(14) Blaðsíða 12
Formaður var ég árin 1978 til 1983
eða fimm ár. Þá varð ég oddviti
hreppsins og treysti mér ekki til að
sinna hvorutveggju. Á þessum
árum höfðum við aðstöðu á loftinu
á Bjarnastöðum í vesturstofunni.
Þetta voru ár mikilla umsvifa, kon-
urnar áhugasamar og duglegar og
ýmsum góðum málum hrundið í
framkvæmd. Of langt mál yrði að
telja það allt upp hér, en ég stikla á
stóru.
Ég minnist alltaf með gleði, þegar
við settum á stofn gæsluvöll.
Hreppsnefnd tók málinu vinsam-
lega, lánaði okkur kennslustofurn-
ar tvær á Bjarnastöðum, girti fyrir
okkur lóðina og allt án endurgjalds.
Eiginmennirnir létu ekki sitt eftir
liggja, smíðuðu sandkassa og fleiri
leiktæki, það ríkti gleði og bjartsýni
og mikil stemming. Það var bros-
mildur hópur, sem vígði gæsluvöll-
inn með oddvitanum, Einari Ólafs-
syni, á fögrum vordegi. Völlurinn
var starfræktur í tvö sumur, en þá
misstum við húsnæðið. Það skal
tekið fram, að allt starf við völlinn
unnu konurnar í sjálfboðavinnu
með einni starfsstúlku. Kvenfélagið
tók fyrstu skrefin í dagvistunarmál-
um hreppsins, þetta var fyrirboði
þess sem síðar kom.
Þessi framtakssemi Kvenfélags-
ins vakti athygli í hreppnum. Einn
af hollvinum Kvenfélagsins, Sæ-
mundur Arngrímsson, útvegs-
bóndi í Landakoti, afhenti leikvall-
arnefnd kr. 100.000 (eitthundrað-
þúsund) til styrktar þessu átaki og
var þetta gefið til minningar um
látna eiginkonu hans, Steinhildi
Sigurðardóttur, sem um árabil var
í sendiherrabústaðnum í París.
félagskona. Seinna átti þessi góði
vinur Kvenfélagsins enn eftir að
sýna félaginu höfðingsskap, er
hann afhenti félaginu kr. 500.000
(fimmhundruðþúsund) í minning-
argjöf um eiginkonu sína, Stein-
hildi. Sæmundur sagðist þess
fullviss, að þetta myndi hún hafa
viljað, „því Kvenfélagið var henni
svo mikils virði og átti sinn þátt í
því hvað hún undi vel hér á Álfta-
nesinu," voru hans orð. Sæmundur
Arngrímsson var gerður að heið-
ursfélaga Kvenfélagins þann 6. maí
1980, einn karlmanna til þessa.
Eins og fyrr sagði voru fundir fé-
lagsins haldnir á loftinu á Bjarna-
stöðum í vesturstofunni. Konum
fjölgaði og við vorum að sprengja
utan af okkur húsnæðið. Hrepps-
nefndin afhenti okkur þá austur-
stofuna, ef við myndum sjálfar taka
niður milliveggina og sjá um breyt-
ingar. Það vafðist nú ekki fyrir kon-
unum og það var handagangur í
öskjunni, þegar þær rifu niður
vegginn, máluðu, pússuðu og áður
en maður vissi af, var komin þessi
stóra, fína stofa. Við stækkunina
vantaði bæði borð og stóla. Það var
keypt ásamt 100 nýjum bolla-
pörum.
Það voru mörg merk mál tekin
fyrir á þessum árum og má þar
meðal annars nefna kirkjudaginn.
Hann komst á árið 1978 í samvinnu
við sóknarprestinn, sr. Braga Frið-
riksson. Sr. Bragi hafði undir hönd-
um minningarsjóð hjónanna, Ingi-
bjargar Runólfsdóttur og Ólafs
Steingrímssonar, Hliði, Álftanesi.
Sjóð þennan stofnuðu þau 1941.
Kvenfélagið og sóknarnefndin hafa
staðið að kirkjudeginum allar götur
síðan og félagið styrkt sjóðinn með
kaffisölu á þessum degi. Tilgangur
þessa sjóðs, sem nefndur er Líknar-
sjóður Bessastaðahrepps, er að
styrkja veika og bágstadda í
hreppnum.
Á fundi félagsins í nóvember
1980, gekk forseti íslands, frú Vig-
dís Finnbogadóttir, í félagið.
Hátíðarhöld í tilefni af 17.júní,
voru haldin í Bessastaðahreppi í
fyrsta sinn árið 1981. Kvenfélagið
ýtti þessu máli úr vör í samvinnu
við Ungmennafélagið.
Á þessu fimm ára tímabili, sem
ég hef verið að rifja hér upp, gerðist
svo margt fróðlegt og skemmtilegt,
að of langt yrði að telja það allt upp
hér - alls konar námskeið, hljóð-
færagjafir til barnaskólans ofl., ofl.
En ég læt hér staðar numið.
Ég minnist kvennanna, sem voru
með mér í stjórn með virðingu og
þökk. Þetta voru úrvals konur og
samhentur hópur. Þetta tímabil
með þeim, verður mér ætíð
ógleymanlegt.
Megi blessun fylgja Kvenfélagi
Bessastaðahrepps um ókomin ár.
Lilja Sörladóttir,
Túngötu 13.
Formaður 1983.
Lilja tók að sér formennsku í eitt
ár. Á fyrsta stjórnarfundi hennar
var rætt um nýja símaskrá félags-
kvenna. Á öðrum stjórnarfundi var
rætt urn að gefa þá peninga sem
söfnuðust af blómasölu 8. okt. 1982
til Barnaskólans til kaupa á ein-
hverju nytsömu er vantaði.
Á fundi 5. apríl 1983 mætti Heið-
ar Jónsson og lýsti með miklum
fjálgleik hvernig öðlast mætti skín-
andi fegurð með notkun ótal
smyrsla og fl. Eftir að hafa útskýrt
öll hin fræðilegu fegurðarsmyrsl og
lagt áherslu á að konur ætti að fara
að hugsa rneira um sig sjálfar, bæði
í snyrtingu og klæðnaði, eigin-
mönnum sínum til yndisauka,
klykkti hann út með eftirfarandi:
„Konur ættu að hætta reykingum
og taka inn lýsi á morgnana. Hefði
það ekki svo lítil áhrif á fegurð húð-
arinnar, hársins og alls líkamans."
Konur tóku Heiðar alvarlega og
fóru fljótlega eftir þetta í ferðalag til
þess að hressa sig eftir langan vetur
12
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald