loading/hleð
(32) Blaðsíða 30 (32) Blaðsíða 30
Parísarferð í maí 1993 Brot úr ferdasögu Það var hinn 6. maí 1993 að 46 konur úr Kvenfélagi Bessastaða- hrepps lögðu upp í ævintýralega fjögurra daga ferð til Parísar. Ferða- nefndin hafði lagt hart að sér við allan undirbúning. Enda var ferðin svo skemmtileg að brosið fór ekki af konunum allt sumarið. Það hefur sjálfsagt verið skemmtilegt að fylgjast með okkur í afgreiðslusal í Leifsstöð. Við stillt- um okkur upp í eina röð 46 konur, tilkynning barst frá forystu og hjörðin „rann" í aðra biðröð, áber- andi samstilltur hópur. I fríhöfn- inni var samt tími til að skála fyrir ferðinni, já, og hvað með það þó klukkan væri aðeins 6 að morgni, þar var þá bara ný reynsla í sarpinn fyrir sumar. Kling-klang ... Flug- leiðir tilkynna brottför til Parísar. Við bókstaflega áttum vélina, þó það nú væri. Það er ekki á hverjum degi, sem slíkur heiður hlotnast Flugleiðum. Millilent var í Frank- furt í ausandi rigningu, en það var bjartara yfir París og borgin fyrir- heitna kom í ljós og Eiffelturninn gnæfði yfir borgina og reigði sig stoltur og ögrandi: „Komið þið bara, kvenfélagskonur, ef þið þorið" Við þorðum. Við fengum svo ágætan hirði fyrir hjörðina. Laufey Helgadóttir beið eftir okkur til að leiða okkur í allan sannleikann um París, borgina sem stundum er kölluð „heimsins höfuðprýði" Hótelið var staðsett við Rue de 30
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald


Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára

Ár
1996
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959

Tengja á þessa síðu: (32) Blaðsíða 30
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959/0/32

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.