loading/hleð
(21) Blaðsíða 19 (21) Blaðsíða 19
reyndi að láta það ekki á mig fá og var ánægð með að vera tilnefnd í skemmtinefnd, haustið 1991. Nefndarstörfin verða til þess að konur kynnast og skemmtum við okkur konunglega við að setja sam- an annál undangengins árs og flytja hann á þorrablóti 1992. Þar gerðum við óspart grín að ýmsum málum, meðal annars umræðunni um stað- setningu Lionsmerkisins. Mér þótti vænt um það traust sem Þorgerður Gunnarsdóttir sýndi mér, þegar hún fór þess á leit við mig að ég gæfi kost á mér sem varaformaður, þegar hún var að taka við formennsku í félaginu. Ég hef aldrei iðrast þess, að segja já við þeirri beiðni. Það var gott og lærdómsríkt að starfa með henni og konunum sem skipuðu stjórn og varastjórn. P>ar sem svo stutt var liðið frá því ég flutti á Álftanesið, þekkti ég ekki svo margar konur og fyrst í stað hafði ég hreinlega áhyggjur af því að mér tækist ekki að læra nöfn allra áður en ég tæki við formennskunni. Einnig hafði ég, borgarbarnið, áhyggjur af öllum bæjarnöfnunum, þegar mér var fal- ið að bera út sendingar til félags- kvenna. En áður en varði og án þess að ég gerði mér grein fyrir því í fyrstu, var ég búin að ná þessu og eftir á finnst mér furðulegt að þetta skuli einhvern tíma hafa vafist fyrir mér. Á aðalfundi félagsins í febrúar 1993 tók ég við formennskunni af Porgerði. Með mér í stjórn völdust góðar konur og má segja að það hafi verið góð „blanda" af konum sem lengi höfðu búið í hreppnum og konum, sem voru nýfluttar. Pað myndaðist fljótt góður starfsandi meðal okkar og fannst mér ein- kenna þessa stjórn, bæði árin, ósér- hlífni og vinnugleði. Fyrri part árs 1993 var mikið að gerast í félaginu, því nokkurra ára gamalt áhugamál félagskvenna var að verða að veruleika, Parísarferð- in. Þær konur, sem ætluðu að fara þessa ferð, 47 talsins, hittust reglu- lega til að skipuleggja og fram- kvæma ýmsar uppákomur til að safna fé til ferðarinnar. Ýmislegt var gert í þessu skyni, s.s. bakaðar og seldar bollur á bolludegi, haldin hlutavelta, safnað saman munum og bakaðar kökur og hvort tveggja selt í Kolaportinu, og staðið að glæsilegum málsverði á matarfundi án utanaðkeyptrar aðstoðar. Einnig var búinn til og seldur bæklingur með uppskriftum að fiskréttum, sem gerði mikla lukku og seldist vel. Á sama tíma lauk þáverandi fjáröflunarnefnd við gerð upplýs- ingarits með símanúmerum í hreppnum, sem var rnikið braut- ryðjandaverk og hefur reynst ómissandi á hverju heimili síðan. Öll þessi vinna þjappaði konunum saman og veitti bæði ánægju og samkennd, auk þess að ferðasjóð- urinn gildnaði. Þann 6. maí var haldið af stað til Parísar og þar dvalið frá fimmtu- degi fram á sunnudagskvöld. Leið- sögumaður okkar um þessa yndis- legu borg var Laufey Helgadóttir, listfræðingur, og var ómetanlegt að fá frá henni fræðslu og leiðsögn um alla markverðustu staðina á ást- kæra ylhýra málinu, því engin okk- ar talaði frönsku. Ferðin verður okkur ógleymanleg. Sem formaður, hafði ég mestan áhuga á því að markmið félagsins væru skýr og að okkur tækist að finna kröftum okkar jákvæðan og uppbyggilegan farveg. Við, í stjórninni, byrjuðum á því að móta tillögur urn breytingar á afgreiðslu peningamála. Skrúðgarðurinn hafði kostað mikla peninga. Sumar tekjur runnu beint í skrúðgarðs- sjóð, af öðrum helmingur eða einn fjórði. Félagssjóður varð á tíðum fjárlítill. Tillögur okkar voru að allar tekjur félagsins rynnu í félagssjóð og síðan yrði veitt úr honum eftir efnum og ástæðum. Eina undan- tekningin var að tekjur af funda- haldi skyldu renna beint í ferða- sjóð félagskvenna. Þessar tillögur voru samþykktar af félagskonum. Konur, sem skipuðu Garðnefnd, voru beðnar að hafa ávallt tilbúna forgangsröðun verkefna, sem reynt yrði á hverju ári að komast eins langt með og kostur væri. Hefði ég gjarnan kosið, að við hefðum kom- ist lengra með uppbyggingu skrúð- garðsins og rekstrartilhögun, en raun varð á í minni formannstíð. Okkur í stjórninni var umhugað um að félagið leggði sitt af mörkum til framþróunar þeirra mála í Á K.S.G.K. fundi. 19
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald


Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára

Ár
1996
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959

Tengja á þessa síðu: (21) Blaðsíða 19
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959/0/21

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.