
(28) Blaðsíða 28
25 ára afmælisrit Stómasamtakanna
aðferð er eingöngu hægt að nota ef
sjúklingurinn er frískur og ekki á sterum
eða ónæmisbælandi lyfjum. Þeir sem
koma til greina að fara í aðgerð í einu
þrepi eru sjúklingar sem hafa vægan
sjúkdóm en hafa haft hann það lengi að
það er orðin aukin krabbameinsáhætta
eða ef forstigsbreytingar finnast.
Þegar sjúklingarnir eru mjög veikir og
eru á miklum lyljum sem geta verið bæði
sterar og ónæmisbælandi lyf og e.t.v.
vannærðir að auki þá er gróandinn í
vefjum líkamans lélegur. Ef tengingarnar
gróa illa er hætta á að þær leki. Leki
á tengingu getur orðið lífshættulegur.
Það er því regla að þeir sjúklingar sem
eru veikastir fara í aðgerð þar sem ekki
er gerð nein tenging. Það þarf þá að
gera fyrst aðgerð þar sem ristillinn er
tekinn og endaþarmi lokað að ofan og
lögð fram endaileostomía (Mynd 4).
Þegar sjúklingurinn hefur náð sér af
sáraristilbólgunni og er orðinn lyfjalaus er
gert annað þrep þar sem endaþarmurinn
er tekinn og garnapoki tengdur niður í
endaþarmsopið (Mynd 5). Ef það þarf
að gera lykkjuileostómíu í þeirri aðgerð
(Mynd 7) er henni lokað í þriðja þrepinu
2-3 mánuðum seinna.
Mynd 7. Gerð í Gagnasmiðju LSH.
Minna veikir sjúklingar sem eru
vel nærðir en eru e.t.v. á sterum geta
gróið en það getur tekið lengri tíma og
getur þá verið hægt að gera fullkomið
brottnám á ristli og endaþarmi og garna-
pokatengingu niður í endaþarmsop í
fyrstu aðgerð en tengingin er þá varin
með lykkjuileostómíu. Þessari ileostómíu
er síðan lokað aftur í öðru þrepinu 3 - 6
mánuðum seinna eða þegar hægðirnar
sem koma í pokann eru farnar að
þykkna.
Frábendingar fyrir garnapokaaðgerð-
um eru ef sjúklingurinn hefur slappan
hringvöðva og hægðaleka, en þá yrði
lekinn óbærilegur eftir að búið er að
tengja garnapoka niður í endaþarmsopið.
Ef sjúklingurinn hefur ekki örugglega
sáraristilbólgu heldur gæti haft Crohn's
sjúkdóm er ekki talið ráðlegt að gera
garnapokaaðgerð vegna aukinnar tíðni
fylgikvilla.
Ileostómía eða garnapoki
Valið á milli aðgerðar þar sem allur ristill
og endaþarmur ásamt endaþarmsopi
eru fjarlægð og lögð fram varanleg
ileostómia (Mynd 2) og aðgerðar þar
sem allur ristill og endaþarmur eru
fjarlægð og innri garnapoki tengdur niður
í endaþarmsop (Mynd 5) getur verið erfitt
fyrir einstaklinginn sem í hlut á. í rauninni
mótast það mest af því hversu mikið
hann er á móti því að hafa stómíu. Það
er nauðsynlegt að þekkja til hugsanlegra
fylgikvilla af aðgerðunum þegar valið er
á milli ileostómíu eða garnapoka.
Fylgikvillar eftir garnapokaaðgerðir
Fylgikvillar fylgja bæði ileostómíum og
innri garnapokum. Það er algengara að
fá fylgikvilla eftir garnapokaaðgerð en
ileostómíur.
Dánartíðni eftir garnapokaaðgerðir
er mjög lág. Hér á íslandi hefur enginn
dáið af aðgerðinni. Þar sem mikið er gert
af þessum aðgerðum hefur dánartíðnin
verið 0,2%-0,4%. Aftur á móti er há tíðni
annarra fylgikvilla eða 20%- 50%.
Leki á tengingunni kemur hjá 10%-
15%. Lekinn er hættulegur vegna
sýkingar sem hann veldur. Lekinn getur
líka valdið því að það verði þrenging á
tengingunni seinna. Óttinn við leka á
tengingunni er aðalástæðan fyrir því
að sett er lykkjuileostomia til að verja
garnapokann á meðan hann er að gróa.
Garnastífla eftir aðgerðina kemur hjá
15%-25% sjúklinga sem fara í aðgerð.
Ef garnastífla verður eftir aðgerðina
getur þurft að gera aðra aðgerð til að
losa um hana. Ef gerð er þriggja þrepa
aðgerð þarf að loka lykkjuileostomiu í
3ja þrepinu og er það tiltölulega algengt
að þrenging eða stífla verði þar sem
stómíunni var lokað.
Fistilgöng geta myndast frá garna-
pokatengingunni og út á húð eða í
leggöng. Fistilgöng koma aðallega ef
einhver vandræði hafa verið í aðgerðinni
við gerð tengingarinnar. Fistilgöng frá
garnapokanum koma eftir 4%-7% af
aðgerðunum. Það er mjög erfitt að gera
við fistla frá garnapokum og endar með
því að það þarf að fjarlægja þriðjung þeirra
garnapoka þar sem fistlar myndast.
Bólga eða sýking í pokanum
(pouchitis) kemur hjá 15%-20% eftir
aðgerðina. Líklega fá allt að 50%
þeirra sem hafa innri garnapoka bólgu
eða sýkingu í garnapokann á 10 árum
eftir aðgerðina. Yfirleitt gengur vel
að meðhöndla þessa sýkingu með
sýklalyfjum, en í einstaka tilfellum verður
sýkingin þrálát og getur endað með því
að það þarf að fjarlægja pokann.
Tæmingarerfiðleikar koma fyrir vegna
þrengingar á tengingunni eða missmíðar
á neðsta hluta pokans.
Leki frá endaþarmsopi vegna slapp-
leika í endaþarmsvöðvanum getur orðið.
Lekinn er algengastur á nóttunni. Leki
frá endaþarmsopinu getur valdið ertingu
í húð með sviða og kláða en leki virðist
ekki vera algengur fylgikvilli með þeirri
aðferð sem við höfum beitt á LSH.
Taugaskaðar. Niðri í grindarbotninum
eru taugar sem stjórna stinningu á
getnaðarlimnum hjá körlum og sníp hjá
konum, tilfinningu í leggöngum, vöðva
í blöðruhálsi og samdrætti blöðru. Ef
þessar taugar eru skemmdar getur það
haft alvarlegar afleiðingar fyrir kynlíf og
frjósemi bæði hjá körlum og konum. Það
getur einnig valdið blöðrulömun með
tæmingarerfiðleikum á blöðru. Það er
28
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44