loading/hleð
(56) Blaðsíða 52 (56) Blaðsíða 52
Þar eð úrvinnslublaðið gefur tæpast fullnægjandi svör, fylgja hér nánari skýringar, sem að stofni til eru byggðar á svörum við A6. Kennaraháskóli íslands. Við Kennaraháskóla Islands var ekki haft samband. Tækniskóli íslands. Hlutverk skólans er m.a. að annast efdrmenntun fyrir tæknifræðinga. T.I. hefur staðið fyrir endurmenntunar- námskeiði. Námskeiðsgjöld gengu upp í auglýsingar og efn- iskostnað, T.I. fékk fjárveitingu fyrir öðrum kostnaði. Háskóli íslands. Stofnunin hefur ekki á dagskrá framhaldsnám á borð við H.D. í Danmörku sem tæknifræðingar gætu átt aðgang að. Stofnunin hefur á dagskrá framhald þeirrar menntunar sem hún veitir, nema námskeiðahald. Stofnunin er reiðubúin að veita tæknifræðingum aðgang að þeim endurmenntunar- námskeiðum, sem hún heldur, en ekki halda sérstök nám- skeið fyrir tæknifræðinga. Stjómunarfélag Islands. Stjórnunarfélag Islands heldur mörg námskeið á stjórnun- arsviðinu, sem eru opin FTFI. Námskeiðin eru auglýst með 1-2 vikna fyrirvara en að auki má fá upplýsingar um þau í „Stjórnunarfræðslan — námskeiðsáætlun”, sem SFl gefur út. Ran nsóknarráð ríkisins. Stofnunin er reiðubúin til þess að standa fyrir endurmennt- unarnámskeiði, á háu plani, um „Project Management”. I slíku tilfelli yrði um innflutning á námskiði að ræða. Rannsóknarráð ríkisins rekur Upplýsingaþjónustu Rann- sóknarráðs. Iðntæknistofnun Islands. Stofnunin er reiðubúin til námskeiðahalds fyrir tæknifræð- inga sé hún til þess hvött afþeim. Stofnunin erí tengslum við DIEU og vill gjarnan vita af námskeiðsferðum tæknifræð- inga þangað. Iðntæknistofnun Islands er í tengslum við „Nefnd um endurmenntun” á vegum Iðnaðarráðuneytis- ins. Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins. Stofninin hefur góða aðstöðu hvað húsnæði og tæki snertir, en er önnum kafin. Iðnskólinn í Reykjavík. Stofnunin býður ekki fram kennslukrafta en húsnæði efdr milli kl. 18.00 og 21.00 virka vetrardaga. Tækjalán mjög takmarkað. Ef TFl fer fram á aðstoð þá fer beiðnin fýrir skólanefndar- fund. Félag iðnrekenda. Stofnunin stendur fyrir allmikilli fræðslustarfsemi sem mið- ast við þarfir þeirra iðngreina, sem eru innan vébanda fé- lagsins. Petta eru yfirleitt sérhæfð námskeið, sem miðast við þarfir ákveðinnar iðngreinar í senn. Þessi námskeið eru ekki á það háu plani að þau komi að gagni við endurmenntun tæknifræðinga. Tæknifræðingar sem gegna t.d. starfi fram- leiðslustjóra sækja þó stundum þessháttar námskeið ef þeir vilja afla sér fagþekkingar á því sviði, sem þeir stjórna. Félagið hefur í hyggju að halda námskeið á nýjum brautum, sem e.t.v. gætu verið við hæfi tæknifræðinga. Petta er þó ekki endanlega afráðið. Um er að ræða námskeið á eftirfarandi sviðum. 1. Ortölvutækni við framleiðslustýringu. 2. Gæðastýring og gæðaeftirlit. Tæknideild Vinnuveitendasambands Islands. Tæknideild V.S.I. leggur árlega til kennslukraft í hvetjandi launakerfum á námskeiði, sem Stjórnunarfélagið heldur. Þetta námskeið er að sjálfsögðu öllum tæknifræðingum opið. Einnig getur komið til greina að Tæknideildin haldi sjálf námskeið á þessu sviði eða öðrum, en þá gegn fullri greiðslu. Stjórnunarskólinn. Skólinn stendur fyrir ferns konar námskeiðum. 1. Almenn námskeið standa yfir í 14 vikur 3,5 til 4 stundir í senn, eitt kvöld í viku. Námsefni: Árangursrík ræðumennska, mannleg sam- skipti, varnir gegn streitu og áhyggjum. Pessi námskeið eru opin fyrir alla. 2. Starfsþjálfunamámskeið standa yfir í 5X2 eða 7X2 klst. Þessi námskeið eru seld hópum. Námsefnið er úrdráttur úr námskeiði 1. 