
(20) Blaðsíða 20
25 ára afmælisrit Stómasamtakanna
dóminn er t.d. mun meiri í Norður-
Evrópu, Norður-Ameríku og Ástralíu en
Suður-Ameríku, Asíu og Afríku. Nýgengi
endaþarmskrabbameins á Norðurlöndum
er talið vera um tuttugu sinnum hærra en í
Mið-Afríku. Þessi landfræðilegi munur er
talinn stafa fyrst og fremst af mismunandi
lífsháttum, einkum mismunandi matar-
venjum. Á Norðurlöndunum er nýgengi
hæst hjá Norðmönnum og Dönum en
lægst hjá íslendingum.
Einkenni
Einkenni ristil- og endaþarmskrabba-
meins eru fyrst og fremst blóð í hægðum
og breytingará hægðavenjum. Kviðverkir,
uppþemba, lítil matarlyst, þreyta, slapp-
leiki og þyngdartap geta einnig verið
einkenni. Þessi einkenni geta stafað
af öðru en krabbameini en mikilvægt
er að kanna undirliggjandi ástæður. í
sumum tilfellum getur ristilkrabbamein
valdið mjög bráðum einkennum, t.d.
garnaflækju eða garnastíflu.
Greining
Þegar einkenni eins og blóð á hægðum
eða breytingar á hægðavenjum koma
fram er rétt að fara í læknisrannsókn.
Hluti af venjulegri læknisfræðilegri
líkamsskoðun er þreifing á kviði og einnig
þreifing í endaþarmi. Áreiðanlegasta
rannsóknin er endaþarms- og ristil-
speglun en ef skoða á allan ristilinn krefst
það ítarlegrar úthreinsunar. Hægt er að
skoða breytingar í öllum ristlinum með
sveigjanlegu speglunartæki. Ef vefjasýni
er tekið úr meinum eða afbrigðilegri
slímhúð er hægt með vefjarannsókn að
komast að því hvort um illkynja mein sé
að ræða.
Nýlega er farið að nota tölvusneið-
myndartæki til að taka myndir af ristlinum
eins og verið sé að spegla ristilinn
að innan og skima eftir breytingum í
slímhúðinni. Mögulegterað þessi aðferð
eigi eftir að hafa hlutverk varðandi leit
(skimun) að ristilkrabbameini.
Meðferð
Ristil- og endaþarmskrabbamein er
fyrst og fremst meðhöndlað með skurð-
aðgerð. Ef æxlið hefur ekki vaxið út
fyrir þarmavegginn eru miklar líkur
á fullri lækningu. Sé æxlið staðsett í
neðsta hluta endaþarmsins getur þurft
að fjarlægja allan endaþarminn, svo
og endaþarmsopið. Þá þarf að leiða
þarminn út á kviðvegginn (colostómía)
svo þarmainnihaldið komist út þar sem
það kemst ekki lengur rétta leið út um
endaþarmsopið. Ef æxlið er hærra uppi
í endaþarminum er oft möguleiki á að
fjarlægja aðeins hluta endaþarmsins og
tengja aftur saman þarmaendana svo að
sjúklingur geti haldið endaþarmsopi og
vöðvum þess og tæmt endaþarminn á
venjubundinn hátt.
Skurðaðgerð á endaþarmskrabba-
meini er umfangsmikil, flókin og mikið
nákvæmnisverk. Gæta þarf þess að
reyna að taka burt aðlægan vef til að
komast fyrir æxlisvöxtinn. Jafnframt þarf
þó að gæta þess að taka ekki meira
en nauðsynlegt er vegna mikilvægra
aðlægra líffæra og tauga sem stjórna
þvagblöðrutæmingu og stinningu.
Til að minnka líkurnar á endurkomu
ristilkrabbameins fjarlægir skurðlæknir-
inn ekki eingöngu sjálft æxlið heldur líka
hluta af heilbrigðum vef í kringum æxlið
ásamt nálægum eitlum. Síðan er oftast
hægt að tengja ristilendana saman.
Horfur
í þeim tilvikum er ristilkrabbamein
uppgötvast snemma, þ.e. þegar það
er takmarkað við ristilvegginn, er lang-
oftast unnt að lækna sjúklinga með
skurðaðgerð. Þegar sjúkdómurinn hefur
náð að dreifa sér út fyrir ristilvegginn eru
horfurnar verri og einkum ef æxlið hefur
dreift sér til eitla eða fjarlægra líffæra.
í heildina er hlutfallsleg fimm ára lifun
(þ.e. lifun miðað við jafnaldra af sama
kyni) 54% fyrir karlmenn og 58% fyrir
konur.
Horfur sjúklinga sem greinast
með endaþarmskrabbamein eru mjög
mismunandi. í heild hafa horfur batnað
mjög mikið, sérstaklega síðustu tíu árin,
einkum með tilkomu betri og markvissari
skurðaðgerða og geislameðferðar,
sem oftast er gefin fyrir skurðaðgerð.
Hlutfallsleg fimm ára lifun er yfir 50% og
líkur eru á að lifun batni enn á næstu
árum með markvissari meðferð.
(Grein þessi er unnin úr
bókinni Krabbamein á íslandi.
Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags
íslands 50 ára, sem Jón Gunnlaugur
Jónasson og Laufey Tryggvadóttir
ritstýrðu og Krabbameinsfélagið gaf
út 2004. Kaflarnir sem þessi grein
er unnin úr eru „Ristilkrabbamein" og
„Endaþarmskrabbamein". Greinin
er birt með góðfúslegu leyfi ritstjóra
bókarinnar).
Ristilkrabbamein 1998-2002
Karlar Konur
Meðalfjöldi tilfella á ári 49 39
Hlutfall af öllum meinum 8,5% 6,7%
Meðalaldur við greiningu 70 ár 71 ár
Fjöldi á lífi í árslok 2002 280 258
Heimild: Krabbamein á ísland 2004.
Endaþarmskrabbamein 1998-2002
Karlar Konur
Meðalfjöldi tilfella á ári 15 14
Hlutfall af öllum meinum 2,6% 2,5%
Meðalaldur við greiningu 69 ár 66 ár
Fjöldi á lífi í árslok 2002 91 86
20
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44