loading/hleð
(16) Blaðsíða 16 (16) Blaðsíða 16
25 ára afmælisrit Stómasamtakanna Mynd 3. Röntgenmynd af nýblöðru á þvagrás. Endursköpun þvagfæra í þeimtilvikum sem alvarleg vanstarfsemi verður á þvagblöðru, þvagloku eða þvagrás vegna góðkynja sjúkdóma má nota ýmiss konar útfæslur með ofannefndum aðferðum. Þvagblöðruna má t.d. stækka með garnabút til þess að auka rýmdina. Þvagrásina er hægt að endurgera og þá má setja inn gerviþvagloku. í flestum þessara tilvika þarf viðkomandi að tappa reglulega af sér en margir kjósa það þó fram yfir það að missa þvag í tíma og ótíma. Að breyta þvagveitu í nýblöðru Einstaklingar sem þegar hafa þvagveitu spyrja stundum hvort hægt sé að breyta veitunni í nýblöðru. Hér þarf margs að gæta og í fáum tilvikum er það talið ráðlegt. Helst kemur það til greina ef alvarleg vanstarfsemi er á þvagveitunni sem til staðar er. Þá eru slíkar aðgerðir oft áhættusamar og flóknar ekki síst þar sem viðkomandi einstaklingar hafa áður farið í stóra kviðarholsaðgerð. Mynd 4. Nýblaðra, með ventil til húðar, tæmd með þvaglegg. Lokaorð Hægt er að bjóða upp á margar útfærslur ef endurskapa þarf þvagfæri. Helstu nýjungar felast í þeim möguleika að búa til nýja þvagblöðru í stað þeirrar sem fyrir var og nýtast áfram við þvagrás og þvagloku. Hefðbundin aðgerð er þó enn í fullu gildi og hafa staðist tímans tönn. Kveðja frá Krabbameinsfélagi íslands Bakhjarl í tuttugu og fimm ár Stómasamtökin eru næst- elsti stuðningshópur krabba- meinssjúklinga sem starfað hefur innan vébanda Krabbameinsfélags íslands. Þau voru stofnuð 16. október 1980, næsta félag á eftir Samhjálp kvenna og eru því ásamt Nýrri rödd sem einnig verður 25 ára síðar á þessu ári, í hópi brautryðjendanna. Stómasamtökin hafa sinnt afar þakklátu fræðslu- og stuðningshlutverki á þessum langa tíma. Þeir sem hafa notið þessa stuðnings eru ekki einungis krabbameinssjúklingar en einnig þeir sem hafa þurft að fá stóma vegna bólgusjúkdóma í meltingarfærum. Meðlimir Stóma- samtakanna eru því blandaðri hópur en almennt gerist hjá stuðningshópunum en þeir eru nú orðnir sjö á höfuðborgarsvæðinu og tíu úti á landi. Afar gott samstarf hefur ævinlega verið milli Stómasamtakanna og Krabbameinsfélags íslands sem hefur leitast við að styðja hið góða starf samtakanna eftir bestu getu, en samtökin eiga athvarf sitt í húsi félagsins í Skógarhlíð 8 eins og hinir stuðningshóparnir. Um leið og við óskum Stóma- samtökunum hjartanlega til hamingju með þennan merka áfanga í mikilvægu starfi þökkum við gott samstarf og góða kynningu við málsvara samtakanna og aðra félagsmenn. Megi farsæld fylgja störfum ykkar í framtíðinni sem hingað til. Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Islands 16
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44


25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005

Ár
2006
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: 25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005
https://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5

Tengja á þessa síðu: (16) Blaðsíða 16
https://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5/0/16

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.