
(30) Blaðsíða 30
25 ára afmælisrit Stómasamtakanna
Lög Stómasamtaka íslands
1. gr.
Félagið heitir Stómasamtök íslands - ISILCO. Heimili
þess og varnarþing er í Reykjavík.
2. gr.
Tilgangur félagsins er að stuðla í hvívetna að
velferð fólks sem gengist hefur undir stómaaðgerðir,
þ.e. ristilstóma (colostomy), garnastóma
(ileostomy),þvagstóma (urostomy) svo og garnapoka og
nýblöðruaðgerð. Þessum tilgangi hyggst félagið fyrst og
fremst ná með því:
1. að vinna á allan hátt að hagsmunum þeirra sem
gengist hafa undir stómaaðgerðir, garnapoka- eða
nýblöðruaðgerðir og kynningu á málefnum þeirra
2. að stuðla að fræðslustarfsemi og miðlun upplýsinga
um stómaaðgerðir og viðeigandi hjálpartæki til fólks
sem þarf að gangast undir slíkar aðgerðir, svo og til
aðstandenda og annarra velunnara
3. að beita sér fyrir því að hentug hjálpartæki séu ætíð
á boðstólum og jafnframt að afgreiðsla þeirra sé sem
greiðust
4. að efla samstarf við lækna, hjúkrunarfólk, sjúkrahús
og líknarstofnanir, svo sem Krabbameinsfélag
íslands og Öryrkjabandalag íslands, sem láta sig
varða heilbrigði og velferð stómaþega, bæði fyrir og
eftir aðgerð
5. að stofna til samskipta við erlend stómasamtök.
3. gr.
Stómasamtök íslands eru aðili að Krabbameinsfélagi
íslands og Öryrkjabandalagi íslands en starfa að öllu
leyti sem sjálfstætt félag. Samtökin starfa á landsvísu
og geta félagar orðið allir þeir sem gengist hafa undir
stóma-, garnapoka eða nýblöðruaðgerð, greinst
hafa með sjúkdóm eða fæðingargalla sem leiða
kann til stómaaðgerðar, aðstandendur þeirra og aðrir
velunnarar félagsins.
4. gr.
Stjórn félagsins er skipuð fimm aðalmönnum og tveim
til vara, kosnum á aðalfundi. Formaður skal kosinn
sérstaklega til tveggja ára í senn. Árlega skal kjósa
tvo meðstjórnendur til tveggja ára og tvo til vara til
eins árs í senn. Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund kýs
stjórnin úrsínum hópi varaformann, ritara, gjaldkera
og meðstjórnanda. Meirihluti stjórnar skal ætíð
skipaður fólki sem gengist hefur undir stómaaðgerð.
Stjórnarmenn mega sitja fimm kjörtímabil samfellt.
Seta í stjórn skerðir ekki rétt til kjörgengis til formanns.
Sá sem gengur úr stjórn má gefa kost á sér á ný eftir
tvö ár. Boða skal varamenn á stjórnarfundi og hafa
þeir málfrelsi og tillögurétt. Á aðalfundi skal kjósa
tvo skoðunarmenn reikninga til eins árs í senn og
einn til vara. Prókúruhafi er stjórn félagsins eða sá
stjórnarmaður sem hún veitir slíkt umboð.
5. gr.
Aðalfundur skal haldinn að vori fyrir miðjan maí og er
lögmætur ef til hans er boðað með minnst tveggja vikna
fyrirvara. Aðalfundur hefur æðsta vald í öllum málefnum
félagins. Aðrir félagsfundir skulu boðaðir með minnst
viku fyrirvara. Stjórnarfundi getur formaður boðað
hvenær sem hann telur henta.
6. gr.
Reikningsár samtakanna er almanaksárið og skulu
endurskoðaðir reikningar lagðir fram á aðalfundi ár
hvert. Árgjald skal ákveðið á aðalfundi. Atkvæðisrétt
hafa allir félagar sem greitt hafa gjöld sín.
7. gr.
Til breytinga á lögum þessum þarf 2/3 greiddra atkvæða
á aðalfundi.
8. gr.
Verði félaginu slitið, en til þess þarf 2/3 greiddra
atkvæða á aðalfundi, skal eignum þess varið til
líknarfélaga eftir því sem fundurinn ákveður.
11. 5. 2005.
30
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44