loading/hleð
(19) Blaðsíða 17 (19) Blaðsíða 17
hvert öðru eftirminnilegra, en þar stendur Parísarferðin óneitanlega upp úr. En það var í maí 1993, sem um 60 kvenfélagskonur yfirgáfu heimili sín frá fimmtudegi til sunnudags og flugu á vit ævintýra heimsborgarinnar. Má með sanni segja, að á Nesinu hafi ríkt karla- veldi þessa helgi. Hér hef ég stiklað á stóru. Ég á margar minningar eftir 10 ára ánægjulega veru í Kvenfélaginu. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að starfa í þágu þess og um leið láta gott af mér leiða, en ekki síst að kynnast öllum þessum skemmtilegu konum. Vil ég nota tækifærið og hvetja konur til að taka þátt í stjórnarstörfum, sé til þeirra leitað, því það er mjög þroskandi og jafnframt gefandi starf. Að lokum vil ég óska Kvenfélagi Bessastaðahrepps til hamingju með 70 ára afmælið, með von urn að það megi halda áfram að dafna og blómstra um ókomna framtíð. Jóna G. Hermannsdóttir, Bjarnastaðavör 3. Formaður 1991. Þegar ég lít til baka til formanns- starfa minna í Kvenfélagi Bessa- staðahrepps, er margs að minnast og erfitt að leggja mat á, hvað af öðru ber, en ég gekk í stjórn Kven- félagsins í nóvember 1989 og var formaður þess árið 1991. Eitt af því ánægjulegasta sem ég minnist frá þessum tíma, var fram- lag félagsins til hinna ýmsu mál- efna og hópa til dæmis spila- og skemmtikvöld aldraðra og stuðn- ingur félagsins við ungmenna og æskulýðsfélög í hreppnum. Einnig var eftirminnileg öll sú umræða og fréttaflutningur sem fylgdi synjun Ólafs Schram um inn- göngu í félagið, en það var einmitt eitt af mínurn síðustu verkum sem formaður að taka við þessari beiðni Ólafs. Ég man hversu undrandi ég varð, þegar ég las bréfið frá honum, ég hélt fyrst að þetta væri skemmti- legt spaug, en eftir því sem ég las meira, skildi ég að þetta var í fullri alvöru. Lög félagsins gera eingöngu ráð fyrir konum, svo ekki var hægt að verða við þessari bón Ólafs nema með lagabreytingu og kom strax í Ijós að ekki var áhugi fyrir því hjá félagskonum. Ólafur var ekki alls kostar ánægður með þetta, enda fylginn sínum ákvörðunum og vís- aði þessari synjun til jafnréttisráðs, sem ekki sá ástæðu til afskipta. Þetta varð til þess að málið komst í fjölmiðla og þótti nokkuð spaugi- legt, en varð hin besta auglýsing fyrir félagið. Einnig er mér ofarlega í huga hversu ánægjulegt og gott samstarf okkar stjórnarkvenna var, en það er afar þýðingarmikið í slíku starfi, að þar sé vinnufús og samhentur hópur. Ég get ekki látið þetta tækifæri ónotað til að lýsa aðdáun minni á frumkvöðlum félagsins okkar og þeim einbeitta vilja sem þær hafa sýnt, til að eflast og þroskast sem einstaklingar og láta jafnframt gott af sér leiða. Á þeim tíma var hús- móðurstarfið frá fótaferð til nætur- hvíldar, alla daga vikunnar, svo að sá tími sem þær hafa lagt í félags- starfið hafa þær tekið af þeim litla hvíldartíma sem störfin leyfðu. Ég óska Kvenfélaginu til ham- ingju með afmælið, með þeirri ósk að það dafni og eflist og að konur haldi áfram að finna þar hugðarefn- um sínum farveg. Ég hvet sem flestar þeirra til að taka þátt í stjórn- arstörfum félagsins, því auk þess sem það eykur sjálfstraust þeirra og félagslegan þroska, þá fá þær næm- ari tilfinningu fyrir félaginu sínu, skynja betur að ekkert fæst án fyrir- hafnar og hvað fyrirhöfn og ánægja geta átt skemmtilega samleið. Porgerður Gunnarsdóttir, Austurtúni 9. formaður 1992. Árið 1992 verður í minningunni eitt hið eftirminnilegasta, sem ég hef lifað, en þá gegndi ég for- mennsku í Kvenfélagi Bessastaða- hrepps. Ég hef verið beðin í örfáum orðum að rita hér nokkur minn- ingabrot. Árið 1992 hljóðuðu lög félagsins á þá vegu að fyrst væri kona vara- formaður í eitt ár og það næsta for- maður. Fljótlega kom þó í ljós, að þetta var ekki heppilegt og lögum félagsins breytt þannig, að formað- ur gat setið áfram, ef óskað var. 17
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald


Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára

Ár
1996
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959

Tengja á þessa síðu: (19) Blaðsíða 17
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959/0/19

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.