loading/hleð
(8) Blaðsíða 8 (8) Blaðsíða 8
25 ára afmælisrit Stómasamtakanna erlendis af sömu aðilum og kosta laun hans. 4. Að nú þegar hefji stjórnir Krabbameins- félags íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur viðræður við Tryggingaráð þess efnis að breytt verði þeirri skipan mála að sjúklingar þurfi árlega að endurnýja læknisbeiðnir um notkun hjálpargagna eins og stómavara. Mikilvægasti árangurinn af beiðni stjórnar Stómahópsins og umræðuhóps- ins er án efa ráðning hjúkrunarfræðings við Hjálpartækjabankann. Aðrar kröfur urðu hins vegar að bíða nokkur ár eins og ráðning annars stómahjúkrunarfræðings á spítala og lenging gildistíma skirteina. Hjálpartækjabankinn hefur útvegun stómavara Fyrri hluta ársins 1980 barst Stóma- hópnum höfðinglegur styrkur frá Krabba- meinsfélagi Reykjavíkur að upphæð kr. 1,5 millj. Skyldi honum varið til stofnunar ráðleggingarstöðvar við Hjálpartækja- banka Rauða kross íslands og Sjálfs- bjargar sem verið var að koma á fót. Til þessara starfa var ráðin Edda Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur en hún hafði unnið við umönnum stómaþega á sjúkrahúsi í Danmörku í fimm ár. Edda hefur sem kunnugt er gegnt þessu starfi óslitið síðan. Einnig kom sér vel höfðingleg gjöffrá Þórdísi M. Thoroddsen, aldraðri konu frá Kvígindisdal í Vestur-Barðastrandasýslu að upphæð kr. 50.000. Edda hóf störf hjá Hjálpartækja- bankanum í ágúst 1980 og vann aðeins tvo daga vikunnar fyrstu fimm árin. Árið 1985 var hún ráðin í hálft starf sem fljótlega breyttist í fullt starf. Hjálpartækjabankinn var fyrst til húsa á horni Nóatúns og Skipholts en flutti síðar í Hátúnið. Þetta sama ár kynnti Ólafur R. Dýrmundsson kennurum og nemum við Hjúkrunarskóla íslands vandamál stómaþega eftir aðgerð og málefni Stómahópsins. Þess konar kynning varði í nokkur ár, féll niður um tíma en hefur verið tekin upp á ný sem hluti af námi þriðja árs nema. Kynning á málefnum stómaþega meðal hjúkrunarnema bar m.a. þann árangur að fjórir þeirra mættu á fund Stómahópsins í maí 1980 þar sem þeir óskuðu eftir að gera könnun á viðhorfum og högum stómaþega. Nemarnir skiluðu síðar niðurstöðum þeirrar könnunar. Áhugi á starfinu talsverður Áhugi á starfsemi Stómahópsins meðal stómaþega sjálfra hefur verið talsverður alveg frá upphafi. Hvergi kemur fram fjöldi þeirra sem sóttu fundi fyrstu tvö starfsárin eða fyrstu tvo veturna en það lætur nærri að hann hafi verið um 20 að jafnaði. Á fyrsta fundi starfsársins 1979-80 er farið að skrá fundargjörðir hvers fundar og fundarmenn rita nöfn sín í fundarbók. Á þessum fundi mættu 23 en þar kynnti fulltrúi frá Ó. Johnson & Kaaber nýjungar í stómavörum, einkum fyrir urostómaþega. Þá var samþykkt að dreifa leiðbeiningarbæklingi sem ÓJK hafði látið þýða til allra þeirra sem voru á spjaldskrá. Fundur sem haldinn var í janúar 1980 var fjölsóttur enda bættust þá margir í hópinn. Alls mættu 33 á þann fund. Sigurgeir Kjartansson skurðlæknir var gestur fundarins. Flutti hann stutt ávarp og svaraði fýrirspurnum. Sigurgeir hafði þá nýlega ritað fróðlega grein um stómaaðgerðir í Fréttabréf um heilbrigðismál. Umræður voru Ijörugar segir í fundar- gjörð þessa fundar um ýmis mál eins og útvegun hjálpartækja, vöntun á upplýsingum og leiðbeiningum og tengslum við lækna. Þá komu fram hugmyndir á þessum fundi þess efnis að fólk skipti sér í hópa eftir tegundum aðgerða og boðað yrði til sérstakra funda meðal colostómaþega annars vegar og ileostómaþega hins vegar. Hvergi kemur þó fram að slíkir fundir hafi verið haldnir. Dæmi um hugmynd sem ekki tókst að hrinda í framkvæmd. Skömmu fyrir stofnun samtakanna birtist í 39. tbl. Vikunnar, dags. 25. september 1980, fjögurra síðna grein um stómaaðgerðir, starfsemi Stómahópsins og helstu baráttumál hans, ásamt viðtölum við nokkra stómaþega. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem fjallað er opinberlega um stómaaðgerðir og hagsmunamál stómaþega hér á landi. Greinarhöfundur getur ekki nafn síns né hvaðan heimildir eru fengnar en þó er vitað að hann hafði samband við Ólaf R. Dýrmundsson, talsmann Stómahópsins, sem lét allar upplýsingar góðfúslega í té. Stómasamtök íslands stofnuð Eftir mikið undirbúningsstarf Stóma- hópsins var stofnfundur Stómasamtak- anna haldinn í húsnæði Krabbameins- félags íslands að Suðurgötu 22, fimmtudaginn 16. október 1980 kl. 17. Á stofnfundinn mættu 33 félagar. Með fundarboði höfðu fylgt drög að lögum félagsins sem kynnt voru og rædd í upphafi fundar. Eftir minniháttar breytingar voru þau samþykkt einróma og þar með höfðu Stómasamtökin verið formlega stofnuð. Halldóra Thoroddsen flutti kveðjur og árnaðaróskir frá Krabbameinsfélagi íslands og Reykjavíkur en hún hafði setið undirbúningsfundi Stómahópsins fyrir hönd þessara félaga og átt drjúgan þátt í tilveru hópsins. Fyrsta stjórn samtakanna var þannig skipuð: Ólafur R. Dýrmundsson formaður. Aðalmenn í stjórn! Kristinn Helgason og Þórey Sveinbergsdóttir. (Þau skiptu síðar með sér verkum þannig að Kristinn var ritari og Þórey gjaldkeri.) Varamenn í stjórn: Stefán Halldórsson og Júlía Ólafsdóttir. Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir Gunnlaugur B. Daníelsson og Hermann Helgason og Jóhanna Baldurs- dóttir til vara. Fyrsta starfsár Stómasamtakanna Fyrsti stjórnarfundurer haldinn 29. október 1980. Þá þegar er mörkuð ákveðin stefna 8
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44


25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005

Ár
2006
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: 25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005
https://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5

Tengja á þessa síðu: (8) Blaðsíða 8
https://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5/0/8

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.