3. Stjórnunarnámskeið stendur yfir í sex vikur, 3,5 til 4 klst. í senn, einn dag í viku. Ávallt haldið í vinnutíma. Unnt er að þjappa þessu námskeiði meira saman. Námsefni: Virk stjórnun, starfið er tekið fyrir og gerðar tilraunir. Æskilegt er að áhrifamenn í stjórnun eins fyrir- tækis sæki saman námskeið og fái sín eigin stjórnunar- vandamál að glíma við í hópvinnu. 4. Sölutækninámskeið stenduryfirí 12 vikur, 3,5 klst. í senn, einu sinni í viku. Námsefni höfðar nær eingöngu til sölumanna. Bandalag Háskólamanna. Á vegum BHM er starfandi endurmenntunarnefnd. Starf hennar felst einkum í því að gera eftirmenntun félaa sinna mögulega affjárhagsástæðum, en er ekki fólgið í námskeiða- haldi. Starfsmenntunarsjóður er til orðinn vegna starfs nefndarinnar. Fé til sjóðsins fæst þannig að Ríkissjóður leggur árlega til 0.15% af launum BHM-manna, sem þar þiggja laun, í sjóðinn. BHM skipar 2 fulltrúa af 4 í stjórn sjóðsins. Af hálfu BHM er sjóðurinn eingöngu hugsaður til þess að styrkja endurmenntun, þó nafnið gefi fleira í skyn. Starfsmenntunarsjóður er nýr, fyrsta úthlutun verður vænt- anlega 1981. Verkfræðingafélag íslands. V.F.I hefur áhuga á samstarfi við TFÍ í endurmenntunar- málum. Endurmenntunarmálefni eru á dagskrá hjá V.F.Í., en fremur dauft er yfir starfseminni um þessar mundir. Arkitektafélag Islands. Arkitektafélag íslands er ekki með nein endurmenntunar- námskeið um þessar mundir. Arkitektafélagið rekur Byggingaþjónustuna, sem er öllum opin til fróðleiks. DIEU. Dansk Ingenior Efterudannelse er dönsk sjálfseignarstofn- un, sem annast endurmenntun allra tæknimanna (verk- og tæknifræðinga) ásamt stjórnendum fyrirtækja í Danmörku. Félagar í T.F.Í geta sótt námskeið DIEU, sjá Iðntækni- stofnun. Alirati. Alirati er stjórnunarskóli samtaka atvinnuveganna í Sví- þjóð. Þeir halda 136 mismunandi námskeið á árinu 1980. Námskeiðin eru aðallega á sviði stjórnunar og framleiðslu- tækni. 52
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Blaðsíða 1
(6) Blaðsíða 2
(7) Blaðsíða 3
(8) Blaðsíða 4
(9) Blaðsíða 5
(10) Blaðsíða 6
(11) Blaðsíða 7
(12) Blaðsíða 8
(13) Blaðsíða 9
(14) Blaðsíða 10
(15) Blaðsíða 11
(16) Blaðsíða 12
(17) Blaðsíða 13
(18) Blaðsíða 14
(19) Blaðsíða 15
(20) Blaðsíða 16
(21) Blaðsíða 17
(22) Blaðsíða 18
(23) Blaðsíða 19
(24) Blaðsíða 20
(25) Blaðsíða 21
(26) Blaðsíða 22
(27) Blaðsíða 23
(28) Blaðsíða 24
(29) Blaðsíða 25
(30) Blaðsíða 26
(31) Blaðsíða 27
(32) Blaðsíða 28
(33) Blaðsíða 29
(34) Blaðsíða 30
(35) Blaðsíða 31
(36) Blaðsíða 32
(37) Blaðsíða 33
(38) Blaðsíða 34
(39) Blaðsíða 35
(40) Blaðsíða 36
(41) Blaðsíða 37
(42) Blaðsíða 38
(43) Blaðsíða 39
(44) Blaðsíða 40
(45) Blaðsíða 41
(46) Blaðsíða 42
(47) Blaðsíða 43
(48) Blaðsíða 44
(49) Blaðsíða 45
(50) Blaðsíða 46
(51) Blaðsíða 47
(52) Blaðsíða 48
(53) Blaðsíða 49
(54) Blaðsíða 50
(55) Blaðsíða 51
(56) Blaðsíða 52
(57) Blaðsíða 53
(58) Blaðsíða 54
(59) Blaðsíða 55
(60) Blaðsíða 56
(61) Blaðsíða 57
(62) Blaðsíða 58
(63) Blaðsíða 59
(64) Blaðsíða 60
(65) Blaðsíða 61
(66) Blaðsíða 62
(67) Blaðsíða 63
(68) Blaðsíða 64
(69) Blaðsíða 65
(70) Blaðsíða 66
(71) Blaðsíða 67
(72) Blaðsíða 68
(73) Saurblað
(74) Saurblað
(75) Band
(76) Band
(77) Kjölur
(78) Framsnið
(79) Kvarði
(80) Litaspjald


Tæknifræðingafélag Íslands

Höfundur
Ár
1981
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
76


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Tæknifræðingafélag Íslands
http://baekur.is/bok/d9cc0b99-039b-4775-97ed-e77a980aee8d

Tengja á þessa síðu: (56) Blaðsíða 52
http://baekur.is/bok/d9cc0b99-039b-4775-97ed-e77a980aee8d/0/56

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.