(26) Blaðsíða 24
Margrét Sigurðardóttir,
Sveinskoti.
Heiðursfélagi.
Hjónin Margrét Sigurðardóttir og jóhann Jónasson, Sveinskoti.
Margrét fluttist að Bessastöðum
vorið 1946. Maður hennar Jóhann
Jónasson frá Öxney gerðist þá bú-
stjóri á Bessastöðum.
Margrét gekk í Kvenfélag Bessa-
staðahrepps árið 1948. Hún var
gerð að heiðursfélaga, þegar hún
varð sjötug þ. 03.03.1986. Margrét
gerðist fljótt góður liðsmaður í
félaginu og var kosin ritari 22 jan.
1952 og gegndi því starfi til ársins
1963. Fundargerðir hennar eru ná-
kvæmar í frásögn og þrátt fyrir
mikil umsvif á stóru heimili, lagði
hún vandvirkni og alúð í öll sín
störf fyrir félagið. Það var mikið lán
fyrir Kvenfélagið að fá þau góðu og
félagslyndu hjón á Álftanesið, því
bæði eru þau glaðlynd og hafa ætíð
verið tilbúin að aðstoða ef til þeirra
hefur verið leitað. Magnhildur
Gísladóttir, formaður, tók viðtal við
Margréti upp á spólu í tilefni 70 ára
afmælis Kvenfélagsins, ennfremur
í tilefni af 80 ára afmæli Margrétar
hinn 3. mars þessa árs. Margrét var
hress að vanda, en vildi ekki gera
mikið úr störfum sínum fyrir
félagið.
„Okkur var þröngur stakkur
skorinn m.a. vegna fámennis og
kyrrstöðu í hreppnum, er stafaði af
áhuga æðri stjórnvalda á flugvelli
hér á nesinu. Ekkert mátti byggja
og þar af leiðandi var engin fjölgun
í hreppnum. Ég tók nú samt þátt í
mannaveiðum og fékk oft hrós fyrir
það." Og svo hló hún dátt.
Síðan upplýstist, hvernig í
mannaveiðum Margrétar lá. Frá
upphafi þorrablóta á Álftanesi,
fyrst haldið 1947, reyndum við eftir
mætti að hafa þau sem þjóðlegust,
til dæmis klæddumst við þjóðbún-
ingum. Það sem var sér til gamans
gert, kom eingöngu frá fólki innan
hrepps. Félagskonur sungu, léku
og fengu karla sína til að lesa
eitthvað upp, segja draugasögur og
fleira, m.a. segja frá háttum og sið-
um hér áður og fyrr á Nesinu. En
svo kom að því að okkur vantaði
eitthvað nýtt, einhverja tilbreyt-
ingu.
Það var svo sem hægt að kaupa
fólk, sem gaf sig í slíkt, en það var
dýrt og við seldum inngang vægu
verði, með því að gefa alla vinnu og
fá margt ódýrt. Eitt sinn er verið
var að undirbúa þorrablót sagði
Margrét: „Ég skal reyna að útvega
skemmtilegan mann með því skil-
yrði, að konan hans fái að koma
líka og að þau fái ókeypis inn." Að
sjálfsögðu var þetta samþykkt ein-
róma. Broddi Jóhannesson, skóla-
stjóri Kennaraskólans og Kristján
Eldjárn, síðar forseti, mættu síðan
á blótið, konurnar þeirra voru
eitthvað forfallaðar og gátu ekki
mætt. Það má nærri geta, að þessir
fróðu menn, um horfna hætti,
vöktu mikla gleði með því sem þeir
fluttu. Þetta voru vinir og skóla-
bræður Jóhanns frá Menntaskólan-
um á Akureyri. Broddi og Kristján
komu oftar á þorrablót, og komu þá
með konur sínar með sér. í mörg ár
var það orðin föst venja að einhver
af skólabræðrum Jóhanns komu og
skemmtu. Þetta voru allt þjóð-
kunnir menn. Þeir sem koma upp í
hugann eru Bjarni Vilhjálmsson,
háskólabókavörður, Friðfinnur
Ólafsson, forstj. fyrir Háskólabíó,
Ragnar Jóhannesson, skólastjóri og
skáld og ekki má gleyma Rögnu
Jónsdóttur, kennara, konu hans,
sem var eina skólasystirin í bekkn-
um. Unndór Jónsson, skrifstofu-
maður og fleiri.
Vilhjálmur Hjálmarsson, síðar
ráðherra, skólabróðir Margrétar frá
Laugarvatni, kom eitt sinn og flutti
skemmtilegar frásagnir, að sínum
hætti. Allir vinir hjónanna, er að
ofan getur, eru látnir, nema Vil-
hjálmur.
Nú á tímum gerir fólk sér ekki
grein fyrir, hve mikilvægt það var í
fámenni, þar sem fátt gerðist, eins
og á þessum tímum hjá okkur, að
fá að sjá þessa menn, sem við höfð-
um svo oft heyrt í útvarpinu. Þá
var ekki sjónvarp og mikið hlustað
á útvarp. Hafi Margrét ásamt
bónda sínum kærar þakkir frá hin-
um eldri félagskonum fyrir góðar
„mannaveiðar." Lifi þau heil í
fegurð sólarlagsins í Sveinskoti.
24
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald