loading/hleð
(4) Blaðsíða 2 (4) Blaðsíða 2
Lífshlaup sjötugrar Konu Gunnar Valur Gíslason, sveitarstjóri Að skrifa afmæliskveðju til sjötíu ára félags kvenna í Bessastaða- hreppi er eins og að meta lífshlaup virðulegrar sjötugrar konu. Konu sem hefur lifað og leikið sér sem barn, fætt og klætt sem móðir og systir, elskað og huggað sem full- þroska kona, barist og stritað. Líf þessarar konu verður ekki krufið með orðum né heldur verða störf hennar nokkru sinni metin að verð- leikum. En hún vann sitt verk vel. Pað er mikilvægt hverju sveitar- félagi að þar þrífi-st öflugt og gott félagslíf. í hröðu þjóðfélagi nútím- ans eru amstur og strit hið daglega brauð. Félagsstörf eru því kærkom- in lífsfylling þar sem menn og konur hittast, vinna að áhugamál- um sínum og ýmsum velferðarmál- um sem fólki er tamt að sinna. Kvenfélag er vettvangur kvenna. En Kvenfélag Bessastaðahrepps er vettvangur kvenna einna. Lfm það verður ekki deilt og á það hefur reynt. í fyrstu lögum félagsins stendur að því sé ætlað að auka samtök meðal kvenna á félags- svæðinu, svo þeim sé léttara að framkvæma áhugamál sín, svo sem heimilisiðnaðarmál og önnur þau velferðarmál, er þær láta sig mestu skipta á hverjum tíma. Einfalt markmið en í senn háleitt. í sjötíu ára sögu sinni hefur Kvenfélagið örugglega verið konum hér sú stoð sem lagt var upp með við stofnun þess. Kvenfélagið okkar hefur lagt sitt af mörkum við uppbyggingu góðs samfélags í Bessastaðahreppi. Miðsvetrarfagnaðir og þorrablót félagsins hafa í gegnum tíðina verið viss þáttur mannlífsins hér, þar sem konur hafa samið og flutt skemmtiefni, og fróðleik um lífið í hreppnum. Skrúðgarður, grænn markaður, blómasala, jólatrés- skemmtanir fyrir börn, líknarmál. Pað sem Kvenfélagið hefur lagt til samfélagsins er vel unnið. Ég óska Kvenfélagi Bessastaða- hrepps hjartanlega til hamingju með sjötíu heillarík ár. Megi dugn- aður og elja, sem hafa verið aðals- merki Kvenfélagsins frá upphafi, verða konum hér hvatning til að leggja félaginu til krafta sína í fram- tíðinni, Bessastaðahreppi til heilla. Vor í verki Sr. Bragi Friðriksson, prófastur Vorið vekur. Víða má sjá merki þess í þjóðlífi okkar, hvernig vorhugur varð virkur í lífi og starfi. Það kemur í hug, er ég minnist þess að Kvenfélag Bessastaðahrepps var stofnað fyrsta sunnudag í sumri árið 1926. Fáar konur stofnuðu það með vor og vonir hið innra. Bjartsýni ríkti um framtíðar- starfið. Verkefnin blöstu við. Og nú er litið um öxl eftir sjö- tíu ár og þess minnst og þakkað ^ að vonir rættust í virku félags- starfi. jÍ^gí Minningarnar hrannast upp um mikið starf. Það vekur athygli, hversu fjölþætt félags- starfið hefur verið. Af svo mörgu er að taka. Fundir með ýmsu efni, námskeið og fræðslustarf, ferðalög og skemmtanir. Unnið var að fjár- öflun með því að halda basara, rækta kartöflur, efnt var til bögglauppboða og með kaffi- sölu og hlutaveltum reynt að efla sjóðina. Að baki var ómælt sjálfboðastarf félagskvenna. Það er ástæða til að þakka allt þetta starf og íhuga þann þátt, sem kvenfélagskonur hafa átt í félags- og menningarlífi sveitar- félagsins. „Allt var þetta gert af góðum hug" ritar fyrrverandi formaður félagsins. Trúlega eru þau orð sönnust um félagsstarfið allt. Sá hugur kemur best í Ijós í því, að félagið hefur frá fyrstu tíð stutt kirkju sína og safnaðarstarf og um leið lagt þeim lið, er erfitt áttu. Líknarsjóðinn hafa þær félagskonur eflt og aukið. Líkn- arsjóðurinn hefur marga stutt, þótt leynt fari. Það vil ég persónulega þakka af alhug. Góður hugur má sín ávallt mikils. Samhygð og samúð er kjölfestan í göfugu félagsstarfi. Ég flyt Kvenfélagi Bessastaða- hrepps hamingjuóskir okkar hjóna á þessum tímamótum og bið þess, að góður hugur og vor í verki megi ætíð einkenna störf þess til heilla í nútíð og um framtíð alla. 2
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald


Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára

Ár
1996
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959

Tengja á þessa síðu: (4) Blaðsíða 2
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959/0/4

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.