loading/hleð
(19) Blaðsíða 13 (19) Blaðsíða 13
13. Sáttmálar Að tillögu kvenréttindanefndarinnar hefur allsherjarþingið samþykkt þrjá sattmála, er sérstaklega snerta réttindi kvenna. Þar skal fyrst telja Sattmala um stjórnmálaréttindi kvenna, sem var samþykktur 1952, en öðlaðist gildi 7. juli 1954. Þau ríki, sem staðfest hafa þennan sáttmála, skuldbinda sig til að tryggja konum kosningarétt og kjörgengi, rétt til embætta og að gegna öllum opinberum störfum. Þennan sáttmála hafa öll Norðurlöndin staðfest. Sú grein yfirlýsingarinnar, sem fjallar um stjornmálaréttindi (4. grein) gengur lengra en sáttmálinn að því"leyti, að sérstaklega er minnst á réttinn til þess að taka þátt f öllum almennum atkvæðagreiðslum. Að þvi er varðar félagsmála- og stjórnmálamenntun kvenna hefur Kvenréttindanefndin ætúð haldið því” fram, að það leysi aðeins hluta vandans að öðlast rétt samkvæmt lögum, annað þurfi til að koma samhliða laga- bokstafnum til þess að tryggja það, að konur geti neytt réttar sfns til hlitar. Þessvegna hefur nefndin lagt áherzlu á nauðsyn þess að gera ráð- stafanir til þess að auka menntun kvenna á sviði félagsmála og stjórnmála. Árið 1954 hvatti nefndin frjáls samtök til að halda áfram viðleitni til að bæta menntun kvenna á þessum sviðum, þannig að konur mættu öðlast betri skilning a rettindum sfnum og skyldum og verða þannig betur undir það búnar að taka þátt f stjórnmála og félagsmálastörfum. Nefndin lét í ljos þa von, að UNESCO, sem gefið hefur út rit um hlutverk kvenna f stjórnmálum og menntun þeirra á þessum sviðum, mundi halda áfram að veita þessum málum verðskuldaðá athygli. Þá má f öðru lagi nefna Sáttmálann um ríkisfang giftra kvenna, sem samþykktur var 1957 og öðlaðist gildi 11. agust 1958. Sattmalinn skuld- bindur þau lönd, sem hafa undirritað hann, - þeirra á meðal eru Dan- mörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð, - til að veita konum sama rétt að lögum og karlmönnum að þvf er varðar ríkisfang, - réttinn til að öðlast það, breyta þvf, eða viðhalda. Eigi skal vera unnt að þvinga konu, sem giftist manni, sem er ríkisborgari annars lands, til að afsala sér eigin ríkisfangi eða taka upp ríkisfang eiginmannsins.


Kvennaárið 1975

Höfundur
Ár
1976
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kvennaárið 1975
https://baekur.is/bok/5290964e-31b8-47b8-8568-d2c499d5e7ad

Tengja á þessa síðu: (19) Blaðsíða 13
https://baekur.is/bok/5290964e-31b8-47b8-8568-d2c499d5e7ad/0/19

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.