
(33) Blaðsíða 33
25 ára afmælisrit Stómasamtakanna
Svava Engilbertsdóttir
næringarráðgjafi á Landspítala - háskólasjúkrahúsi
Leiðbeiningar um mataræði
Leiðbeiningar um mataræði eru einstaklingsbundnar og
miðast við hvaða hluti meltingarvegar er sjúkur og hvað hver
og einn þolir. Fólk með meltingarfærasjúkdóma borðar oft
ekki vegna ónota eða hræðslu við verki. Slíkt eykur hættu á
einhæfu fæði og vannæringu.
Markmið með ráðgjöf um fæðuval
Markmiðið með ráðgjöf um fæðuval fyrir stómaþega er eftirfarandi:
1. Mæta orku- og næringarþörf hvers og eins.
2. Koma í veg fyrir vökva og steinefnatap.
3. Koma í veg fyrir stíflu.
4. Hafa áhrif á það sem í pokann kemur. Hafa í því sambandi
í huga loftmyndun, lykt og áferð.
Orkuefni og orkuþörf
Orkuefni fæðunnar er þrenns konar:
* Prótein - kjöt, fiskur, mjólk og mjólkurvörur og egg.
* Fita - olíur og smjör o.fl. sem er sjáanlegt; kjöt, mjólk o.fl.
sem oft er ekki sýnilegt.
* Kolvetni - mjöl og kornvörur o.fl. þ.h. svo sem kartöflur,
ávextir og grænmeti.
Samkvæmt Manneldismarkmiðum fyrir íslendinga er æskilegt
að hlutföll orkuefnanna sé eftirfarandi:
* Kolvetni 50 - 60%
* Fita 30 - 35%
* Prótein 15-20%
Meltingarvegurinn og hlutverk hans
Meltingarvegurinn skiptist í munn, vélinda, maga, smáþarma
og ristil. Hver einstakur hluti meltingarvegarins gegnir ákveðnu
hlutverki. Melting og frásog næringarefna á sér stað í smá-
þörmum og upptaka vökva að hluta. í ristli fer fram upptaka
vökva og losun úrgangs.
Matur eftir stómaaðgerð
Mataræði stómaþega eftir aðgerð má í grófum dráttum skipta
í tvö stig. Á fyrra stiginu er um að ræða tímabilið fyrst eftir
aðgerð sem er 6-8 vikur, jafnvel lengur. Á þessu tímabili ber
að huga að ýmsu varðandi fæðu. Á seinna stiginu, þegar
stómaþegar hafa náð bata eftir aðgerð, geta þeir farið að
borða flest alla fæðu.
Rétt er að hafa í huga að það skiptir máli í hvaða ástandi
einstaklingurinn er fyrir stómaaðgerð. Oft þarf stómaþegi á
hvatningu að halda til að nærast eftir aðgerð. Nauðsynlegt
er að máltíðir séu reglulegar, 5-6 sinnum á dag, jafnvel oftar.
Betra er þá að borða lítið í einu.
Almennar leiðbeiningar
* Taka skal góðan tíma við máltíðir og tyggja matinn vel.
* Drekka vel yfir daginn.
* Oftast er þörf fyrir aukið salt.
* Fleiri og smærri máltíðir eru heppilegri.
* Prófa sig áfram með fæðutegundir - helst eina í einu og
lítið í hvert skipti.
Einkenni um þurrk: Þorsti, þurr húð, lítið þvag, dökkt þvag,
magakrampi, erfiður andardráttur.
Fæða sem getur stíflað: Ávaxtahýði og kjarnar, þurrkaðir
ávextir (gráfíkjur, döðlur, rúsínur), hnetur, fræ, möndlur og
kókósmjöl, maís, hvítkál, popkorn, hýði og tægjur, s.s. aspas,
sellerí, tómatar, grænar baunir, ananas o.fl.
Fæðutegundir sem þykkja: Haframjöl, þroskaðir bananar og
epiamauk, soðin hrísgrjón, pasta og sagógrjón, soðin mjólk,
jógúrt og mjúk hnetusmjör.
Fæðutegundir sem geta þynnt: Appelsínusafi og sveskjusafi,
þurrkaðir og ferskir ávextir, bakaðar baunir, bjór og áfengi,
mikil sætindi, lakkrís, sterkkryddaður matur.
Loft og lykt
Eftirtaldar fæðutegundir geta haft áhrif á loft og lykt: Baunir
ýmiss konar, hvítkál, laukur og hvítlaukur, gosdrykkir og bjór,
melónur, gulrófur, djúpsteiktur matur, sterkir ostar og krydd,
rúgbrauð, fiskur og egg. Hins vegar eru jógúrt, súrmjólk, fersk
steinselja og kúmen dæmi um fæðu sem getur komið í veg
fyrir lykt.
33
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44