(19) Blaðsíða 19 (19) Blaðsíða 19
25 ára afmælisrit Stómasamtakanna Úr bókinni „Krabbamein á íslandi" Krabbamein í ristli og endaþarmi Inngangur Krabbamein í ristli er um 8% illkynja æxla á íslandi. Það er meðal tíðustu krabbameina sem greinast hjá vest- rænum þjóðum og er algeng orsök dauðsfalla hjá krabbameinssjúklingum. Þetta krabbamein er heldur algengara hjá körlum en konum. Þráttfyriraukningu sjúkdómstilfella síðustu áratugina hefur dánartíðni af völdum sjúkdómsins heldur lækkað. Fyrst og fremst er það talið stafa af því að nú orðið greinist sjúkdómurinn fyrr en áður. Meðalaldur sjúklinga við greiningu er 71 ár. Krabbamein í endaþarmi er um 2-3% allra illkynja æxla á íslandi. Það er álíka algengt meðal karla og kvenna. Nýgengi hefur verið að hækka en meðferð hefur orðið markvissari vegna nákvæmari aðferða til að greina útbreiðslu sjúk- dómsins fyrir aðgerð. Skurðaðgerðin hefur breyst og aðgerðartæknin orðið miklu nákvæmari. Fylgikvillum aðgerða hefur fækkað, s.s. taugasköðum í grindarbotni. Meðalaldur sjúklinga sem greinast með krabbamein í endaþarmi er 68 ár. Ristillinn Ristillinn er 1-1,5 m. á lengd. Hann tekur við af smáþörmunum og endar þar sem endaþarmurinn (neðstu 15 sm) byrjar. Mest öll næring fæðunnar er frásoguð i smáþörmunum, þ.e. næringin flyst frá holrými smáþarma og út í blóðið. Þegar innihald smáþarma kemur niður í ristilinn eru eftir fæðuhlutar sem meltingarfærin geta ekki brotið niður, t.d. trefjar. í ristlinum frásogast síðan vatn og ýmis sölt út í blóðið þannig að innihald ristilsins, hægðirnar, verður þéttara. í ristlinum er mikið magn gagnlegra baktería, sem geta m.a. myndað vítamín, sem líkaminn nýtir sér. Endaþarmurinn Endaþarmurinn (rectum) er um það bil 15 sm að lengd og er neðsti hluti þarmanna. Hann tengir saman ristilinn (colon) og endaþarmsopið (anus). Enda- þarmsopið hefur hringvöðva með flókinni uppbyggingu; innra sléttvöðvalag, sem lýtur ekki viljastjórn, og ytra þverrákótt vöðvalag, sem unnt er að stjórna og koma þannig í veg fyrir ótímabæra losun hægða. Meginhlutverk endaþarmsins er að geyma hægðir milli tæminga. Þegar þrýstingureykst í endaþarminum slaknará innri hringvöðvanum og hægðirnar færast neðar í ganginn á endaþarmsopinu. Þegar hægðirnar færast neðar vekja þær viðbragð í ytri hringvöðvanum, sem er viljastýrður, og heldur hann aftur af tæmingu þar til heppilegar aðstæður hafa skapast til að losa hægðirnar. Orsakir og áhættuþættir Erfðafræðilegir þættir gegna miklu hlut- verki í vissum gerðum ristil-og endaþarms- krabbameins og hafa vísindamenn sýnt fram á vissar genabreytingar sem auka áhættuna á sjúkdómnum. Erfðafræðilegir þættir eru þó ekki taldir orsaka nema um eða yfir fimm af hundraði allra ristil- og endaþarmaskrabbameina. Flestir sem greinast með ristil- og endaþarmskrabbamein eru eldri en fimmtugir og fæstir eru i einhverjum sérstökum þekktum áhættuhópi. Nokkrir slíkir áhættuhópar eru þó þekktir, t.d. einstaklingar með sterka ættarsögu um ristil- og endaþarmskrabbamein, fólk með ákveðna gerð ristilsepa eða þekkta langvinna bólgusjúkdóma í ristli. Sjúklingar með langvinna þarmabólgu- sjúkdóma, þ.e. sáraristilbólgu (colitis ulcerosa) og Crohn's sjúkdóm eru í aukinni hættu á að fá ristil- eða endaþarmskrabbamein. Því hefur verið haldið fram að of lítil neysla trefja væri áhættuþáttur en rannsóknir hafa ekki staðfest það. Rannsóknir seinni ára benda til að offita, lítil líkamleg hreyfing, mikil áfengisneysla, lítil neysla fólinsýru og mikil neysla á rauðu kjöti auki líkurnar á myndun ristil- og endaþarmskrabbameins. Mikil neysla ávaxta og grænmetis er talin hafa verndandi áhrif og á síðustu árum hefur komið í Ijós að lyfið magnyl (asperin) virðist einnig hafa jákvæð áhrif. Langflest illkynja æxli í ristli og endaþarmi eru kirtilmyndandi krabba- mein og eru þau talin myndast í æxlis- sepum í slímhúð ristils. Vísbending- ar eru um að skimun fyrir ristil- og endaþarmskrabbamein, með því að leita og fjarlægja ristilsepa, dragi úr nýgengi sjúkdómanna og lækki dánartíðni þeirra. Landfræðilegur munur Krabbamein í ristli og endaþarmi er algengara í þróuðum löndum en þróunarlöndum. Hættan á að fá sjúk- 19
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44


25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005

Ár
2006
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: 25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005
https://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5

Tengja á þessa síðu: (18) Blaðsíða 18
https://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5/0/18

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.