
(37) Blaðsíða 37
25 ára afmælisrit Stómasamtakanna
„Hreyfing er nauðsynleg
fyrir líkama og sál“
segir Örn Agnarsson stómaþegi
Örn Agnarsson hefur starfað sem
verkamaður hjá álverinu í Straumsvík í
liðlega 30 ár eða frá 1972. Hann hefur
unnið í kerskála, við höfnina en lengst
af sem öryggisvörður. Hann gekkst
undir stómaaðgerð 1977, þá tæplega
þrítugur að aldri. Örn hefur verið mjög
virkur í starfi Stómasamtakanna; tók
þátt í undirbúningi samtakanna og
er því einn af stofnfélögunum. Hann
hefur þrívegis verið kjörinn formaður
samtakanna, fyrst 1983. Þá hefur hann
verið í heimsóknarþjónustunni frá því
hún var mynduð og þeir eru því ófáir,
sem lent hafa í stómaaðgerð, sem notið
hafa leiðbeiningar hans.
Einhvern tíma á árinu 1977
veiktist ég hastarlega og var
bókstaflega við dauðans dyr.
Ég missti skyndilega allan
mátt og datt niður.
Þú lentir í miklum hremmingum áður
en þú fórst í aðgerð?
Það er víst óhætt að segja það. Ég
veiktist af ristilbólgum haustið 1975
og var skorinn upp tæpum tveimur
árum síðar. Aðdragandinn var því harla
skammur. Einhvern tíma á árinu 1977
veiktist ég hastarlega og var bókstaflega
við dauðans dyr. Ég missti smám saman
allan mátt og kraft. Það hefur stundum
verið sagt að þeir sem lenda á milli lífs
og dauða sjái Ijósið og það gerði ég
sannarlega í þetta sinn.
Ég bjó þá í Ytri-Njarðvík og systir mín
ók mér á Landakot í einum logandi hvelli.
Á Landakoti reyndu þeir hvað þeir gátu
til að lækna meinið en svo gerist það að
ristillinn springur á þremur stöðum og því
var ekki um annað að ræða en skera
mig í hvelli. Ég hefi aldrei liðið aðrar eins
kvalir og þá. Aðgerðin tók 4-5 klst. Ég
var lengi með næringu í æð og á þessum
tíma léttist ég um rúmlega 40 kg. eða úr
82,5 kg. í 40. Meðan meltingin var að
komast í lag fékk ég eingöngu barnafæði
og ég man hve ánægður ég var þegar ég
fékk fyrstu raunverulegu máltíðina.
Þú hafðir lagt stund á íþróttir á
þessum árum og gerir reyndar enn.
Heldurðu að þessi ástundun hafi
skipt sköpum?
Það er engin spurning. Ég er sannfærður
um að ég hefði ekki haft þetta af ef ég
hefði ekki verið í svona líkamlega góðu
formi. Ég stundaði lyftingar, sund og skíði
á þessum árum og geri enn. Stómað
verður engin hindrun því þegar ég lyfti
þungum lóðum nota ég sérhannað
leðurbelti sem herðir að stómanu án
þess að meiða það.
Ég hefi tekið þátt í mótum hjá
lömuðum og fötluðum þar sem ég var
greindur til að taka þátt í ákveðnum
flokki. Vegna stómans get ég ekki
tekið þátt í hvaða grein sem er en sú
grein sem ég legg aðallega stund á er
bekkpressa. Markmið mitt nú er að taka
þátt í mótum sem ætluð eru þeim sem
eru á aldrinum 50-60 ára. Það hefur hins
vegar ekki orðið af þvi ennþá því ég hefi
verið að ná mér eftir bílslys sem ég lenti
í fyrir þremur árum sem hafði m.a. þær
afleiðingar að brjóstkassinn brotnaði. Ég
átti allt eins von á því að fara í aðgerð
vegna stómans því hún var hálfóvirk eftir
slysið en einhvern veginn hefur þetta
jafnað sig.
Hreyfing í hvaða formi sem er
er sálarbætandi.
Þú leggur mikið upp úr líkamlegri
þjálfun?
Það er ekkert vafamál að hreyfing í
hvaða mynd sem er er ekki aðeins
nauðsynleg fyrir heilsuna heldur ekki
síður fyrir andlega líðan. Líkamleg og
andleg vellíðan fer saman. Maður hefur
orðið var við það i fjölmiðlum upp á
síðkastið að fólk sem á í einhvers konar
sálrænum vandamálum sé hvatt til að
hreyfa sig. Þetta eru engar nýjar fréttir
fyrir mig. Það er löngu vitað að hreyfing í
hvaða formi sem er er sálarbætandi.
37
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44