(11) Blaðsíða 9
Manstu?
eru gerð nánari skil á öðrum stað í
blaðinu.
Upp í hugann koma ljóslifandi
þær félagskonur, sem horfnar eru
úr þessari jarðvist. Friður sé með
þeim. Að endingu, mínar elsku-
legu félagssystur, hafið þökk fyrir
allt traustið, samvinnuna, vinátt-
una og tryggðina, eftir að leti og
aldur urðu þess valdandi að ég
hætti að starfa í félaginu að nokkru
gagni. Það er í traustum og góðum
höndum.
Ósk mín til Kvenfélags Bessa-
staðahrepps á þessum tímamótum
er, að það megi ganga til góðs um
langa framtíð.
Júlíana Björnsdóttir,
Garðshorni.
Formaður 1964-1969
og heiðursfélagi.
Hjónin nð Grund, Júlíana Björnsdóttir
og Sveinn Erlendsson (d. 1986).
Júlíana fluttist á Álftanesið árið
1930. Hún er aldursforseti, heiðurs-
félagi og hefur verið lengst í Kvenfé-
laginu af þeim konum, er nú lifa.
Maður hennar var Sveinn Erlends-
son, bóndi og hreppstjóri á Grund.
Júlíana gekk í félagið 1939 og var gerð
að heiðursfélaga 02.02.1978, þegar
hún varð sjötug. Hún var kosin ritari
árið 1944-1952 og formaður var hún
árin 1964-1969. Auk þess var hún
vararitari, varaformaður og í ótal
nefndum. Júlíana hefur unnið vel
fyrir félagið í gegnum árin og er ein af
þeim styrku stoðum, er héldu lífinu í
félaginu á erfiðum tímum. Fyrstu ár
Júlíönu í félaginu voru fáar hendur til
þess að vinna félagsstörfin. Það kom
sér því vel að fá ungar og hraustar
félagskonur. Svilkona Júlíönu, Ingi-
björg Dagbjartsdóttir, Breiðabólstöð-
um og Guðrún Eyjólfsdóttir, Akra-
koti, gengu í félagið um svipað leyti
og hún. Allar þessar konur voru harð-
duglegar, félagslyndar og fúsar að
vinna fyrir félagið.
Júlíana ber aldurinn vel og býr enn
í húsi sínu, er þau hjón byggðu sér,
þegar aldurinn færðist yfir. Þau
nefndu það Garðshorn.
Hér á eftir fer frásögn Júlíönu, er
hún flutti í tilefni 60 ára afmælis
félagsins, og kallaði Minningabrot frá
liðinni tíð. Minningabrotin segja á
skemmtilegan hátt frá aðstöðu
félagsins á frumbýlisárum þess.
Fyrstu árin sem ég var á Álfta-
nesi, heyrði ég talað urn Kvenfélag-
ið, það gerði hitt og þetta. Meðal
annars voru haldnar dansskemmt-
anir í skólanum, mun það hafa ver-
ið fjáröflunarleiðin. Á þessum
árum mun félagið hafa gefið kirkj-
unni messuklæði og síðar Ijósa-
stjaka til að hafa við jarðarfarir.
Einnig hélt félagið jólatrés-
skemmtun fyrir öll börn í hreppn-
um á hverjum jólum, þangað voru
allir velkomnir. Pessi skemmtun
var haldin í skólanum á Bjarnastöð-
um. Skemmtunin byrjaði kl. 4 fyrir
yngstu börnin, og svo seinna um
kvöldið fyrir unglinga og fullorðið
fólk og þá var dansað.
Svo kom að því að mér var boðið
að koma á jólatrésskemmtun. Ég
þáði þetta með þökkum, jólatréð
var mjög fallegt og vel skreytt, ekta
jólaljós á rauðum, gulum og alla
vega Iitum vaxkertum. En vel varð
að gæta þess að litlar hendur kæmu
ekki of nálægt, því eldhætta var
mikil. Einnig voru olíulampar í
húsinu því ekki var komið rafmagn
og ekki vatn. Petta blessaðist allt.
Þess skal getið, að hafður var mað-
ur til eftirlits við eldhættu á meðan
þetta fór fram.
Svo fóru allir upp á loft og fengu
kaffi og kökur, svona eitthvað á
milli 10 og 20 sortir, sem konurnar
komu með að heiman, og börnin
fengu súkkulaði. Þetta var rnikil
veisla og ekki þurfti að borga fyrir.
Þetta fór allt vel fram og allir komu
ánægðir heim. Þessar jólatrés-
skemmtanir voru indælar og maður
hlakkaði til þeirra engu síður en
börnin. Frá þeim á ég margar góðar
minningar. Svo fór ég að hugsa um
að ganga í félagið, því mér fannst
það myndi gefa mér tækifæri til að
kynnast konunum og fá að vera
með í félagsstarfinu.
Það kom svo að því að mér var
boðið að koma á aðalfund og þáði
ég það. Ég held að þá hafi félags-
konur verið 9 svo ekki gat nú fé-
lagsstarfið verið mikið og stundum
erfitt um vik. Til dæmis einu sinni,
þegar halda átti jólatrésskemmtun,
var skólaloftið leigt og við gátum
ekki gefið börnunum neitt, þá bauð
ein félagskona, Dagbjört í Hákoti,
að félagið mætti koma með börnin
inn á sitt heimili og hafa þar veit-
ingar fyrir þau. Svona voru konur
alltaf reiðubúnar til starfa.
Nú ætla ég að segja ykkur frá
dansleik eða söluballi (eins og það
var kallað), sem haldið var í skólan-
um á Bjarnastöðum vorið 1941. Það
myndi nú ekki þykja fínt í dag, og
9
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald