
(5) Blaðsíða 5
25 ára afmælisrit Stómasamtakanna
Og konan kom, brosandi
og jákvæð, svaraði öllum
mínum spurningum. Settist
meira að segja á rúmstokkinn
og hneppti örlítið pilsinu frá
pokanum.
Þú hefurþá væntanlega farið bjart-
sýnni í aðgerðina eftir heimsóknina?
Því er skemmst frá að segja að til
London fór ég á sjúkrabörum í fylgd
Hauks og skilaði hann mér í hendur
skurðlæknanna á St. Mark's með Mr. P.
R. Hawley í broddi fylkingar sem þá var
talinn einn fremsti læknir á þessu sviði á
Bretlandseyjum.
Sjúkraflutningamaður á Heathrow
flugvelli sagði við mig þegar hann renndi
mér inn í bílinn: „Þú ert óvenju hress og
kátur af sjúklingi að vera.“ Ég svaraði:
„Já, það er vegna þess að ég hitti konu
um daginn sem sannfærði mig um að
það er líf eftir stóma.“ Það hafa reynst
orð að sönnu.
Konan var Sigríður Flygenring og
við vorum meðal þeirra sem stofnuðum
Stómahópinn 1977 og Stómasamtökin
1980.
Hvert var fyrsta verkefni ykkar í
Stómahópnum?
Á meðal fyrstu verkefnanna, auk þess
að tryggja gott og öruggt framboð
hjálpartækja, var að stofna heimsóknar-
þjónustu og höfum við bæði ásamt
mörgum öðrum stómaþegum heimsótt
sjúklinga á spítölum og jafnvel í heima-
húsum því að við vitum að slíkar heim-
sóknir geta skipt sköpum þegar fólk er
að búa sig undir aðgerðir. Framfarir í
læknisfræði og hjúkrun eru mikils virði
en okkar hlutverki geta engir aðrir tekið
við vegna reynslu okkar.
Það skiptir miklu máli hvernig
sjúklingar eru undirbúnir andlega og
viðhorf þeirra til læknisaðgerðarinnar
sem slíkrar. Bati að henni lokinni getur
ráðist nokkuð af þeim undirbúningi. Eftir
aðgerð vakna líka ýmsar spurningar sem
gott er að fá svör við. Internetið er gott
og gagnlegt til viðbótar þeim ráðum og
upplýsingum sem hið ágæta starfsfólk
heilbrigðiskerfisins veitir. Engu að síður
tel ég heimsókn stómaþega með reynslu
geta skipt sköpum líkt og gerðist hjá mér
tæplega 30 ára gömlum síðla vetrar
1974.
CCU - Crohn's og Colitis Ulcerosa
samtökin á Islandi
Ásgeir Theódórs meltingarsérfræðingur er frumkvöðull að
stofnun CCU-samtakanna en þegar hann var í sérnámi í
Bandaríkjunum sá hann hvað slík samtök gera fyrir sjúklinga.
Eftir að hafa rætt þessi mál við kollega sinn voru fimm
sjúklingar boðaðir á St. Jósefsspítala til fundar við Ásgeir og tvo
hjúkrunarfræðinga á St. Jósefsspítala til umræðu um stofnun
slíkra samtaka. Þetta var haustið 1992.
Eftir þennan fund var farið í undirbúningsvinnu og bréf sent
til meltingasérfræðinga og sjúklinga með bólgusjúkdóma
í smáþörmum og ristli, þ.e. Crohn's og Colitis ulcerosa,
og þeir beðnir að hafa samband við undirbúningshópinn.
Undirbúningsfundur var haldinn í Gerðubergi 23. mars 1993.
Þar mættu fimm manna undirbúningsnefnd, tveir aðstandendur
og ellefu sjúklingar - af 450 sem þá var vitað um.
Ekki gekk að stofna samtökin formlega í þetta sinn eins og
vonast hafði verið til en undirbúningshópurinn hélt ótrauður
starfi sínu áfram og í september 1995 voru aftur send bréf
til meltingarsérfræðinga og einnig til allra heilsugæslustöðva
landsins með auglýstum stofnfundi 26. október. Einnig var
hringt í alla sem fengu bréf og bar þetta það góðan árangur að
á stofnfundinn mættu 70-80 manns.
í lögum CCU-samtakanna segir að tilgangur þeirra sé
að styrkja velferð félaga með stuðningi, fræðslu, þýðingu á
fræðsluefni og gæta þess að samtökin nái til félaga um allt
land. Félagar í CCU hafa farið í heimsókn til sjúklinga þegar
þess er óskað og eins verið í símasambandi við þá.
CCU-samtökin hafa verið ötul við að kynna starfsemi
sína út á við. Þau hafa dreift bæklingum til lækna, spítala
og lyfjaverslana, farið í útvarpsviðtal og fengið umfjöllun í
Morgunblaðinu.
Að undanförnu hafa CCU-samtökin og Stómasamtök íslands
haft með sér samstarf og til dæmis haldið sameiginlega fundi
enda er óhætt að segja að áhugamál þeirra skarist.
CCU-samtökin eru með talhólf: 881 3288 og eru hér með
allir sem áhuga hafa á starfi þeirra hvattir til að hafa samband.
Heimasíðan er doktor.is/ccu og netfangið ccu@isl.is.
5
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44