loading/hleð
(19) Page 13 (19) Page 13
ársins. Fyrir forgöngu Harðar var nú í fyrsta skipti farið á 1. flokks Islandsmót í Reykja- vík. Fór flokkur þessi í nafni íþróttaráðs Vestfjarða, og skipuðu hann 10 Harðverjar og 4 Vestramenn. Lið þetta vann liinn glæsilegasta sigur á mótinu og kom heim með bikarinn — verð- launagripinn. Mun hér áreiðanlega enn gæta áhrifa „hins sigursæla". Þótt ekki sé látið mikið yfir því í skýrslum félagsins. Urðu úrslit mótsins sem hér segir: Isfirðingar — Fram 1:1 K. R. 3:1 — — Víkingur 5:2 — Valur 2:1 Unnii Isfirðingar því mótið með 7 stigum. Blaðadómar voru góðir, og var yfirleitt látið vel af, hvað Isfirðingar léku vel og komu prúðmannlega fram, bæði á velli og annar- staðar. Var þetta í fyrsta sinn, sem flokkur utan af landi sigraði á 1. fl. móti og fór heim með Víkingsbikarinn. Fararstjóri flokksins var Sverrir Guðmundsson. Meistarar í heimsókn. Næsta sumar, 1940, komu svo Reykj avíkurmeistararn- ir - Knattspyrnufél. Vík- ingur — í heimsókn. Kepptu þeir þrisvar við Hörð og sigruðu alltaf, en þó aldrei með neinum verulegum yfir- burðum (1:0 — 2:() — 3:0 ) Aðsókn að þessum leikjum var meiri, en áður eru dæmi til á Isafirði. Þetta sumar var endanlega gengið frá stofnun Kvennadeildar félagsins, Iög samin o. s. frv. En deildin launaði fyrir sig með því að gera jafntefli við hinn ósigraða kvennaflokk skáta — Valkyrjur. Enn farið á landsmót. Enn fór lið á landsmót í Reykjavík, og nú frá Herði einum. Landsmótinu var nú hagað með nýjum hætti, en það olli því, að Hörður keppti aðeins tvisvar. Fyrst við Fram, sem var sigraður, og síðan við Val, sem sigraði Hörð, svo að hann var úr leik. En það var almennt mál, að Hörður hefði verið næst bezta félag mótsins, og enn sem fyrr vakti flokkurinn sérstaka athygli með prúðmennsku og háttprýði. — Kennir hér enn „hins sigursæla“. Fimleikar. Um veturinn var svo í fyrsta sinn fim- leikakennsla á vegum félagsins, og var þátt- taka mjög góð — 2 karla og einn kvenna- flokkur auk þess sem handknattleikar voru æfðir innanhúss. Áður höfðu Harðverjar stundað fimleika í Iþróttafélagi Isfirðinga, sem nú hættir störfum. Deyfð. deyfð í iðkun knattspyrnu, sem stafar að sjálfsögðu mest af vexti þeim, sem nú fær- ist í allt atvinnulíf hæjarins. Þó er langt frá því, að nokkur dauðamörk séu á starfsemi fé- lagsins. Fimleikar og skíðaferðir eru iðkaðar- að vetri til og frjálsar íþróttir að sumri eins og áður. Meistarar enn. Og þetta sumar bjóða bæði félögin — Hörður og Vestri — hingað meistaraflokki úr Fram i Reykjavík, hinum fræknasta og prúðasta flokki. Í94Í. Á þessu ári fer að hera á nokkurri Vestfjarðameisíarar 1942 I. flokkur. 18


Knattspyrnufélagið Hörður 25 ára

Year
1944
Language
Icelandic
Pages
52


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Knattspyrnufélagið Hörður 25 ára
http://baekur.is/bok/b727edcf-d4b8-477b-a98f-26ed1a3f27ba

Link to this page: (19) Page 13
http://baekur.is/bok/b727edcf-d4b8-477b-a98f-26ed1a3f27ba/0/19

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.