loading/hleð
(29) Blaðsíða 29 (29) Blaðsíða 29
lega listaháskólanum í London 1866. Hún komst þá í eigu her- togans af Westminster. Síðan hefur hún verið sýnd víða um heim, til dæmis á heimsveldissýningu í Mellx>urne 1888 og á Southport-sýningunni 1892. 28 ÚR PYRENEAFJÖLLUM. Olía, léreft: 92X152,5. GAMBARDELLÁ (1815—1886) Spiridioni Gambardella var Itali, en kom í æsku til Englands og dvaldi þar mestan hluta ævinnar. Sem listamaður verður hann því fremur að teljast enskur en ítalskur. Hann gat sér mikið orð sem portrett-máiari og gerði rnyndir af ýmsum þekkt- ustu leiðtogum Breta í stjórnartíð Victoríu drottningar. 29 BROUGHAM LÁVARÐUR ÁVARPAR LÁVARÐADF.ILD- INA. — Myndin er úr Aspley House-safninu og var sýnd á Vietoriu-sýningunni í London 1897. SEVERN (1795—1879) Joseph Sevem, málari og stjórnmálamaður, var fæddur 1795. Haun lifði mestan aldur sinn á ítaliu, en sendi þó margar mvnd- ir sínar heim til Englands og sýndi þar jafnan á samsýningum brezkra listmálara frá 1827—1857. Hann var mikill vinur lár- viðarskáldsins Keats, bauð honum til Ítalíu og dvaldi þar með honum síðustu ævistundir hans, en Keats lézt í þeirri ferð, 1821. Árið 1861 varð Severn brezkur ræðismaður í Róm og gegndi því starfi til 1872, en lét þá af embætti fyrir aldurs sakir. Hann lézt í Róm 1879 og var grafinn þar við hlið góðvinar síns Keats. 30 VIÐ VÍNVIÐINN. Oh'a, léreft: 39X48. LADBROOKE (1800—1870) llenry Ladbroolce var enskur landslagsmálari og meðal þekktari manna hins svonefnda Nonvich-skóla. Hann átti til mennta- fólks að telja og nam guðfræði, en að því loknu gekk hann 29


Nokkur gömul málverk

Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Nokkur gömul málverk
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e

Tengja á þessa síðu: (29) Blaðsíða 29
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e/0/29

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.