loading/hleð
(12) Blaðsíða 10 (12) Blaðsíða 10
aðstæður ekki góðar. Músíkin ein harmoníka og veitingar uppi á lofti í tveim litlum herbergjum inn af eldhúsinu, þar hituðum við kaffið á prímus og olíuvél, eldavélin var biluð. Þarna seldum við molakaffi og öl (sítrón) og salan var allgóð. Menn tóku ekkert eftir umhverf- inu, voru að hugsa um annað. Meðal þeirra sem komu upp til okk- ar voru 2 hermenn, þeir voru með byssur og skotbelti og hjálma og báðu okkur að geyma þetta á með- an þeir væru að dansa. Hvað við gerðum fúslega og tróðum draslinu inn í skáp og byssunum á bak við hurð, þar sem þær sáust ekki. Þetta gekk allt sæmilega. En daginn eftir þurftum við að hreinsa húsið. Það var mikið verk, því þá voru ekki dúkar á gólfum, engin áhöld á staðnum, við þurft- um því að fara með allt heiman að, sem við þurftum að nota og fara gangandi fram og til baka. Því var það þennan umrædda dag, þegar við vorum búnar að hreinsa, þá fór- um við gangandi áleiðis heim. En þegar við komum á vegamótin við Bessastaði, sjáum við hvar fylking hermanna kom þrammandi innan veginn. Við höfðum aldrei séð slíkt áður og dokuðum við til að láta þá fara framhjá, hvað þeir gerðu. En þeir gáfu okkur hornauga, þar sem við stóðum fjórar saman og bárum ýmis konar búshluti, svo sem olíuvél og prímus, pott og föt- ur, skrúbbur og kaffikönnu, að ógleymdum kústunum. Þetta var skringileg uppstilling af íslenskum húsmæðrum. Síðasta söluballið var svo haldið vorið 1945 í bíóskálanum í Bræton, en það hét braggahverfið hérna. Og kaffisalan var í stóru jarðhúsi frá hernum (loftvarnarbyrgi), sem seinna varð kartöflugeymsla. Þetta var síðasta söluballið. Nú er þetta liðin tíð og tímar breyttir til hins betra. Við horfum björtum augum til framtíðarinnar, en við skulum ekki gleyma því sem var. Auður Aðalsteinsdóttir, Hvoti. Formaður 1974-1976. Ég flutti í hreppinn haustið 1958, en var þá búin að vera á Bessastöð- um í eitt og hálft ár. Fyrstu kynni mín af félaginu áður en ég flutti alfarið í hreppinn, voru á heimili tengdamóður minnar, Ingibjargar Dagbjartsdótt- ur á Breiðabólstöðum. Ég var stödd þar, er haldinn var fundur hjá SAFNKASSA BYLTING 165 Itr. kr. 6.300,- stgr. 420 Itr. kr. 11.900,- stgr. NEUDORF safnkassarnir eru úr tvöföldu plasti, með holrúmi á milli, sem hitaeinangrar líkt og hitabrúsi. Afar hátt hitastig, allt að 70° sér um að lífrænn úrgangur rotnar fljótt og vel. NEUDORF kassarnir eru vandaðir og þægilegir í samsetningu. Tvær stærðir fáanlegar. NEUDORF í Þýskalandi framleiðir einnig efnið "Radivit". Það inniheldur lífræna gerla sem flýta rotnun lífræns úrgangs til muna. VETRARSOL Hamraborg 1-3, Kópavogi. S. 5641864 henni að deginum. Það hefur sennilega verið með síðustu fund- unum, er haldinn var í heimahús- um hjá félagskonum. Ég gekk í félagið 26. apríl 1960. Það má segja að fundarsókn og þátttaka félagskvenna hafi þá verið nær 100% í öllu starfi. Þorrablót var haldið í Hafnar- firði. Þess má geta, að þegar skemmtikrafturinn, sem fenginn hafði verið til að fara með gaman- mál, kom í hús og fékk að vita að forseti íslands væri meðal gesta, lá við að hann hætti við. Það myndi tæplega eiga sér stað í dag. Það er margs að minnast frá þessum árum og var ég búin að vera í fjáröflunar- nefnd og meðstjórnandi, þegar ég var kosin formaður 1974. Á fundi, er haldinn var í apríl 1974, kom Ásta Guðlaugsdóttir í Gesthúsum, með þá tillögu, að við skrifuðum framhaldssögu. Var það samþykkt. Ásta las þegar upp fyrsta kafla og næsti höfundur, val- inn af Ástu, tók við. Hver kona tók svo við af annarri, möglunarlaust. Þetta vakti mikinn fögnuð á fund- um og beðið var í ofvæni eftir hvað gerðist í næsta kafla. Alls urðu þeir 19. Þótti þá mál að hætta, er aðal söguhetjan var komin heil í höfn. Það sakar ekki að geta þess að sag- an byrjaði sorglega, en unga stúlk- an kom heil heim til fósturjarðar- innar, eftir langa og að mörgu leyti stranga veru erlendis. Sagan var lesin á hverjum fundi og entist til ársins 1977. 22. maí 1974, var lesið upp bréf frá Auðbjörgu Jónsdóttur, heiðurs- félaga með peningagjöf til minning- ar um 5 barnabörn sín, er látin 10
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald


Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára

Ár
1996
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959

Tengja á þessa síðu: (12) Blaðsíða 10
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959/0/12

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.