loading/hleð
(7) Blaðsíða 1 (7) Blaðsíða 1
ALÞJÓÐLEGA KVENNAÁRSRÁÐSTEFNAN Inngangur MeginviSburíSur aiþjóöiega kvennaársins 1975, sem efnt var til að frumkvæöi SameinuÖu þjóöanna, var ráöstefnan, sem haldin var \ Mexíkó dagana 19. júnó til 2. júlí”. Ráöstefnuna sóttu næstum eitt hundraö fulltrúar ríkisstjórna i 133 löndum. AÖ auki sóttu ráöstefnuna fulltrúar átta frelsishreyfinga svo og fulltrúar ýmissa fjölþjóðlegra samtaka. Um það bil sex þúsund manns tóku þátt \ annarri ráöstefnu, Tribune, sem að stoöu ýmis áhuga- og hagsmunasamtök. Dómsmálaráðherra Mexíkó Ródro Ojeda Paullada var kjörinn for- seti ráðstefnunnar, en aðalframkvæmdastjóri ráðstefnunnar var Helvi L. Sipilá frá Finnlandi, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, sem fer þar með heilbrigðis- og fólagsmál. ☆ Ráðstefnan samþykkti samhljóða og án atkvæðagreiðslu starfs- áætlun fyrir áratuginn 1975 til 1985. Að auki voru samþykktar fjöl- margar tillögur og yfirlýsingar, sem að stóðu 74 þróunarlönd. 894 breytingartillögur voru bornar fram af nefndinni, sem fjallaði um starfsáætlunina, en vegna tímaskorts voru aðeins faar þeirra teknar inn í áætlunina. Þvi var það, að aðeins voru gerðar breytingar á inngangsorðunum og fyrsta kafla áætlunarinnar, en aðrir kaflar voru samþykktir óbreyttir eins og starfslið Sameinuðu þjóðanna hafði gengið frá þeim. Miklar umræður urðu um Mexíkó-yfirlýsinguna á ráðstefnunni, því" í tillögu sinni höfðu þróunarlöndin fordæmt zíonismann og sett hann á bekk með, nýlendustefnu, kynþáttaaðskilnaðarstefnu og kynþáttamis- rótti. 89 lönd greiddu þessari yfirlýsingu atkvæði (þeirra á meðal Finnland og Svíþjóð, sem þó gerðu fyrirvara um orðið "zíonismi"), tvö ríki greiddu atkvæði gegn yfirlýsingunni (Bandaríkin og Tsrael). 19 lönd greiddu ekki atkvæði, þeirra á meðal, Noregur, Danmörk og Island. ☆ Síðasta dag ráðstefnunnar var samþykkt tillaga frá íran um að hvetja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna til að efna til nýrrar alþjóð- legrar kvennaráðstefnu árið 1980. Skýrsla um kvennaársráðstefnuna og samþykktir ráðstefnunnar verða lagðar fyrir 30. allsherjarþingið sem haldið verður í haust. Heimsáætlunin Starfsáætlunin, sem samþykkt var á ráðstefnunni, er auk inngangs \ sex meginköflum, sem hafa að geyma almenna stefnumörkun, og tillögur til úrbóta á ýmsum sviðum. Þá er þar og fjallað um upplýsingaöflun og rannsóknir, fjölmiðla, alþjóðlegar og staðbundnar aðgerðir og mat á þeim árangri, sem náðst hefur á hverjum tíma.


Kvennaárið 1975

Höfundur
Ár
1976
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kvennaárið 1975
https://baekur.is/bok/5290964e-31b8-47b8-8568-d2c499d5e7ad

Tengja á þessa síðu: (7) Blaðsíða 1
https://baekur.is/bok/5290964e-31b8-47b8-8568-d2c499d5e7ad/0/7

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.