loading/hleð
(32) Blaðsíða 32 (32) Blaðsíða 32
25 ára afmælisrit Stómasamtakanna leita eftir. Því hver lítur við stelpu sem er föl eins og tunglið, þurfandi að hafa salerni í augsýn og með Borgarspítalann sem annað heimilisfang. Það biðu ekki margir fyrir utan dyrnar heima hjá mér. Áður er ég var skorin upp hafði ég komið mér upp stafla af hólkvíðum fötum. Áleit að pokinn myndi blasa við öllum og ég liti út eins og ég væri komin nokkra mánuði á leið. Fékkstu heimsókn frá stómaþega áður en þú fórst í aðgerð? Égfékk heimsókn aftveimur manneskjum sem var mikil blessun fyrir mig og mína fjölskyldu. Fyrst kom kona, aðeins eldri en ég, sem var svo rosalega hress og sýndi fram á að lifa með stóma væri vel hægt. Hún kom um það bil hálfu ári áður en ég fékk stómað. Stuttu áður en ég var skorin upp kom strákur sem var tveimur árum eldri en ég og hann leit bara venjulega út. Gat gengið í venjulegum fötum og var að klára stúdentinn. Mikilvægt að öll fjölskyldan sé með í ráðum svo að þetta sé ekkert feimnismál. í dag sé ég hversu mikilvægt það er að kynna hugmyndina um stóma fyrir fólki sem gæti þurft á því að halda, með góðum fyrirvara, því þetta er heilmikil breyting á lífi, sál og ekki síst líkamsímynd fyrir hvern og einn. Maður þarf að venjast hugmyndinni og vera sáttur við hana ásamt því að fjölskylda manns þarf að geta undirbúið sig líka. Hvernig hefur þér svo gengið að lifa með stómað? Hégóminn var að fara með mig í fyrstu. Ég ætlaðist til að lífið yrði nákvæmlega eins og áður en ég varð veik en raunin er að það verður aldrei. Ástæðan er einföld: í dag er ég með stóma en ég var það ekki áður. Aðalhöfuðverkurinn til að byrja með var að læra inn á mataræðið, þannig að ég vissi nokkurn veginn hvenær mest kæmi í pokann og hvenær mér væri óhætt að fara út á lífið án þess að þurfa að fara oft og mörgum sinnum á klóið til að tæma pokann. Ég hef komist að raun um að því miður er mikil fáfræði í sambandi við stóma. Stuttu eftir aðgerðina fór ég í sund sem er kannski ekki í frásögur færandi en þegar ég ætlaði í makindum mínum að láta mér líða vel í heita pottinum í mínu nýja bikini þá heyrist í, að því er virtist vitrum manni, þessi setning: „Værir þú til í að fara upp úr pottinum, þessi saurpoki þinn mengar laugina.“ Bíddu hægur, er hann að tala við mig, hugsa ég og uppgötva um leið að það sést örlítið í pokann. Þar sem ég hef alltaf verið frekar frökk og læt engan komast upp með að segja slíkt við mig þá svara ég öskureið: „Menga ég?! Ég get sagt þér það að ef ég skít hér í laugina þá uppgötvar það enginn en ef það kæmi fyrir þig þá þyrfti að sótthreinsa laugina!" Þegar ég fer í sund þá er oft glápt. Börnin eru hreinskilin og spyrja hvað ég sé með ef það sést í pokann en foreldrarnir eru fljótir til og kippa í barnið og hálfvegis æpa af blygðun yfir hegðun barnsins síns: „Hættu að glápa, barn!“ Þau eru þar með búin að stimpla það inn hjá barninu að það sem ég er með er eitthvað Ijótt og ógeðslegt sem má ekki tala um. Eitthvað að lokum? Það er mikilvægt að það sé talað eðlilega um stóma og opinskátt því þetta er og verður væntanlega hjá mörgum sem fá hana hluti af líkama þeirra og þeir verða að vera sáttir. Einnig er mikilvægt að öll fjölskyldan sé með í ráðum svo að þetta sé ekkertfeimnismál. Sú staðreynd hefur hjálpað mér gífurlega mikið til að takast á við þá erfiðleika sem ég hefi gengið í gegnum og sigrast á þeim. Ég ákvað að taka þessu með hæfilegri blöndu af gríni og alvöru; að taka mig ekki of alvarlega. Ég gæti setið heima hjá mér og kvartað og kveinað yfir öllu því sem ég missti af og hvað ég ætti bágt, hvað ég væri Ijót og allt það en í staðinn þá tek ég lífinu eins og það kemur fyrir sig. Eitt sinn þegar ég var í mínu svartasta þá heyrðist í afa mínum sem ég bjóst alls ekki við að segið neitt þvílíkt við mig: „Veistu það, Inger Rós mín, að ef strákurinn sem þú ert með finnst þetta eitthvað Ijótt þá er hann ekki þess virði að vera með.” Ég ákvað að þetta væri satt. Fyrir mér er stóma lifsgjöf og ég hlakka til að halda áfram að lifa. / Formenn Stómasamtaka Islands 1980- 1981 1981 - 1983 1983- 1985 1985- 1989 1989- 1991 1991 - 1993 1993- 1995 1995- 1997 1997-2003 2003- Ólafur R. Dýrmundsson Kristinn Helgason Örn Agnarsson Kristinn Helgason Örn Agnarsson Einar Þ. Mathiesen Ólafur R. Dýrmundsson Örn Agnarsson Sigurður Jón Ólafsson Kristján Freyr Helgason 32
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44


25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005

Ár
2006
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: 25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005
https://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5

Tengja á þessa síðu: (32) Blaðsíða 32
https://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5/0/32

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.