loading/hleð
(26) Page 20 (26) Page 20
20 eigi af för þeirra fyrri en þeir koma að merkjum þeim, er Páll setti í hinni för. Gengu þeir síðan í dalinn. Var hann lítill, en kafgresi og smákjarr upp undir brúnir, og var Jökullinn yfir þeim boga- myndaðri en annarstaðar. Marautt var í dalnum, enda var þar jarðhiti mikill. Stórar fjárbreiður voru í hlíðunum og var siunt af fénu auðsjáanlega mjög gamalt. Nokkuð var byggðafé. Sauðburður var byrjaður í dalnum, er þeir frænd- ur komu þangað, og voru lömbin hin sprækustu. Víða voru miklar beinahrúgur í grasinu, og var þar bezt sprottið. — Drógu þeir af þessu nafn dals- ins og kölluðu hann: Beinalág. Um nóttina dvöldu þeir félagar í dalnum, og ráku heim að morgni tvö hundruð fjár; voru í því fjórar kindur frárækar. Gekk þeim heldur vel heimleiðis. Skildu þeir frændur heiman til á Dynjandifjöllum, og tók sitt hundraðið hvor þeirra. Strax og heim kom tóku þeir til skurðar, og gat bóndinn á Dynj- anda skorið sitt hundrað, en Rauðsstaðabóndinn eigi nema fimmtíu, því hann átti lengra að fara. Hitt af fénu lét hann í hús um kvöldið, og meðal þess fjár voru fráræku kindurnar tvær, er Rauðs- staðabóndinn fékk. Um morguninn, er komið var til hússins var allt féð í brott, en hurðimar brotnar; og spurðist aldrei til fjár þessa síðan. Héldu menn, að forustuærnar hefðu leitt féð til dalsins aftur. Eigi fýsti þá frændur að fara aftur í Beinalág,


Vestfirzkar þjóðsögur

Year
1954
Language
Icelandic
Volumes
5
Pages
758


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Vestfirzkar þjóðsögur
http://baekur.is/bok/83c6030b-aa26-4bf0-bf1d-a180db6b18ee

Link to this volume: 1. b.
http://baekur.is/bok/83c6030b-aa26-4bf0-bf1d-a180db6b18ee/1

Link to this page: (26) Page 20
http://baekur.is/bok/83c6030b-aa26-4bf0-bf1d-a180db6b18ee/1/26

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.