/slein. Lárus II. Bjarnason Jóhannes Jóhanncsson. Jón Magniisson. Stefán Stefánsson. Undirritaður getur ekki fallisl á, að kaupfáninn teljist lil sameigin- legra mála. Skúli Thoroddsen. Uppkast til laga um ríkisréttarsamband milli Danmerkur og Islands. (Gert ráö fyrir, að inngangur laganna sé óbreyttur eins og i úppkastinii frá 3. April p. á). 1. gr. ísland er frjálst og sjálfslætt land, er eigi verður af hendi látið. Það er í sambandi við Danmörku um einn og sama konung og þau mál, er báðir aðilar hafa orðið ásáttir uin að telja sameiginleg í lögum þessum. Danmörk og Island eru því í ríkjasambandi, er nefnist veldi Danakonungs. í heiti konungs komi eltir orðið: »Danmerkur« orðin: »og íslands«.


Nefndarálit innar dönsku og íslenzku Sambandslaganefndar frá 1907.

Year
1908
Language
Icelandic
Pages
44


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Nefndarálit innar dönsku og íslenzku Sambandslaganefndar frá 1907.
http://baekur.is/bok/52a0c01e-d0ba-484d-bdfb-2b0736d83318

Link to this page: (31) Page 27
http://baekur.is/bok/52a0c01e-d0ba-484d-bdfb-2b0736d83318/0/31

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.