loading/hleð
(51) Blaðsíða 47 (51) Blaðsíða 47
atgeir, sem starfinu fylgir, verða vart menntaðir á einum stað betur en á öðrum. Til þess að gefa nokkra mynd af starfi sveitarstjóra vil ég telja upp nokkra málaflokka, sem fjallað er um. Stefnumörkun og ákvarðanataka um hina ýmsu málaflokka og framkvæmdir fer fram í undirnefndum og síðan í hreppsnefnd. Jafnan er því mikil vinna við undirbúning funda og fundaseta þar sem valkostir um tekjuöflun sveitarfélagsins eru skoðaðir jafnt og útsjpöld til mála. I lok hvers árs hefst vinna við að undirbúa fjár- hagsáætlun næsta árs. A vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga er í nóvember að jafnaði haldin svoköll- uð fjármálaráðstefna. Þar eru haldin erindi um ýmsa þætti í rekstri sveitarfélaga og gefnar tölur frá Þjóð- hagsstofnun um áætlaðar breytingar tekna og rekstr- argjalda næsta árs. Ekki er eingöngu fjallað um fjármál þó þau séu jafnan fyrirferðarmikil. Helstu málaflokkar, sem sveitarstjóri hefur bein afskipti af, eru t.d. rekstur dvalarheimilis aldraðra, heimilishjálp, dagvistarstofnanir, brunamál, al- mannavarnir, rekstur félagsheimilis, samskipti við menningarfélög, bygging og rekstur skóla og íþrótta- mannvirkja, rekstur heilsugæslustöðvar, fram- kvæmdir vegna gatnagerðar og vatnsveitu, bygging hafnarmannvirkja og rekstur hafnar. Seta í nefndum og ráðum er hluti af starfinu. Sem dæmi mætti nefna byggingarnefnd, stjórn heilsu- gæslu og sjúkrahúss svo fátt eitt sé nefnt. Samvinna og samstarf sveitarfélaga er með marg- víslegum hætti. A vegum Sambands íslenskra sveit- arfélaga og samtaka sveitarfélaga í landshlutum starfa sveitarstjórar í stjórnum og nefndum, sem fjalla um hagsmunamál sveitarfélaga allt frá tekju- stofnsmálum til tillagna um almenningsbókasöfn, orkumál, fjallskil og sameiningu sveitarfélaga. Afþessari upptalningu má sjá, að sá sem vinnur að sveitarstjórnarmálum verður að vera tilbúinn til þess að setja sig inn í hin ólíkustu mál. Verkefni ríkis og sveitarfélaga skarast í mörgum málaflokkum en ríkið veitir fé til margra verkefna svo sem skóla og hafna. Af þessu leiðir að mikil samskipti eru við embættismenn ríkisins. Þó fer ekki hjá því að athyglisverðust eru samskiptin við löggjafarvaldið, alþingismennina. Þau samskipti eru með þeim hætti að á hverjuári leggur sveitarstjóri mikla vinnu í að semja áætlanir um hinar ýmsu framkvæmdir, sem óskað er eftir fjárveitingu til. Síðan er það undir pólitískri aðstöðu hverju sinni á hvern veg gengur að afla fjárveitinga. Sveitarstjórnarmenn kvarta oft um of mikil af- skipti ríkisvaldsins af innri málum sveitarfélaganna. Þó er það svo að sumu leyti eru sveitarfelögin ríki í ríkinu. I ritinu Stjórnskipan Islands eftir Olaf Jóhannes- son segir m.a. um sjálfstjórn sveitarfélaga, ,,. . .yfir- stjórn sveitarstjórnarmálefna er í höndum félags- málaráðherra og félagsmálaráðuneytisins. Vegna sjálfsstjórnar sveitarfélaga er afstaða ráðherra til sveitarstjórna önnur en til stjórnskipaðra embættis- manna. Vald hans gagnvart sveitarstjórnum er mun takmarkaðra.” Niðurstaða undirritaðs er sú, að þeir tæknifræð- ingar, sem hug hafa á fjölbreyttu pólitísku stjórnun- arstarfi og vilja leggja á sig mikla vinnu, ættu að rifja upp að 1982 verður kosið til sveitarstjórna og þá gætu losnað nokkur slík störf. Ef einhver af stjórnendum Tækniskólans les þessar línur mætti bera þau boð þangað að sveitarfélögin í landinu eru að verða stærsti atvinnuveitandi tækni- fræðinga. Nóvember 1980. 47
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Blaðsíða 1
(6) Blaðsíða 2
(7) Blaðsíða 3
(8) Blaðsíða 4
(9) Blaðsíða 5
(10) Blaðsíða 6
(11) Blaðsíða 7
(12) Blaðsíða 8
(13) Blaðsíða 9
(14) Blaðsíða 10
(15) Blaðsíða 11
(16) Blaðsíða 12
(17) Blaðsíða 13
(18) Blaðsíða 14
(19) Blaðsíða 15
(20) Blaðsíða 16
(21) Blaðsíða 17
(22) Blaðsíða 18
(23) Blaðsíða 19
(24) Blaðsíða 20
(25) Blaðsíða 21
(26) Blaðsíða 22
(27) Blaðsíða 23
(28) Blaðsíða 24
(29) Blaðsíða 25
(30) Blaðsíða 26
(31) Blaðsíða 27
(32) Blaðsíða 28
(33) Blaðsíða 29
(34) Blaðsíða 30
(35) Blaðsíða 31
(36) Blaðsíða 32
(37) Blaðsíða 33
(38) Blaðsíða 34
(39) Blaðsíða 35
(40) Blaðsíða 36
(41) Blaðsíða 37
(42) Blaðsíða 38
(43) Blaðsíða 39
(44) Blaðsíða 40
(45) Blaðsíða 41
(46) Blaðsíða 42
(47) Blaðsíða 43
(48) Blaðsíða 44
(49) Blaðsíða 45
(50) Blaðsíða 46
(51) Blaðsíða 47
(52) Blaðsíða 48
(53) Blaðsíða 49
(54) Blaðsíða 50
(55) Blaðsíða 51
(56) Blaðsíða 52
(57) Blaðsíða 53
(58) Blaðsíða 54
(59) Blaðsíða 55
(60) Blaðsíða 56
(61) Blaðsíða 57
(62) Blaðsíða 58
(63) Blaðsíða 59
(64) Blaðsíða 60
(65) Blaðsíða 61
(66) Blaðsíða 62
(67) Blaðsíða 63
(68) Blaðsíða 64
(69) Blaðsíða 65
(70) Blaðsíða 66
(71) Blaðsíða 67
(72) Blaðsíða 68
(73) Saurblað
(74) Saurblað
(75) Band
(76) Band
(77) Kjölur
(78) Framsnið
(79) Kvarði
(80) Litaspjald


Tæknifræðingafélag Íslands

Höfundur
Ár
1981
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
76


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Tæknifræðingafélag Íslands
http://baekur.is/bok/d9cc0b99-039b-4775-97ed-e77a980aee8d

Tengja á þessa síðu: (51) Blaðsíða 47
http://baekur.is/bok/d9cc0b99-039b-4775-97ed-e77a980aee8d/0/51

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.