loading/hleð
(4) Blaðsíða 4 (4) Blaðsíða 4
25 ára afmælisrit Stómasamtakanna „Eftir heimsóknina var ég alveg tilbúinn í aðgerðina“ segir Ólafur R. Dýrmundsson búvísindamaður Ólafur R. Dýrmundsson er landbúnaðar- vísindamaður að mennt. Hann lauk doktorsprófi með sauðfjárrækt sem sérgrein í Wales árið 1972. Hann hefur starfað hjá Bændasamtökum íslands undangengna áratugi. Ólafur var einn þeirra er tóku virkan þátt í undirbúnings- hópi stómaþega frá nóvember 1977 til stofnunar Stómasamtakanna í október 1980 og var talsmaður hópsins. Hann var fyrsti formaður Stómasamtakanna eða frá stofndegi þeirra 16. október 1980 til fyrsta aðalfundar í apríl ári síðar. Ólafur og kona hans eiga fjögur börn og eru tvö þeirra fædd nokkrum árum eftir stómaaðgerðina. Ólafur var fyrst beðinn að skýra frá aðdraganda þess að hann gekkst undir aðgerð. Ég gekkst undir ileóstómaaðgerð í lok mars 1974 á St. Mark's sjúkrahúsinu í London eftir að hafa legið á Land- spítalanum í rúmlega mánuð. Sex árum áður hafði greinst í mér ristilbólga en sennilega hafa einkennin verið komin fram tveim árum fyrr, þannig að aðdragandinn var nokkur. Eins og oft vill verða með þessa veiki hvarf hún að mestu á alllöngum tímabilum en tók sig upp aftur hvað eftir annað, þrátt fyrir lyfjagjöf á ýmsum tímum alltfrá 1968. Allan tímann stundaði ég háskólanám og vinnu. Upp úr áramótunum 1973/74 var ég farinn að fá hita og eftir ítarlegar rannsóknir tjáði Haukur Jónasson meltingarsérfræðingur mér að ég tæki mikla áhættu ef ég færi ekki í skurðaðgerð sem fyrst. Honum hafði ég kynnst 1968 og reyndist hann mér einstaklega vel. Sem lyflæknir hafði hann gert allt sem hægt var fyrir mig og einnig fékk ég góða hjálp frá læknum á Bronglais spitalanum í Aberystwyth í Wales á námsárunum. Hvers vegna var aðgerðin ekki gerð hér á landi? Á þessum árum voru slíkar aðgerðir ekki gerðar hér á landi nema út úr neyð. „Hvort viltu fara til London eða Bandaríkjanna?“ sagði Haukur, því að ég tók strax vel í það að láta skera mig upp og fá stóma. „Til London,“ sagði ég, enda þekkti ég beturtil á Bretlandseyjum því að ég hafið búið í Wales frá 1966-1972 þar sem ég lauk doktorsprófi. Haukur hafði reyndar sagt mér strax 1968, þegar ég spurði hvað gerðist ef lyfjameðferð dygði ekki, að þá yrði ég að fara í skurðaðgerð. Ef til vill yrði hægt að tengja saman. Það var því visst áfall, þó ég væri ekki óviðbúinn, þegar hann sagði að hugsanlega yrði ég að vera með varanlegt stóma og poka eftir aðgerðina. Ég þekkti engan með stóma og velti fyrir mér uppi á Landspítala, veikari en ég gerði mér þá fyllilega grein fyrir, hvað slíkt fæli í sér. Eitthvað meira þurfti ég að vita þótt Haukur teldi góðar líkur á bata og ástæða væri til bjartsýni. Hvað gerðist í framhaldi af úrskurði læknisins? Þá gerðist það sem skipti mig svo miklu máli að ég fæ aldrei fullþakkað. Haukur og Guðrún Sveinbjörnsdóttir móðir mín komu því til leiðar að ég átti að fá mjög sérstaka heimsókn á spítalann - stómaþega! Það orð var reyndar ekki til þá. Þá voru engin stómasamtök og engin heimsóknarþjónusta. Þetta leist mér vel á og var ég mjög spenntur. „Þetta er kona sem ég hef unnið með á Landsímanum, húsfreyja og Ijögurra barna móðir,“ sagði mamma. Og konan kom, brosandi og jákvæð, svaraði öllum mínum spurningum. Settist meira að segja á rúmstokkinn og hneppti örlítið pilsinu frá pokanum (en það var gúmmípoki í þá daga), hneppti að, stóð upp og sagði: „Finnst þér bera nokkuð mikið á þessu?“ Ég sagði að það væri mun minna en ég átti von á og hugsaði um leið: „Úr því að þetta hefur gengið svona vel hjá henni um árabil hlýtur það að ganga hjá mér líka.“ Ég vissi að hún var útivinnandi húsmóðir og ekki spillti útlitið, grönn og spengileg. Stóma og poki virtust ekki há henni og hún gaf mér endanlega þá sannfæringu sem ég þurfti. Eftir heimsóknina var ég alveg tilbúinn í aðgerðina. Internetið er gott og gagnlegt til viðbótar þeim ráðum og upplýsingum sem hið ágæta starfsfólk heilbrigðiskerfisins veitir. Engu að síður tel ég heimsókn stómaþega með reynslu geta skipt sköpum. 4
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44


25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005

Ár
2006
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: 25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005
https://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5

Tengja á þessa síðu: (4) Blaðsíða 4
https://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5/0/4

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.