loading/hleð
(25) Page 19 (25) Page 19
19 DALUR FUNDINN í GLÁMUJÖKLI Almenn sögn { Arnarfirði. Páll hét bóndi að Dynjanda í Amarfirði, ungur niaður og ötull. Eitt haust síðla gekk hann á fjall að leita ásauðar, er honum hafði vant orðið. Er degi tók að halla var hann kominn að jökulbrúnum; var þar snjókrapi og þungfært. Eftir að hann hafði gengið um stund í suðausturátt fram með jöklinum, sá hann eigi annars úrkostar en að láta þar fyrir- berast um nóttina. Strax og lýsti að morgni hélt hann áfram, og stefndi í sömu átt. Finnur hann þá fjárspor og rekur þau, þar til er þau þrjóta; og er hann þá kominn nær miðjum jöklinum. Stefnir hann þá hærra á jökulinn, og hyggst að ganga yfir hann. Þegar hann hefir gengið litla stund sér hann ofan í dalverpi, og var þar mikill gróður. Gekk hann þá öiður í daldrögin og litast þar um. Lágu gildrög að botni dalsins, en hvergi var fæi*t að komast í hann annarstaðar. Páll vildi eigi ganga í dalinn einn sam- an, en fór niður í mitt skarðið, og setti þar merki, en uppi í skarðinu hlóð hann vörðu. Hélt Páll svo heimleiðis. Nokkru síðar hitti Páll að máli frænda sinn, er bjó að Rauðsstöðum; var hann knáleikamaður mikill. Páll segir honum frá för sinni þá um haustið, og sannmælast þeir um það, að fara í dalinn að áliðn- um vetri, er hjam væri á. 1 Góulokin búast þeir frændur að heiman, og lögðu upp frá Dynjanda síðari hluta nætur. Segir


Vestfirzkar þjóðsögur

Year
1954
Language
Icelandic
Volumes
5
Pages
758


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Vestfirzkar þjóðsögur
http://baekur.is/bok/83c6030b-aa26-4bf0-bf1d-a180db6b18ee

Link to this volume: 1. b.
http://baekur.is/bok/83c6030b-aa26-4bf0-bf1d-a180db6b18ee/1

Link to this page: (25) Page 19
http://baekur.is/bok/83c6030b-aa26-4bf0-bf1d-a180db6b18ee/1/25

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.